Laugardagur 17.03.2012 - 09:15 - 2 ummæli

Lýkur útgjaldaþenslu Íbúðalánasjóðs?

Nú fer að styttast í ársuppgjör Íbúðalánasjóðs fyrir árið 2011. Það verður spennandi að sjá hvort nýjum stjórnendum sjóðsins tekst að koma böndum á þá gífurlegu útgjaldasprengju sem varð hjá sjóðnum eftir að Guðmundur Bjarnason hætti sem framkvæmdastjóri.

Í árshlutauppgjöri Íbúðalánasjóðs vegna fyrstu 6 mánuða ársins 2011 kom í ljós að rekstrarkostnaður Íbúðalánasjóðs hafði hækkað um 43% miðað við fyrstu 6 mánuði ársins 2010 – en Guðmundur Bjarnason var framkvæmdastjóri sjóðsins fyrri hluta ársins 2010 og lét af störfum 1. júlí 2010.

Það fór reyndar sérkennilega hljótt í umræðunni þessi gífurlega hækkun rekstrarkostnaðar á fyrstu 6 mánuðum ársins 2011, en þess má geta að fjöldi starfsfólks Íbúðalánsjóðs jókst um rúm 30% frá árinu 2009 til 2012. Stærsti hluti þeirrar aukningar varð eftir að Guðmundur Bjarnason fór á eftirlaun.

Launaskrið virðist hafa verið mjög mikið innan Íbúðalánasjóðs eftir að nýir stjórnendur tóku við þrátt fyrir að stjórnvöld hafi lagt áherslu á sparnað í rekstri ríkisins og ríkisfyrirtækja – en Íbúðalánasjóður er í 100% eigu íslenska ríkisins.

Já, það verður spennandi að sjá hvort stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafi náð að koma böndum á útgjaldaaukninguna síðari hluta ársins 2011.

Að lokum er ekki úr vegi að minna á lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs eins og það er skilgreint í 1. grein laga um húsnæðismál:

„Tilgangur laga þessara er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.“

 

PS: VERÐ AÐ LEIÐRÉTTA RANGFÆRSLUR Í PISTLINUM. FJÖLGUN STARFSMANNA ÍBÚÐALÁNASJÓÐS VAR RÚM 50% EN EKKI RÚM 30%.  VAR MEÐ GAMLAR TÖLUR!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Halldór Guðmundsson

    Í Noregi hjá Nordia bankanum, fær ungt fólk 90% lán á 3.6% vöxtum til íbúðarkaupa, og engin verðtrygging.
    Ef þetta er rétt sem þú segir hér að ofan, þá er sennilega langt að bíða þess að Íbúðalánassjóður geti boðið eitthvað svipað, maður gæti sætt sig við 4-4.5% vexti.
    Sennilega þarf veruleg tiltekt að eiga sér stað fyrst hjá Íbúðalánasjóði.

  • Krafan var hjá nýjum forstjóra að raða inn mönnum sem voru annaðhvort gamlir bankamenn eða þeirra góðkunningjar í gegnum ýmsar stórar hugmyndir. Það má alveg færa rök fyrir því að svo eigi að vera en þetta verður að skýra betur. Hefði talið að það ætti að fækka fólki

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur