Fimmtudagur 07.03.2013 - 20:39 - 2 ummæli

Fullkomin firring barnaverndarráðherra?

Það fauk verulega í mig að sjá fyrrverandi barnaverndarráðherra til margra ára koma eins og af fjöllum af áhrifamiklum fundi með börnum sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi láta eins og þetta sé nánast í fyrsta skipti sem ráðherrann stendur frammi fyrir börnum sem á hetjulegan hátt lýsa hræðilegri lífsreynslu sinni.

Fyrirgefið – ég ætla að láta ráðherran njóta vafans og viðurkenna strax að ég geti haft rangt fyrir mér – en fyrir mér lítur þetta sem „fjölmiðlastönt“ korter fyrir kosningar.

Það er 110% klárt að börnin sem voru að lýsa hræðilegri lífsreynslu sinni eru algerar hetjur að koma svona fram og segja sannleikann.

En hafi þessi sári sannleikur komið ráðherranum svona á óvart – þá er hún firrtari en ég hélt!

Ráðherrann var ráðherra barnaverndarmála líklega þrisvar sinnum lengur en ég var félagsmálastjóri. Líklega jafn lengi og ég vann með börnum og ungmennum gegnum félagsmiðstöðvar og þjálfun í íþróttafélögum. Þótt ég bæti við þeim tíma sem ég sat í Velferðarráði!

Þrátt fyrir tilheyrandi þagnarskyldu sem ég mun aldrei brjóta – þá get ég fullyrt að ráðherrann var ekki í fyrsta skipti að hlusta á hræðilegar frásagnir misnotaðra barna!

… og til ykkar þarna úti – þá er verk fyrir höndum að aðstoða þau allt of mörgu börn sem hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi!

http://www.ruv.is/frett/%E2%80%9Eahrifamesti-fundur-sem-eg-hef-setid%E2%80%9C

PS.  Aðstoðarmaður Velferðarráðherra hefur eytt athugasemdum mínum vegna þessa máls af athugasemdakerfi sínu á Facebook og hótar nú að henda mér út af vinalistanum. Allt vegna þess að mér finnst óeðlilegt að velferðarráðherrann fyrrverandi láti nú eins og að skelfilegur raunveruleiki barna sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi sé nýr veruleiki fyrir henni. Sérstakt að upplifa ritskoðun sem þessa … fyrir að minna á þau fjölmörgu börn sem EKKI fengu athygli ráðamanna í kjölfar ofbeldis gegn þeim!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Það er nákvæmlega sama hvar er borið niður – þessi „kona“ ER gersamlega veruleikafirrt á öllum sviðum. Hún hefur aldrei talað við fólkið eftir að hún varð ráðherra – hvað þá stappað í okkur stálinu eða gert minnstu tilraun til að gefa fólki von eftir hrun.

    Það verður landhreinsun að losna við hana af þingi.

  • Ekki veit ég hvað Jóhanna hefur gert eða látið undir höfuð leggjast að gera. Lýsingar þessarra barna voru ábyggilega hræðilegar að hlusta á. Spurningin er hvernig komum við í veg fyrir að þetta hætti og börnin okkar þurfi ekki að upplifa eða óttast að upplifa svona nokkuð. Við getum aldrei komið í veg fyrir glæpi sama hverjir eru. Getum við fækkað þeim t.d. með forvörnum þá er það gott og við eigum að auka fé til þessarra mála.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur