Fimmtudagur 08.03.2012 - 19:25 - 8 ummæli

Konur óhæfar í stjórnir!

Margar konur eru óhæfar til að sitja í stjórnum íslenskra fyrirtækja. En málið er að margir karlar eru líka óhæfir að sitja í stjórnum íslenskra fyrirtækja. Því miður sitja margir slíkir óhæfir karlar í stjórnum íslenskra fyrirtækja en það er undantekning að óhæfar konur hafi náð svo langt að sitja í slíkum stjórnum.

Margir af bestu stjórnendum sem ég hef unnið undir eða með í mínum stjórnunarstörfum eru konur. Ég er ekki fjarri því að oft á tíðum hafi þær verið betri stjórnendur en karlpeningurinn. Að sjálfsögðu hef ég líka unnið með konum sem voru óhæfir stjórnendur. En miklu oftar hef ég unnið með körlum sem hafa  verið óhæfir stjórnendur!

Það eru því ENGIN rök fyrir því kynjaójafnvægi sem ríkir í stjórnum íslenskra fyrirtækja – bæði í almenna geiranum og innan hins opinbera.

… og þetta segi ég og stend við þótt ég hafi oftar en einu sinni verið haldið utan stjórna – og starfa – vegna þess að ég var ekki kona! Vegna kynjaskekkju þar sem hlutfall kvenna var óásættanlegt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Ég þekki reyndar nokkrar stjórnarkonur sem eru gersamlega óhæfar sökum þekkingarleysis, alveg eins og karlar.

    Annars er ég að bíða eftir því að öryrkja krefjist stjórnarsetu líka.

  • Hannes Þórisson

    Kalli – Afhverju ætti öryrki ekki geta setið í stjórn fyrirtækis?

  • Þú misskilur. Það er ekkert að því að öryrkjar sitji í stjórnum fyrirtækja.

    Þeir eiga bara ekki að sitja þar *af því* að þeir eru öryrkjar.

  • HAHAH 🙂 góður Kalli

    Það er fullkomlega eðlilegt að höfundur hafi hitt fleiri óhæfa karla því það eru mun fleiri karlar í stjórnunarstöðum.

    Konur er ekki hæfar sem ekki geta komið sér á framfæri sjálfar frekar en karlar sem ekki koma sér á framfæri. Þetta er framboð og eftirspurn, hérna erum við komin í hreinan sósialisma og þetta mun án efa veikja innviðina enn frekar. Ísland er í samkeppni við aðrar þjóðir um lífsgæði og við þurfum færasta fólki hverju sinni. Þetta snýst um bizness í alvöru fyrirtækjum, ekki kyn.

    Það má álýkta af þessum reglum að konur er lítt færar að koma sér á framfæri sjálfar, nú eða stofna sín fyrirtæki. Eitthvað sem ég hélt að þær væru ekki en svona er þetta nú.
    Eigum við ekki líka að niðurgreiða fyrirtæki sem stofnuð eru að konum, svona til að taka skrefið bara til fulls, nú eða bara tryggja þeim öllum störf hjá ríkinu en þangað sækja þær flestar hvort eð er.

    Simon

  • Simon,

    Þú gantast með að niðurgreiða fyrirtæki stofnuð af konum en þótt ótrúlegt sé þá er dæmi um það.

    Lánatryggingasjóður kvenna, Svanni, tók til starfa á síðasta ári. Þetta er opinber sjóður sem veitir niðurgreidd lán til nýsköpunnar, en einungis til kvenna. Ástæðan er sú að konur vilja síður veðsetja eignir sínar en karlar!

    Sjá hér: http://www.svanni.is/forsida/

    Viðskiptahugmyndin skiptir engu máli, ef þú ert ekki kona þá verður þú að leita annað.

  • Kalli, ég er bara orðlaus, þetta er gróf mismunun sbr.
    http://www.svanni.is/svanni/um-svanna/

    Óraunverulegt er orðið sem kom í huga mér. Af því að þær eru í eðli sínu minna tilbúnar að taka séns þá fá þér fyrirgreiðslu vegna eðlislægs ótta við áhættu. Þetta er súrrealískt.

    Simon

  • Allar konur sem hafa verið yfirmenn mínir hafa verið slakari en karlar sem hafa verið yfirmenn mínir, thví miður.

  • Svo er það spurningin, er það svona eftirsóknarvert að komast í stjórnir fyrirtækja?

    Og hvað er svona eftirsóknarvert við það?

    Virðing?

    Völd?

    Góðar tekjur?

    Eða hafa áhrif til góðs?

    Fá að ráða?

    Viðurkenning?

    Hégómagirnd?

    Framagirni?

    Já, hvað ætli það sé sem hvetji fólk til að komast í stjórnir fyrirtækja?

    Þetta er ekki neinn kaffiklúbbur sem fólk er að fara í.

    Oftar en ekki felur þetta með sér mikla vinnu og oftar en ekki á afbrigðilegum vinnutímum (kvöld og helgar) og fundarsetur á stjórnarfundum geta oft verið æði langar, fyrir untan það að margt af þessu stjórnarfólki er í fastri og krefjandi vinnu annars staðar.

    Sé litið á nokkur meðalstór og stór fyrirtæki á Íslandi sést að þetta er mikið til sama fólkið sem situr í sjórnum þessara fyrirtækja.
    Sumir einstaklingar virðast meira að segja vera í stjórnum margra fyrirtækja og félaga, svona ca. 4-5 mismunandi stjórnum.

    Þetta á ekki bara við um karlmenn sem sitja í stjórnum, heldur líka þær konur sem hafa gefið sig fram í stjórnir fyrirtækja og félaga.

    Í Noregi áttu fyrirtæki erfitt með að fá konur í stjórnir hjá sér, og auglýstu eftir konum í stjórni í nágrannalöndunum eins og Svíþjóð og Danmörku.

    Í þessum löndum voru konur heldur ekki ginkeyptar fyrir stjórnarsetum.

    Og hver var ástæðan?

    Jú, þær kærðu sig bara ekki um á fara í 120-150% starfshlutfall, heldur mátu þær frítímann sinn meira og vildu ráðstafa sínum frítíma að vild.

    Þar að auki fara þær aukatekjur sem fást fyrir þetta að megninu til í skatt svo fjárhagslegur ávinningur var lítill.

    En endilega konur og það er mikið af frambærilegum konum á Íslandi, látið plata ykkur í stjórnir fyrirtækja.

    Það er hinsvegar ekki eins eftirsóknarvert eins og margir halda.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur