Þriðjudagur 27.11.2012 - 11:45 - 7 ummæli

Óþörf útlánakrísa ÍLS

Íbúðalánasjóður býr nú við heimatilbúna útlánakrísu sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjóðinn.  Ástæða útlánakrísunnar er allt of lág hámarkslán sjóðsins. Hámarkslánið hrekkur skammt til kaupa á hóflegu húsnæði.

Ríkisstjórnin og Velferðarráðherra bera ábyrgð á þessari útlánakrísu. Tregi til að hækka hámarkslán hefur ekki einungis þvingað almenning til þess að taka bankalán vegna íbúðakaupa heldur hefur sá tregi komið í veg fyrir aukna atvinnu í steindauðum byggingariðnaði með tilheyrandi verðmætasköpun.

Steininn tekur úr þegar formaður Velferðarnefndar Alþingis sem á vera hagfræðimenntuð og þekkja lögmál fjármálamarkaðarins blaðrar eins og hver önnur kjaftakerling um málefni Íbúðalánasjóð á alþjóðavettvangi og gerir stöðu sjóðsins ennþá erfiðari!   Enda þurfti að loka á viðskipti með íbúðabréf í kjölfar illa ígrundaðs blaðurs verðandi 1. þingmanns Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • ER hún svo mikil kjaftakelling. Sagði hún ekki bara sannleikan eða hluta hans,, eða það held ég.

  • Gísli Baldvinsson

    „Ríkisstjórnin og Velferðarráðherra bera ábyrgð á þessari útlánakrísu. Tregi til að hækka hámarkslán hefur ekki einungis þvingað almenning til þess að taka bankalán vegna íbúðakaupa heldur hefur sá tregi komið í veg fyrir aukna atvinnu í steindauðum byggingariðnaði með tilheyrandi verðmætasköpun.“
    Bíddu nú við Hallur minn. Eftir setu félagsmálaráðherra Framsóknar 2007 þá fékk sú stjórn/ráðherra það í fangið sem var hreinn óskapnaður. Þarf ég að rifja það upp?

  • Hallur Magnússon

    Gísli. Endilega rifjaðu það upp. En segðu þá sannleikann og éttu ekki upp bullið og ruglið sem búið er að setja upp um ÍLS.

    Það var ekki félagsmálaráðherra Framsóknar sem bar ábyrgð á geðveikri innkomu bankanna á fasteignalánamarkað sem setti Ísland á hausinn með öðru.

    Það er merkilegur andskoti að menn koma nú fram í hrönnum með staðreyndavillur sem einfalt hefði verið að tékka af. Nú síðast Már Wolfgan Mixa sem heldur því fram að 90% lán Íbúðalánasjóðs hafi verið sett á árið 2001. Hið rétt er að 90% lán hafa verið´tils taðar frá 1989 – og 80% lán frá 1986.

    Ef Mixa á við viðbótarlánin 90% sem voru annað form þeirra 90% lána sem voru við lýði fyrir 1999 – þá var það árið 1999 sem þau lán komust á.

    Bendi þér á að lesa skýrslu sem hingað til hefur ekki að neinu leiti verið hrakin – enda staðreyndir einar:

    http://www.ils.is/library/Skyrslur-og-samningar/Skyrslur/Aðdragandi%20innleiðing%20og%20áhrif%20breytinga%20-.pdf

  • Guðmundur Guðmundsson

    Á Íslandi var blásin upp ein sú svæsnasta fasteignabóla sem sést hefur á byggðu bóli. Orsakirnar eru öllum kunnar.

    Bólan sprakk síðan framan í andlit þjóðarinnar í kjölfar hrunsins. Enn vilja þó margir meina að töluvert loft sé eftir í bólunni, þ.e.a.s að fasteignaverð sé enn óeðlilega hátt. Þetta vegna tregðu Fjármálastofnanna til að viðurkenna eigin mistök á veislutímanum.

    Sumir vilja líka meina að jöklapeningar séu farnir að leita inn á fasteignamarkaðinn, sem skekkir myndina enn frekar.

    Þarf ekki fasteignaverð að komast niður á jörðina, á einhvern svipaðann stað og það var áður en öll atburðarásin hófst ?

    Er það hlutverk ríkisins að viðhalda óraunhæfu fasteignaverði ?

  • Það hrekkir Framsóknarmenn þegar þingmenn segj heiðarlega frá svona líkt og mannaþefur tröll.

  • Svarið við útlánatöpum ÍLS er sem sagt að lána meira?

    Staðreyndin er sú að það er sáralítil eftirspurn eftir verðtryggðum lánum í dag og það er einnig staðreynd að eiginfjár gatið er líklega að minnsta kosti tvöfalt meira en það sem er verið að plástra núna.

    Það átti að einkavæða þennan bastarð fyrir löngu síðan, enda er það blóðugt fyrir fólk sem ekki eru lántakar hjá sjóðnum að niðurgreiða fasteignakaup þeirra sem það eru. Samtals stendur þessi niðurgreiðsla nú í ca 50 milljörðum króna ef bara eru tekin eiginfjárframlög síðustu 5 ára.

    ÍLS er hugarsmíð Jöhönnu Sigurðardóttur og er eins og flestar hennar hugmyndir ákaflega vond.

  • kristinn geir st. briem

    vandi er að finna rétt verð á húsnæði mun ekki hæri lán og auðfeingnari bara hækka húsnæðið í verði síndi það sig ekki í bólunni. það er vandmeðfarinn meðalvegurinn væri hægt að miða við meðal verð byggíngarkosnaðar því ef verð húsnæðis hækkar stöðugt en laun ekki munu láglaunamenn ekki keipt sér húsnæði. verð ekki bara bankar og opinberir aðilar að komast að samkomulagi svo að húsnæði rjúki ekki uppúr öllu valdi erum við að sjá nýja bólu ég held það

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur