Laugardagur 10.03.2012 - 13:47 - 11 ummæli

Stefán Jón gegn Ólafi Ragnari

Forsetaframboð hins ópólitíska Ólafs Ragnars Grímssonar 2012 er hápólitískt. Á meðan forsetaframboð hins hápólitíska Ólafs Ragnars Grímssonar árið  1996 var ópólitískt.

Hápólitískt framboð Ólafs Ragnars Grímssonar nú hefur þegar breytt stöðu forsetaembættisins. Ólafur Ragnar er strax búinn að fá ágjöf sem hefðí áður verið óhugsandi. Ágjöf sem líkur eru á að felli Ólaf Ragnar í forsetakosningunum þrátt fyrir það mikla forskot sem sitjandi og farsæll forseti ætti að hafa.

Því Ólafur Ragnar hefur verið farsæll forseti.

Stefán Jón Hafstein hefur tekið Ólaf Ragnar í gegn. Gagnrýni Stefáns Jóns á Ólaf Ragnar á rétt á sér. Vegna þess að framboð Ólafs Ragnars nú er hápólitískt.

Stefán Jón Hafstein verður að fylgja réttmætri gagnrýninni eftir. Stefán Jón á að bjóða sig fram til forseta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Anna María

    Spurningum Stefáns Jóns verður Ólafur að svara svo mikið er víst. Ég er samt ekkert viss um að Stefán Jón yrði að marki betri forseti en Ólafur. Þeir eru báðir óttalega miklir spjátrungar og virðast báðir óþarflega fullir af sjálfum sér. En það er algjörlega rétt að þessi aðkoma Stefáns núna er mjög mikilvæg fyrir umræðuna um forsetaembættið.

  • Sjáandinn

    Hefði Stefán Jón vísað Icesave til þjóðarinnar, í tvígang,

    með Jóhönnu og Samfýósana andandi ofaní hálsmálið?

    Ég er ekki viss um það.

    Stefán Jón talar um ættarveldi og ættbálkasamfélag á Íslandi, en sjálfur er hann af gamlli og gróinni valdaætt, muniði td. eftir Pétri Hafstein hæstaréttardómara og formanni kirkjuráðs og fyrrum forsetaframbjóðanda og Jóhanni Hafstein fyrrum forsætisráðherra og sjálfum Hannesi Hafstein, manni á stöpli.

    Og Stefán Jón verður að svara því, hvort hann telji að fullveldi landsins skuli fórnað fyrir alræðisvald bíokratanna í Brussel, sem þjóna helst ofur-ættbálkakvíslum banka-auðræningja.
    Er Stefán lýðræðis- og þjóðveldisinni, eða er hann fyrir alræðis- og alþjóðarembuveldi Draghi, Sarkozy og Merkel?

    Enn um sinn treysti ég rakarasyninum að vestan betur.

    Bíddu Stebbi minn, þinn tími kemur seinna.

  • Pétur J.

    Þessar spurningar hjá Stefáni eru raunar einungis þær spurningar sem fjölmiðlar landsins hefðu á að spurja forsetann þegar hann kom með furðulegu yfirlýsingar.

  • Sjáandinn

    Af hverju koma þau svona samfylkt fram á einu og sama augabragðinu, Stefán Jón og Jóhanna, í árásum sínum á rakarasoninn að vestan?

    Hverra erinda gengur þú nú Stebbi minn?
    Svaraðu því nú Stebbi minn, ský- og kinnroðalaust.

    Kalinn komstu á hjarta frá frenjunni Sollu, en dansaðu ekki Stebbi minn, tossadansinn með Jóhönnu, sem ætti að vera fyrir Landsdómi og þú veist það, en segir ekkert um það.

    Taktu Jóhönnu bara niður og formannsstóll Samfó bíður þín.
    Ég sé það svo heiðskýrt í bliki himintunglanna.

    Svo skal ég spá með þér í framtíðina, því sólin, ó sólin
    hún er þarna alltaf, en falin á bakvið vitfirrt stýrishús helferðatossanna við stjórnvöl ráðuneytanna, þar sem enginn,

    NEI, enginn í ráðuneytunum, á þinginu, í flokkunum, í stjórnsýslu ríkisvaldsins segist bera ábyrgð á einu né neinu, en sitja þarna samt sæl á svip sem tossar

    og Guðmundur Ólafsson, sá mæti maður, hefur sagt um þau Jóhönnu og Steingrím alveg sérstaklega, að „þau ljúgi og ljúgi, þetta skítapakk“.
    Ekki fylkja með „skítapakki“ Stebbi minn.

  • Nothing but the truth
  • Stefán Jón sem er mikill ágætismaður á ekki sjéns í forsetann.

    ÓRG á landsbyggðina, þar fara týpur eins og Stefán í taugarnar á fólki.

    Þeir eru líkir, sjálfuppteknir og skortir allan efa.

    Ólafur Ragnar skilur hins vegar betur þessa biluðu og illa upplýstu þjóð. Hann þekkir malarlýðinn sem hatar fólk eins og Stefán.

    Það mun skipta sköpum ákveði Stefán að fara fram sem ég held hann geri EKKI.

  • Skjálftavaktin

    Samfylkingin er alveg að fara á límingunum.

    Hér á skjálftavaktinni eru mælarnir í taugaáfalli:

    Sendum Þórólf, nei sendum Þóru, nei sendum Stebba,
    nei sendum Sollu, nei sendum Jóhönnu, nei sendum Össur, nei sendum, sendum bara einhvern, sendum, sendum Hrannar,

    þar til skelfingarópið rýfur skala allra skjálftamælanna:

    „My kingdom for a mare“ æpir örvingluð og skræk rödd Jóku Sig. og er það í fyrsta sinn að hún mælir á enska tungu, svo mjög er henni nú orðið brátt í brók, kellingargreyinu.

  • Stefán Jón og fleiri af hans kaliberi bíða nú næstu skoðanakönnunar. Ef hún mælist ORG í óhag, þá skjótast þeir fram á yfirborðið. Mælist ORG hins vegar vel, þá sitja menn bara áfram í fínu störfunum sem voru hönnuð handa þeim, í Afríku, niður í stjórnarráði, háskóla eða hvar þetta lið situr allt og vinnur sína vinnu. Hvaða kjarkur er eiginlega í þessu fólki?

  • „ÓRG á landsbyggðina, þar fara týpur eins og Stefán í taugarnar á fólki.“

    En nú er Ólafur Ragnar nákvæmlega sama týpa, bara enn hrokafyllri, uppteknari af sjálfum sér og sjálfsánægðari.

    Hvernig passar það við þessa fullyrðingu? Ekki það að ég vil miklu frekar konu í forsetaembættið en sjálfumglaðan karl. Til dæmis Þóru Arnórs, Salvöru Nordal eða Elínu Hirst.

  • Skjálftavaktin

    Í sögunni af þremur samtryggðum systrum segir Jó-Anna
    hina ódauðlegu setningu:

    „My kingdom for a mare“

  • Vonandi sleppur maður við að kjósa Ástþór.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur