Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins hefur áhyggjur af Framsóknarflokknum. Það er ástæða til þess. Vandamálið er hins vegar að það þarf ekki að hafa áhyggjur af Framsóknarflokknum einum heldur þarf að hafa áhyggjur af flokkakerfinu í heild sinni.
Þróun stjórnmálaflokkanna allra hefur ekki verið góð undanfarin ár. Óbilgirni og átök hafa alls staðar aukist í stað þess að byggja stjórnmálastarfið á samvinnu og jákvæðri uppbyggingu.
Stjórnmálaumræðan hefur einkennst annars vegar af neikvæðu niðurrifi og hins vegar gagnrýnilausu barnalegu sjálfshóli. Þessu þarf að breyta. Ekki bara hjá Framsóknarflokknum sem Jón Sigurðsson hefur áhyggjur af – heldur einnig hjá Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki og VG.
Það skiptir máli fyrir framtíð Íslands.
Rita ummæli