Guðni Ágústsson var hafður að háði og spotti fyrir að halda því fram í janúar 2008 að efnahagsleg óveðurský væru að hrannast upp, bankarnir stefndu í vandræði og að stjórnvöld yrðu að taka í taumanna.
Vitnaleiðslur í Landsdómsmálinu sýna að Guðni á skilda afsökunarbeiðni frá afar mörgum!
Stjórnkerfið vissi árið 2005 að bönkunum yrði ekki bjargað. Hvað gerði Guðni? Ekki neitt. Afsökunarbeiðni hvað!
Hver vissi hvað og hvenær?
Hafi einstakir embættismenn vitað þetta 2005 og ekki komið upplýsingum áfram til ráðamanna er það áfellisdómur yfir viðkomandi embættismönnum.
Hafi embættismenn látið útvalda ráðherra vita og þeir hvorki upplýst samráðherra né gripið til aðgerða er það áfellisdómur yfir viðkomandi ráðherrum.
Hafi ráðherrar á þessum árum almennt vitað þetta og ekkert gert er það áfellisdómur yfir þeim öllum.
Á Guðni skilið afsökunarbeiðni vegna þess að hann tók þátt í að gangsterar honum þóknanlegir fengu að kaupa Búnaðarbankann,- án eiginfjárframlags? Barðist hann gegn því? Hefur ekki komið fram í Landsdómsleikritinu að hér var ekki aðeins lausafjárvandi heldur einnig eiginfjárvandi í bönkunum? Og koma svo í janúar 2008 og segja: halló! þetta voru því miður gangsterar- getur ekki einhver gert eitthvað- halló?
Guðni Ágústsson á fremur að biðja þjóðina afsökunar á að hafa stuðlað að spillingu- og síðan að hafa sig hægan!
Guðni sat í verstu ríkisstjórn allra tíma, frá 2003 til 2007. Ríkisstjórn sem horði á meðan húsnæðismarkaðurinn var sprengdur í loft upp af bönkunum og almeningur skuldsetti sig til andskotans,horfði á meðan bankarnir uxu upp í óviðráðanlega stærð, Eina sem sú ríkisstjórn gerði var að stynja af ánægju yfir allri þessari velmegun!
Nú er Guðni í framvarðasveit þeirra sem engu vilja breyta.
Guðni á alveg örugglega ekki skilið afsökunarbeiðni, heldur ætti hann að biðja þjóðina afsökunar á hlut sínum í gjaldþroti Íslands.
Ertu ekki að grínast?
Ég heyrði að Hallur Magnússon hefði sagt sig úr Framsókn. En mikið andskoti eru framsóknargenin sterk !
Á Eyjunni má nú sjá þetta næst fyrir neðan: http://blog.eyjan.is/gislibal/
Kannski hafa Frammara þá verið rottur að yfirgefa sökkvandi skip þegar þeir fór úr stjórninni 2007, fyrst þeir vissu upp á hár hvað ófresku sjórnum þeirra með stóra bróður undanfarin áratug hafði skapað. Hefur því miður orðið þeim til lífs.
Þú Hallur, átt að biðja íslenski þjóðina afsökunar á Guðna.
Hann á skilið, hún á skilið, þau eiga skilið.
EKKI skilda!
Reyndu nú að hafa þetta rétt næst.
Guðni, ásamt hinum kjánunum sem kallast stjórnmálamenn, hlýtur að biðja þjóðina afsökunar á vanhæfni og heimsku sinni eða voru verk þeirra eða eftir atvikum verkleysi, drifin áfram af glæpahneigð.
Miðað við það sem má lesa út úr vitnaleiðslunni fyrir Landsdómi, þá vita íslenskir stjórnmálamenn og ráðuneytismenn ekkert, kunna ekkert og geta ekkert.
Það hlýtur að vera áleitin spurning hvort ekki er rétt að láta þá endurgreiða oftekin laun, því þeir hafa ekki skilað þeirri vinnu sem þeir voru kostnir til eða ráðnir.
Alla vega eiga þeir ekki skilið að njóta þeirra eftirlauna sem þeir hafa skammtað sér sjálfir og eru langt umfram þau kjör sem almenningur sætir.
Þorsteinn Úlfar Björnsson.
Nei.
Hann á skilið hrós. Hún á skilið hrós. Þau eiga skilið hrós.
Hann á skilda afsökunarbeiðni. Hún á skilda afsökunarbeiðni. Þau eiga skilda afsökunarbeiðni.
Hann á skilinn pakka. Hún á skilin pakka. Þau eiga skilin pakka.
Aðrir sem hafa verið að missa missa sig yfir pistlinum. Hvað annað sem Guðni kann að hafa gert af sér – þá á hann skilda afsökunarbeiðni vegna árása sem hann varð fyrir vegna gagnrýni og aðvörunnarorða sinna um þetta málefni í janúar 2008.
Þeir sem þekkja til vita að ég hef gagnrýnt Guðna fyrir ýmislegt og er því ekki almennt að bera blak af honum … en rétt skal vera rétt.
Ef maður gúglar:
„á skilda afsökunarbeiðni“
2 niðurstöður (gettu hvar)
„á skilið afsökunarbeiðni“
Um það bil 788 niðurstöður
Hvort ætli sé rétt? 😉