Þriðjudagur 06.03.2012 - 19:22 - 4 ummæli

Bezta einkavinavæðingin í OR?

Einkavinavæðing í OR varð fyrri meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að falli á sínum tíma. En sú einkavinavæðing er líklega ekki sú bezta. Bezta einkavinavæðingin var líklega nýlega að fara fram í kyrrþey!

Bezti og Samfó – „flokkar gagnsæjis 🙂 “  voru nefnilega að brjóta eigin góðu prinsipp með samningum í reykfylltum bakherbergjum þar sem afar dýrmætir eignarhlutar Orkuveitunnar í Kína voru „seldir“ án auglýsinga.

Bezti sérvaldi fékk að kaupa!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Ekki verður betur séð en að fullkomlega hæfileikalaust og gjörspillt fólk hafi komist til valda í OR, enn verra en það sem fyrir var. Þessi stjórnarformaður ber það með sér, ótalandi og óskrifandi, eins og fyrsti forstjórinn, að hann hefur ekki gott siðferði að leiðarljósi.

  • Hver keypti hvað?

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Mér sýnist að Haraldur Flosi hafi gefið fullnægjandi og trúverðugar skýringar á sölunni. Það var verið að standa við samning frá því í mars 2010. Það var val um að punga út 1800 millum eða fá 300 í kassann.

  • Leifur A. Benediktsson

    Stormur í kampavínsglasi Hallur. Ekki trúa öllu sem þú heyrir.

    Gott og vel að losna við þennan ,,bagga“ út úr bókhaldi OR.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur