Þriðjudagur 20.03.2012 - 01:20 - 1 ummæli

Eftirsjá af stjórnarformanni ÍLS

Það er eftirsjá af hinum skelegga hagfræðingi Katrínu Ólafsdóttur sem til skamms tíma gegndi stöðu formanns stjórnar Íbúðalánasjóðs en þarf nú að hætta sem slíkur þar sem hún hefur verið skipuð í peningamálanefnd Seðlabanka Íslands.

Ég hef átt nokkur samskipti við Katrínu frá því hún tók við stjórnarformennsku. Katrín hefur tekið á málum af mikilli festu og fagmennsku sem er svo mikilvæg í opinberri stjórnsýslu. Að sjálfsögðu tekur það tíma að setja sig inn í nýja hluti og því sérstaklega slæmt að missa Katrínu einmitt þegar hún var búin að ná afar góðum tökum og afla sér víðtækrar þekkingar á viðfangsefninu.

Ég batt miklar vonir við Katrínu í því stefnumótunar og uppbyggingarferli sem verður að vera hjá Íbúðalánasjóði á næstu misserum og treysti henni 100% til að ná fram markvissum og og hagkvæmum rekstri Íbúðalánasjóðs eftir kostnaðarsamt yfirgangstímabil undanfarinna mánaða.

Það verður spennandi að sjá hver tekur við keflinu í því erfiða embætti sem stjórnarformennska í Íbúðalánasjóði er. Vonandi verður það einhver á svipuðu „kaliberi“ og Katrín. Hvorki Íbúðalánasjóður né þjóðin má við öðru.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anna Benkovic

    Það er eftirsjá af þér Hallur. Þú varst alltaf hreinn og beinn!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur