Lánasjóður íslenskrar námsmanna er í skipulagðri aðför að öldruðu fólki sem fyrir margt löngu síðan skrifaði upp á námslán barna sinna sem nú geta ekki staðið í skilum. Böðull ríkisins gegn hóflegri þóknun eru lögmenn Juris.
Ég hélt að LÍN hefði hætt að elta aldraða til að hafa af þeim ellilífeyrinn upp í námsskuldir barnanna. En svo er ekki ef marka má orð elskulegrar stúlku hjá Juris sem tjáði mér að „við stefnum ábyrgðamönnum til innheimtu skuldarinnar“.
Áður en lengra er haldið og til að koma í veg fyrir allan misskilning þá er bæði ég og konan mín löngu búin að greiða upp námslánin okkar.
Ástæða þess að ég hef orð á þessari ósvinnu LÍN og Juris er að ég fékk í hendur ítrekun til ellilífeyrisþega þar sem segir ma:
„Hér með er ítrekuð áskorun á yður að greiða ofangreinda kröfu innan 10 daga frá dagsetningu bréfs þessa. Að öðrum kosti verður krafan innheimt með aðför eða fyrir atbeina dómstóla, sem hefur stóraukinn kostnað í för með sér fyrir yður.“
Ellilífeyrisþeginn sem hingað til í lífinu staðið í skilum með sitt stendur nú frammi fyrir tveimur kostum. Reyna að klípa af ellilífeyrinum sem nú þegar hrekkur skammt en dugir vegna mikillar nægjusemi og þannig óhjákvæmilega lenda í vanskilum við aðra – eða sæta aðför og málarekstri fyrir dómstólum.
Já, mikil er stórmennska LÍN!
Nú er bara fyrir fólk að fara sömu leið og hæstaréttardómarinn, sem komist hafði að því að ábyrgðin var útrunninn. Málið er nefnilega að minnsta kosti hér á árum áður höfðu ábyrgðir takmarkaðan líftíma.
Þeir sem fá svona kröfur, hvort heldur frá LÍN eða öðrum, eiga að fara fram á að viðkomandi aðili sanni að ábyrgðin sé enn í fullu gildi. Ég hef séð innheimtubréf frá banka þar sem verið var að ganga að aðila vegna ábyrgðar sem rann út árið 2007 og í öðru tilfelli 2002! Það er tíu árum áður en innheimtuaðgerð hófst! Rétt er því að fá að sjá öll skjól málsins áður en gengið er í að greiða. Ekki taka orð manna trúanleg, eingöngu frumskjöl skipta máli og geti bankinn eða LÍN ekki lagt þau fram, þá hafa þessir aðilar ekkert mál í höndunum.
Skrifaði ekki fólkið sjálft undir að vera ábyrgðarfólk af fúsum og frjálsum vilja? Þegar komið er að ábyrgðinni sem það gekkst undir, þá þýðir ekki að væla um ósanngirni þó auðvitað sé þetta allt hið versta mál sem og fleiri kreppuklemmur.
Er við einhverju öðru af búast af nöðrunni Jóhönnu? mesta svikara í sögu stjórnmála á Íslandi?
Hanna,
ertu full?
Hvaða ömurlega nöðrutal er þetta? Jóhanna Sigurðardóttir hefur nákvæmlega ekkert að gera með hvernig LÍN innheimtir vangreidd lán.
Það er ekkert sjálfsagt að svona ábyrgðir gildi út í hið óendanlega. En séu þær enn í gildi, t.d. af því að þær séu ekki mjög gamlar, nú þá er ósköp skiljanlegt að gengið sé á ábyrgðarmenn ef lántakandi stendur ekki í skilum.
En þetta er engin skipulögð aðför að öldruðum. Aldraðir eru ekki sjálfkrafa lausir undan ábyrgð sem þeir hafa gengist undir, um leið og þeir verða 67 ára.
Stay classy LÍN.
Það er einkennilegt að ganga í ábyrgð og undrast svo að þurfa að standa við það.
Það skiptir engu máli hvort um er að ræða konu eða gamla konu eða hvað annað. Ef viðkomandi er sannarlega í ábyrgð fyrir skuldinni þá á að innheimta hana og ef þurfa þykir ganga að eignum.
Ekkert flókið.
eru ekki landslög um fyrningu? Það á allavega við um GLÆPI. Pedófíla og fleiri, það er ekki rökrétt að aldraðir „ábyrgðarmenn“ skuli falla undir verri „glæp“ heldur en barnaníðingar?
Lögin geta ekki verið svo slæm!