Miðvikudagur 28.11.2012 - 08:00 - 13 ummæli

Sannleikurinn um 90% lán ÍLS!

Enn einu sinni eru komnar á kreik rangfærslur um 90% lán Íbúðalánasjóðs. Það er dálítið sérstakt að tiltölulega virtir hagfræðingar leyfa sér að fara rangt með tímasetningar og láta jafnvel eins og 90% lán hafi verið fundin upp eftir árið 2000.  Því er ekki úr vegi að birta töflu sem sýnir hlutfall 90% lána Húsnæðisstofnar og Íbúðalánasjóðs frá árinu 1986 – 2004.

 

 

Það eru áratugir síðan 90% lán voru innleidd. Þau nánast hurfu á höfuðborgarssvæðinu árið 2004 og árin eftir það. Andstætt því sem haldið hefur verið fram.
Smellið á myndina til að sjá hana betur.

 

Þeir sem vilja fræðast um það hvernig ferill 90% lána raunverulega var geta skoðað staðreyndir málsins í þessari skýrslu – en hingað til hefur ekki eitt atriði í skýrslunni verið hrakið:   Aðdragandi, innleiðing og áhrif breytinga á útlánum Íbúðalánasjóðs 2004, greinargerð vegna Rannsóknarskýrslu Alþingis 

Auðvitað er ýmislegt sem mögulega hefði betur mátt fara í stjórnun Íbúðalánasjóðs á þessum árum. En það er með ólíkindum að horfa upp á menn éta gagnrýnilaust upp staðreyndavillur hver eftir öðrum.  Það voru ekki 90% lán Íbúðalánasjóðs sem eru orsök vanda sjóðsins í dag.

Orsökin er fyrst og fremst efnahagshrunið sem varð í kjölfar meðal annars gegndarlausum óheftum fasteignatryggðum lánum bankakerfisins haustið 2004 og langt fram á ár 2005. Útlán Íbúðalánasjóðs skiptu nánast engu máli í því samhengi – og aldeilis ekki þau 40 raunverulegu 90% lán sem sjóðurinn lánaði til fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu 2005.

… greiðsluerfiðleika fjölskyldnanna í landinu eru ekki hóflegum lánum ÍLS að kenna!

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Bergsteinn Sigurðsson

    Það er skrítið hvernig þessi misskilningur komst á kreik. Það mætti halda að Framsóknarflokkurinn hefði haldið þessu fram sjálfur.

    http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251382&pageId=3469730&lang=is&q=90%20l%E1n

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Við hverju býstu?

    Fjármálakerfið og fjölmiðlar eru sérfræðingar í hjarðhegðun.

  • Hallur Magnússon

    En Bergsteinn minn. Þetta gekk bara alls ekki svona eftir 🙂 Það átti að hækka lán í áföngum á kjörtímabilinu og 90% af hóflegu íbúðaverði vorið 2007. Þetta ferli fór bara aldrei í gang – því bankarnir voru búnir að sprengja allt í loft upp. Það er staðreynd málsins 🙂

    Lestu nú skýrsluna svo þú fáir rétta mynd af þróuninni.

  • kristinn geir st. briem

    fanst þetað góð skyrla á eftir að fara betur yfir hana. en þar sem ég er latur maður langar mig að vita afhverju ibúðarlánasjóður mátti ekki greið upp lán var það í samníngum við lífeyrisjóði eða var það í lögum um íbúðarlánsjóð þar sem ég geri ráð fyrir að þú sért sá hinn sami og gerði skýrluna veistu senilega svarið.

  • Hallur.
    Hvers vegna lagði Framsóknarflokkurinn höfuð áherslu á 90% lán í kosningum 2003 ef þau voru þegar komin. Það var því miður örvæntingafull viðbrögð Framsóknar við skoðanakönnun sem kom flokknum til að ganga lengra í lánum en áður þekktist sem hleypti af stað verðhækkunum á húsnæðismarkaði og leiddi til bólu. Einkabankarnir gripu þetta á lofti og fóru síðan í 100% lán og enn hækkaði markaðurinn.

    Mannstu nokkuð eftir þegar formaðurinn brosti í fyrsta sinn á ævinni í sjónvarpi, og fékk fína kosningu. Ríkistjórninni reddað og Framsóknarmenn sigldu hamingjusamir til móts við nýja tíma, Birkir Jón komst inn vegna 90% lána og fleiri.

    Nóg um það, Framsóknarmenn ættu að fara vandlega yfir þetta tímabil í sögu flokksins.

    • kristinn geir st. briem

      já ólafur senilega þurfum við það en ekki útaf 90% lánunum en eins og kristur sagðí sá er sindlaus er kasti fyrsta steininum. Bíst við að aðrir flokkar séu ekki sindlausir. Hvort birkir jón komst bara inn vegna 90% eld ég varla. Nonkuð stór fulliðing að það hafi hækað húsnæðisverð, því bankarnirfóru straxs í stríð víð 90% lánin þeir þóttust missa einhver viðskipi með réttu eða röngu. ég vona að við framsóknarmen gjetum lært af mistökum okkar, það virðis þessi ríkistjórn ekki gera þau eru að gera sömu mistökin með bankana.

    • Hallur Magnússon

      Ólafur.

      Kosningamál Framsóknarmanna var að innleiða ALMENN 90% lán á hóflega íbúð og gera það í áföngum í takt við efnahagsástand á kjörtímabilinu. Það var meira að segja lagt fram plan þar sem skýrt kom fram að 90% markinu skyldi náð í maí 2007.

      Áður höfðu 90% lán verið veitt til leiguhúsnæðis og til þeirra sem voru undir ákveðnum tekju og eignamörkum. Þannig hafði það verið í einni eða annarri mynd frá því á árum Jóhönnu sem félagsmálaráðherra.

      Þetta ferli Framsóknarflokks var bara ekki hafið þegar bankarnir ruddust inn á fasteignalánamarkaðinn haustið 2004 með allt að 110% lán án hámarksfjárhæðar. Reyndar hafði ferlinu verið frestað vegna efnahagsástandsins!

      Ekki gleyma því heldur að bankarnir voru ekki að lána neinum íbúðalán árið 2003 þegar loforðið um hærra lánshlutfall til allra í stað útvalinna ver gefið. Í ágúst 2004 lánuðu bankarnir samtals 10 stk íbúðalán að samtals um 100 milljónir krónar. Á næstu 3 mánuðum – áður en Alþinmgi veitti heimild til 90% lána – þá lánuðu bankarnir þúsundir lána að samtal um 200 milljarða króna!

      Það hafði því enga þýðingu að fresta innleiðingu almennra 90% lána til ársins 2006 og 2007 af efnahagslegum ástæðum. Fólk hafði hvort eð er aðgang að lánum sem voru miklu hærri en afar lág hámarkslán ÍLS. Enda tók enginn á höfupborgarsvæðinu 90% lán – þar semhámarkslán ÍLS sem haldið var niðri – dugði yfirleitt ekki fyrir nema 50-70% af hóflegri íbúð á meðan bankarnir lánuðu amk. 90% ÁN HÁMARKSFJÁRHÆÐAR!

      Hluti af núverandi vanda Íbúðalánasjóðs er að sjóðurinn var skikkaður til að taka yfir slík ofurlán frá bankakerfinu – þar sem fjárhæð slíkra lána er 2x jafnvel 3x hámarksfjárhæðar lána ÍLS!

  • À landsfundi 2009 sagði hagfræðingurinn Geir Haarde að það hefðu verið mistök að leyfa Framsökn að fara af stað með 90% lánin. Ef einhver þá hefði Geir átt að vita það.

    • Hallur Magnússon

      Geir Haarde var að reyna að krafsa yfir eigin mistök með því að benda RANGLEGA á annað. Það var verið að sækja að honum vegna skattalækkana á röngum tíma – sem áttu simnn þátt í þenslunni. Reyndar fór hann rangt með á þessum Landsfundi – hélt því fram að breytingar yfir í 90% lán hefðu verioð gerðar áður en bankarnir ruddust inn á markaðinn – sem augljóslega er algerlega rangt.

      Hvor Geir er hagfræðingur eða ekki skipti ekki máli í aðdraganda hrunsins og viðbrögð þá – er það Stebbi?

      • Málið er Hallur að í stað þess að berjast gegn lánavitleysunni þá gerði Framsókn þetta að kosningamáli 2003 ofan í þenslu sem þegar var til staðar á byggingamarkaði m.a. vegna Kárahnjúka. Vitaskuld komu bankarnir að málum en þeir stjórnmálamenn sem áttu að vera á vaktinni og áttu að skynja hvað var í gangi gerðu það ekki. Þeim var helst hugleikið að tryggja þingsæti sín með loforðum sem ekki standa samanber „Ísland án eiturlyfja árið 2000“ nokkrum árum áður. Geir hafði áttað sig á því á landsfundinum, en of seint, þrátt fyrir að vera menntaður í að túlka tölulegar stærðir sem hagfræðingur og líka sem stjórnmálamaður.

        Fróðlegt er að skoða hlutfall markaðsverðs á m2 í fjölbýlishúsi frá Þjóðskrá á móti fermetraverði fjölbýlishús, þ.e. kostnaðarverði frá Hagstofu.

        Ár…………………Hlutfall
        1985-1999………1,17
        2000-2003………1,38 Bygging Kárahn. hefst. Kosn.loforð um 90% lán.
        2004-2008………1,90 Erlent fjármagn, 100% lán banka. Hlutf. fór í 2,1.
        2012……………..1,35 Ekki enn komið á stig sem ríkti fyrir bólu??

        Hlutfallið 2004-2008 er mælikvarði á þann vanda sem fólk er í sem keypti sér húsnæði á þeim tíma. Dæmi um einfaldan talnaleik sem vekur margar spurningar.

  • Hallur Magnússon

    Þetta er ekki rétt hjá þér Stebbi.

    Það var alltaf grundvallaratriði í innleiðingu 90% lánanna að slík innleiðing yrði í takt við efnahagsástand. Þess vegna var innleiðing 90% lána ekki hafin árið 2004. Áætlanir voru um að fresta innleiðingu til áranna 2006 og 2007 þegar áhrifa Kárahnjúkavirkjunar hætti að gæta.

    Þessi frestun var ljós um áramótin 2003 þegar félagsmálaráðherra tilkynnti að ákvörðun um innleiðingu almennra 90% lána yrði ekki tekin fyrr en að niðurstaða ESA við kæru banka gagnvart ÍLS lægi fyrir.

    Niðurstaða ESA lá fyrir í byrjun ágúst 2004. Í kjölfarið – í
    ágústmánuði – ruddust bankarnir sem fram að þeim tíma höfðu ekki verið á íbúðalánamarkaði – inn á fasteignalánamarkaðinn með 200 milljarða innspýtingu á 3 mánuðum og settu efnahagslífið á hvolf. Ekkert hámarkslán bankanna og allt að 110% lán!

    Það voru engin almenn 90% lán Íbúðalánasjóðs komin á þeim tíma – og stóð ekki til að svo yrði fyrr en 2006 vegna efnahagsástandsins.

    Meira að segja hafði verið hætt að lána 90% viðbótarlán frá 1. júlí 2004!

    Það var ekki fyrr en í desember 2004 sem Alþingi heimilaði ÍLS að veita almenn 90% lán. Þá var engin ástæða til þess að bíða með þau þar sem þau lán með afar lágu hámarksláni skiptu engu til eða frá efnahagslega eftir innkomu bankanna.

    • Ef það er rétt sem þú segir um hve stjórnvöld voru meðvituð þá er aðgerðarleysi þeirra himinhrópandi. T.d. hefði áróður gegn 100% lánunum og því hvaða alfleiðingar þær hefðu á verðlag fasteigna, eins taflan mín ber með sér, getað bjargað mörgum sem nú berjast í bökkum frá röngum ákvörðunum. Sem minnir mann á Þjóðhagsstofnunina sálugu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur