Þriðjudagur 13.03.2012 - 09:04 - 14 ummæli

Seðlabankinn var hrunbankinn!

Aftur og aftur kemur fram að alvarleg hagstjórnarmistök Seðlabankans eiga ekki hvað sístan þátt í efnahagsbólunni 2004 – 2006 og í hruninu 2008.  Seðlabankinn var gersamlega ráðalaus haustið 2004 þegar íslensku bankarnir sprengdu efnahagslífið með því að dæla óheftum, hundruð milljarða ófjármögnuðum fasteignatryggðum lánum inn á lánamarkaðinn.

Milljörðum sem Seðlabankinn gerði bönkunum kleift að dæla inn á íslenska lánamarkaðinn á versta tíma í kjölfar þess að Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu bankanna árið 2003. Þrátt fyrir að Seðlabankamönnum væri margoft bent á að nauðsynlegt væri að hækka bindiskyldu á ný og auka kröfur um lausafjárstöðu bankanna – þá slógu þeir höfðinu sífellt við steininn.

Vankaður Seðlabankinn virtist ekki skilja eðli óheftra, verðtryggðra lána bankanna heldur beitti aðferðum sem duga einungis á óverðtryggðar íslenskar krónur!  Seðlabankinn hækkaði stýrivexti trekk í trekk – sem hafði engin áhrif á vertryggð lán – einungis á óverðtryggða krónu. Afleiðingarnar á ónothæfan gjaldmiðil varð eftir bókinni – krónan styrktist langt umfram það sem eðilegt gat talist!

Þessa dagana fylgjumst við með því hvaða mistök Seðlabankinn gerði á árunum 2007 – 2009 genum „tísitið“ úr Landsdómi.

… ætli það sé rangur maður fyrir dómi vegna hrunsins?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Kaldur réttur

    Ertu að fara fram á sérstök réttarhöld yfir þeim sem áttu mestan þátt í húsnæðisbólunni á Íslandi?

    Ég las þetta á Vísi í morgun:

    „Þann 20. febrúar s.l. voru eignir í eigu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) orðnar 1.751 talsins.“

  • Hallur Magnússon

    Það er nú ekki mikið af 105 þúsund íbúðum og í kjölfar hruns.

    Má ég benda á að heildarútlán ÍLS LÆKKUÐU úr 480 milljörðum í 390 milljarða frá 1, júlí 2004 – 1. júlí 2005.

    Lækkun um 90 milljarða á einu ári getur varla verið þensluhvetjandi 🙂

  • Hreggviður

    Það er enginn vafi á að rangur maður er fyrir dómi.

  • Halldór Halldórsson

    Og fyrst Hallur er kominn aftur til ársins 2004; hlýtur hann að vera að telja til sögunnar þá Jón Sigurðsson og Birgir Ísleif Gunnarsson, til viðbótar við „aðal“-sökudólginn Eirík Guðnason, ekki satt?

  • Kaldur réttur

    Stór hluti vandans var falinn með 30 milljarða ríkisstyrk til ÍLS eftir hrunið. Hvað ætli ÍLS ætti mörg þúsund íbúðir án hans?

    ÍLS reið á vaðið í 90% lánum í samræmi við kosningaloforð Framsóknarflokksins árið 2003. ÍLS hunsaði vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu árum eða fór framhjá þeim með því að bjóða lán með uppgreiðslugjaldi.

    Það er sama saga hér og í USA þar sem hinir opinberu húsnæðislánasjóðir Fannie Mae og Freddie Mac bjuggu til húsnæðisbóluna.

  • Ómar Kristjánsson

    Seðlabankinn á að gæta að heildarhagsmunum og jafnvægi hagkerfisins. Burtséð frá húsnæðislánum banka – þá er augljóst að Seðlabanki brást í þessu hlutverki. það er ekki alveg rétt sem stundum er sagt að SÍ hafi ,,ekki gert neitt“. Í rauninni gerði hann allt til að hjálpa bönkunum að búa til þetta ójafnvægi og setja heildrhagsmuni í stórhættu. þetta gerist strax 2004-2005 þegar bankarnir sækja sér stórfellt fé með skuldarbréfaútgáfu erlendis. það var svo snöggt og stórtækt – að SÍ hefði átt að gera eitthvað og allt tal um ,,skorti lagaheimild“ er bara píp. það skortir aldrei lagaheimildir í forvirkar aðgerðir til forða þjóðarhættu.

    Nú, síðan á þetta barasta eftir að versna um 2006. þá fara bankarnir að safna stórfelldum innlánum erlendis og sjálfur Landsbankinn í broddi fylkingar. Landsbankinn var etv. kerfislega mikilvægastur bankanna vegna þess hve hann var involveraður í grunnatvinnuvegi landsins.

    Að frá því að LÍ byrjar söfnun almennra innlána erlendis – að þá er aldrei einn efi eða hugsun hjá SÍ að þetta geta verið hættulegt landinu. Aldrei hugsað útí það allt útstreymi af slíkum reikningum væri = huge hætta fyrir jafnvægisástand á Íslandi. Samt var Nothern Rock banka dæmið í bretlandi barasta 2007, ef mig missminnir ekki. Sí hefur aldrei nokkurntíman áhyggjur af þessu. það er ekki fyrr en FSA bendir á þessa hættu að – já, æ æ það er eitthvað vesen með þetta já – en í framhaldi er ekkert gert! Ja, jú, það er logið í vonda útlendinga sitt á hvað og eftir á eru menn bara stoltir af því. Monta sig af því að hafa platað vonda útlendinga.

  • Hallur Magnússon

    Kaldur réttur.

    Það var engin þörf á 30 milljarða styrk! Stór hluti þess framlags er reyndar niðurgreiðsla´ríkisins vegna 110% leiðarinnar – sem var pólitísk ákvörðun Alþingis. Hafði ekkert með rekstur ÍLS að gera.

    Það er rangt hjá þér að ÍLS „hafi riðið á vaðið með 90% lánunum“. 1. júlí 2004 voru 90% lán ÍLS lögð niður. Þau voru ekki tekin upp aftur fyrr en í janúar 2005 – þegar bankarnir voru búnir að lána um 200 milljarða á hálfu ári – og lánin jafnvel 100% hjá bönkunum.

    Það voru ekki lánuð nema 40 stykki eiginleg 90% lán á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2005. Ertu að halda fram a- skitin 40 90% lán hafi sett allt á hvolf? Ekki gleyma því að 90% lán hafa verið lánuð frá árinu 1986!!!!!

    Hvernig væri að þú kynntir þér grunnstaðreyndir um ÍLS og útlán sjóðsins áður en þú ferð að gaspra 🙂

  • Er það ekki flotkrónan sem við fengum upp úr aldamótum í boði stjórnvalda þess tíma sem lagði grunninn að ofurgengi íslensku krónunnar og skapaði þær aðstæður sem hér urðu? Nú voma þær yfir okkur þessar gömlu flotkrónur í formi jöklabréfa og óseldra eigna í gömlu bönkunum og vilja ólmar komast úr landi og sem kostaði eftirvinnu í þingu í gærkveldi.

  • Kaldur réttur

    Hallur
    Já stór hluti björgunarpakka ríkisins til ÍLS fór í að bjarga lánþegum sjóðsins (110% leið) svo sjóðurinn þyrfti ekki að leysa íbúðir til sín.

    Voruð þið framsóknarmenn að lofa 90% lánum í kosningabaráttunni 2003 þegar þau höfðu verið til staðar frá 1986?!!!!

    Bankarnir þurftu að jafna eða bjóða betur en ÍLS til að ná lánþegum til sín. ÍLS setti því viðmiðið á þessum markaði. ÍLS hélt vöxtum niðri og lánshlutfalli uppi.

    ÍLS er helsta ástæðan fyrir húsnæðisbólunni á Íslandi þótt ekki megi heldur gleyma hlut vaxtabóta þegar kemur að því að hvetja fólk til skuldsetningar.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Ég held Hallur, að Landsdómur sé fyrst og fremst áfellisdómur yfir kerfinu. Öllu heila helvítis klabbinu.

    Það vill bara svo til að Geir var „aðal“ þegar Hrunið varð og sennilegt að það hafi verið eitthvað lítið sem hann, eða aðrir, gat gert.

    Ég sé ekki hverjir eru einhverju bættari með að negla Geir á hlöðuvegginn. Það þarf að ræsta allt út og sópa úr öllum hornum.

  • Hallur Magnússon

    Kaldur Réttur.

    Þú hefur einfaldlega rangt fyrir þér. Lestu eftirfarandi skýrslu sem ekki hefur verið hrakin:

    http://ils.is/library/Skyrslur-og-samningar/Skyrslur/Aðdragandi%20innleiðing%20og%20áhrif%20breytinga%20-.pdf

    Svo skulum við ræða saman.

  • Kaldur réttur

    Það fyrsta sem ég les í þessari skýrslu er þetta kvót í RsA:

    „Þær breytingar sem gerðar voru á útlánareglum Íbúðalánasjóðs árið 2004 voru einnig
    þensluhvetjandi. Breytingarnar á útlánareglunum voru með stærri hagstjórnarmistökum í
    aðdraganda falls bankanna. Þau mistök voru gerð með fullri vitund um líklegar afleiðingar
    aðgerðanna. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Áhrif þeirra urðu enn meiri í alþjóðlegu
    lágvaxtaumhverfi þess tíma. Þessar hagstjórnarákvarðanir og aðrar sem nefndar eru í
    skýrslunni ýktu ójafnvægið í hagkerfinu. Þær áttu þátt í að knýja fram aðlögun með afar harðri
    lendingu. “

    Nú getum við rætt saman!

  • Hallur Magnússon

    Hins vegar er þessi staðhæfing i RsA algerlega hrakin í skýrslunni 🙂

    Enda skoðaði RsA ekki breytingar á útlánareglum – heldur byggði staðhæfingu sína á ummælum stjórnmálamanns sem var í vörn árið 2006 og hins vegar á einhliða upplifun starfsmanns Seðlabankans af einum fundi …

    Þannig hvernig sem þú spriklar – þá hefur þú rangt fyrir þér 🙂

  • Auðvitað ætti Davíð Oddsson að vera fyrir dómi, fyrstur (og kanski einn) manna.

    Hans ábyrgð er viðamikil og fjölþætt, langt umfram það sem gildir um ábyrgð annarra.

    Það var hans stefna og hans framkvæmd á henni sem setti þjóðina á hausinn (fyrst í ríkisstjórnum og síðar sem seðlabankastjóri er átti að vernda fjárhagslegan stöðugleika þjóðarbúsins).

    FYrir Landsdómi hefur verið lýst skipan mála þar sem frelsi bankanna var orðið slíkt að þáverandi stjórnvöld segja sér sæmandi að halda fram að ekkert hafi verið hægt að gera!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur