Sjálfstæðisflokkurinn er patt í íslenskri pólitík eftir landsfund sinn um helgina. Samningsstaða flokksins gagnvart eina mögulega samstarfsaðila sínum – Framsóknarflokknum – er afar veik. Hörð andstaða landsfundarins gegn aðildarviðræðum að Evrópusambandinu gerir það að verkum að samstarf við Bjarta framtíð og Samfylkingu er varla inn í myndinni. Hvað þá samstarf við VG sem vil klára aðildarviðræður á næsta ári.
Eftir stendur Framsóknarflokkurinn einn og sér. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar val. Því þótt flokksþing hans hafi ályktað að hag Íslands sé betur borgið utan ESB og að það beri að leggja það í dóm þjóðarinnar hvort halda skuli aðildarviðræðum áfram, þá hefur Sigmundur Davíð tjáð sig á þann hátt í fjölmiðlum að hann getur eftir kosningar sagt sem svo:
„Auðvitað átti að kjósa um það samhliða Alþingiskosningum hvort Ísland skuli halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. En það var illu heilli ekki gert. Því er ekkert annað að gera en að gefa aðildarviðræðunum 1 ár til viðbótar og leggja stöðu málsins þá fyrir þjóðina. Við megum ekki láta endurreisn íslenskra heimila bíða“.
Með því er Sigmundur Davíð búinn að galopna nýja möguleika á stjórnarmyndun og gæti þess vegna farið í ríkisstjórn með VG og Bjartri framtíð. Eða VG og Samfylkingu. Eða Samfylkingu og Bjartri framtíð. Hann getur það vegna þess að VG og Samfylking eru komin með nýja frjálslynda leiðtoga í stað hinna gömlu sem Sigmundur hefði tæpast geta starfað með.
Björt framtíð er nýtt afl sem ekki er erfitt að réttlæta fyrir Framsókn að vinna með – þegar Sigmundur Davíð hefur leyst ESB hnútinn.
… og svo getur Framsókn farið í ríkisstjórn með einangruðum Sjálfstæðisflokks hvers formaður verður að komast í ríkisstjórn til að lifa af í pólítík.
Þannig að Framsókn er mð mörg tromp á hendi meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur hundunum eftir að hafa kastað frá sér þeim fáu trompum sem hann hafði!
Það virðist í fyrstu sýn að það hefði verið rétt að kjósa um að sækja um aðild. Hinsvegar má ekki útiloka það að umræðan hefði farið á sama veg og nú og þá á þeim forsendum að þetta sé aðlögunarferli og ekki í samræmi við niðurstöðu kosninganna o.s.frv. Stjórnarandstaðan hefði mjög líklega fundið nýjan vinkil til þess eins að valda hefðbundnum fyrirséðum deilum á milli þekktra leikenda á vinstri vængnum. Þetta eru deilur og átök sem finna sér ávallt nýjan vettvang þar sem Sjálfstæðismenn gera vel út frá sér séð að spila á það hljóðfæri
Hallur, ertu kominn i Framsokn aftur?
Sveinn. Nei.
En ég þekki mitt fyrrum heimafólk 🙂
Nú er að upphefjast gósentíð hjá álitsgjöfum í pólitík og eru þó tveir mánuðir í kosningar. Þegar á líður verða þessar vangaveltur svona heldur þreytandi fyrir almenning sem á endanum lætur blaðrið sem vind um eyru þjóta.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur málað sig útí horn, Samfylkingin ásamt hjáleigum er ekki lengur í horninu og því væntanlega á beinu brautinni, VG sveik íhaldið með ályktun sinni í ESB málum, Framsókn er með öll tromp á hendi. Þannig heldur vaðallinn áfram og til þess að krydda spekina fá stjórnmálaforingjarnir góð ráð um það hvernig þeir geti sveigt stefnu flokka sinna að vilja álitsgjafanna.
Er nú ekki ráð að bíða þar til séð verður hvað kemur uppúr kjörkössunum. Kosningabaráttan er rétt að hefjast og nýjustu niðurstöður í skoðanakönnunum hafa lítið gildi og því enginn grunnur að háspekilegum vangaveltum um eitthvað sem hugsanlega kann að gerast í íslenskri pólitík eftir tvo mánuði. Og á endanum eru það kjósendur sem hafa allt í hendi sér og ráða framvindunni.
En auðvitað ríkir málfrelsi og ef einhverjir hafa þá barnslegu þörf að spá og spekúlera þá geta þeir það óhindrað og svo eru það atvinnuálitsgjafarnir úr háskólaumhverfinu sem ná aðeins að drýgja tekjurnar með speki sinni. En niðurstaðan er eftir sem áður hin sama. Spádómar og vangaveltur sem eru einskis virði.
Ha? Ég hef misst af því þegar þú hættir í framsókn Hallur. Hvað sem því líður er stefna Framsóknar orðin skýr varðandi verðtrygginguna og leiðréttingar. Stefna xD er ekki eins afgerandi. Þetta mun valda núningi. Ekki hjá flokksmönnum xD heldur hjá forystu xD sem er í afneitun varðandi vilja eigin flokksmanna og þjóðarinnar í þessum efnum.
Svo sem áhugaverðar hugleiðingar og eflaust eiga ýmsir álitsgjafar eftir að velta sér upp úr ýmsum hliðum og samsæriskenningum ..
– en það eru svo yfirgnæfandi líkur á að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fari saman í næstu ríkisstjórn að kosningarnar verða ekki einu sinni spennandi. Þannig er það nú bara.
Hm, athyglisverður vinkill.
Við þessa fléttu myndu þá væntanlega 1-2 þingmenn yfirgefa flokkinn (við munum eftir einum sem gekk í Framsókn af því að VG var of hallt undir að ganga í ESB 🙂 ) Ekki að það þyrfti að vera neitt slæmt fyrir Sigmund.
Af því að þú ert að nota skákskýringar hér, þá er það miklu frekar Samfylkingin sem á fáa leiki í þröngri stöðu vegna þess að ESB málið er í algerri sjálfheldu. Það má því segja að Samfylkingin sé skák í stöðunni og mátið virðist óumflýjanlegt.
Bæði Sjálfssæðisflokkur og Framsókn eru með skýra og einarða stefnu gegn ESB aðild og vilja stöðva aðildarviðræðurnar og meir að segja líka setja rauða spjaldið á ESB-Evrópustofu.
Auk þess ályktaði VG líka hart gegn ESB aðild þó svo að þeir þykist nú vera tilbúnir til þess að leyfa aðildarviðræður í hámark eitt ár í viðbót frá kosningum, til að reyna að réttlæta kosningasvik sín frá 2009
En auðvitað gætu þeir léttilega svikið og sveigt það með miklu færri kjósendur að baki sér, rétt eins og þegar að þeir sviku miklu fleiri kjósendur sína árið 2009 þegar þeir hófu þetta óláns ESB ferli með Samfylkingunni.
BF fær líklega eitthvað fylgi en það verður minna en kannanir hafa sýnt og samanlagt verður höfuðbólið S og hjáleigan BF með minna fylgi en Samfylkingin ein fékk síðast. Þeir verða því ekki til stórræðnanna og setja enginn skilyrði. ESB umsóknin verður borin til grafar eftir kosningar.