Föstudagur 03.08.2012 - 10:24 - 3 ummæli

Framsóknarsmokkarnir

Baráttan fyrir bættu aðgengi að ódýrum smokkum var eitt af merkum baráttumálum okkar í Félagi ungra Framsóknarmanna í Reykjavík frá því haustið 1985. Þá voru smokkakaup feimnismál og aðgengið einungis í apótekum og á Núllinu í Bankastræti. En þrátt fyrir að baráttumálið hafi farið fyrir brjóstið á sumum miðaldra og þaðan af eldra Framsóknarfólki þá náði málið inn í kosningaskrá Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1986.

Aðrir stjórnmálaflokkar leiddu smokkamálið hjá sér.

Baráttumál okkar náðist hins vegar á flug nokkrum mánuðum síðar þegar heilbrigðisyfirvöld hófu að takast á við eyðnivánna sem þá hafði magnast og formaður Framsóknarflokksins Steingrímur Hermannsson sat fyrir á áróðursplaggati með smokk í hönd!

Ástæða þess að ég rifja þetta upp er að þrátt fyrir að bylting hafi orðið í aðgengi að smokknum þá er einungis hálfur sigur unninn í þessu gamla baráttumáli ungs Framsóknarfólks í Reykjavík.  Smokkar eru ennþá allt of dýrir og kostnaður við þá veldur því að unglingar sem farnir eru að stunda kynlíf sleppa því að kaupa smokka.

Smokkar eiga að vera staðalútbúnaður í útilegum ungs fólks. Maður veit aldrei …

Sem betur fer standa ýmis samtök fyrir því að dreifa ókeypis smokkum kring um útihátíðir. (Sama fyrirkomulag og á ólympíuleikunum 🙂 ) Þá getur ungt fólk nálgast ókeypis smokka í Hinu húsinu.

En hátt verð á smokkum er vandamál.

Það er lágmark að stjórnvöld taki þátt í baráttunni við kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir með því að afnema virðisaukaskatt af smokkum!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Sæmundur Halldórsson

    Er þetta ekki einn af syndasköttunum, rétt eins og ofurskattar og tollar á tóbak, áfengi bensín, snyrtivörur og annan syndsamlegan lúxus? Okkur er talin trú um að við verðum fullráða og jafnvel fullorðin á ákveðnum tímapunkti. En ríkið veit betur. Big Mama is watching you!

  • Jón Ingi

    🙂 Skemmtileg upprifjun. Kannski er þarna komin skýringin á hvað Framsóknarmönnum hefur fækkað ?

  • Gott mál. En sá „böggull fylgir skammrifi“ að verulega hefur fækkað í framsókn síðan 1986. Kannski er þarna skýringin fundin!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur