Fimmtudagur 07.03.2013 - 06:53 - 4 ummæli

Hjólað í Gísla Martein

Það hefur verið vinsælt að hjóla í Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa vegna baráttu hans fyrir bættum hag hjólreiðamanna í borginni. Fyrst voru það furðulostnir samflokksmenn hans sem áttu erfitt með að skilja að Sjálfstæðismaður og frjálshyggumaður skyldi tala fyrir því að Reykjavíkurborg   Í þeirra huga voru fullorðnir hjólreiðamenn skrítnar skrúfur eða anarkistar eða rauðvínskommar. Alls ekki „góðir og gegnir Sjálfstæðismenn“.

Vinstri menn tortryggðu baráttu Gísla Marteins af sömu ástæðu. „Vinstrið“ átti að eiga hjólreiðarnar. Þetta hlaut að vera einhverskonar djúphugsað pólitískt plott sem Gísli Marteinn og Hannes Hólmsteinn hefðu kokkað í stjórnmálafræðitíma í Háskólanum.

… og ennþá er verið að hjóla í Gísla Martein vegna þessa baráttumáls han ef marka má skemmtilega óveðursbloggfærslu hans.

En frændi minn Gísli Marteinn lét ekki deigan síga. Hann hélt áfram baráttu sinni fyrir bættum hag hjólreiðamanna í borginni. Baráttu sem skilað hefur Reykvíkingum stórbættum reiðahjólasamgöngum og Gísla Marteini ófáa háðsglósuna.

Núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur einstaka sinnum reynt að slá sér á brjóst og láta líta út að hann sé „hjólreiðameirihlutinn“.  Auðvitað ber að þakka þeim fyrir það sem gott hefur verið gert og mun verða gert hjólreiðamálum. En það má ekki gleyma því að Gísli Marteinn á – að öðrum ólöstuðum – einn stærsta þátt í mikilli uppbyggingu á hljólreiðaleiðum í höfuðborginni.

Það skal hann eiga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Héðinn Björnsson

    Þvílíkt bull.

    Þó Gísli Marteinn hafi talað mikið um hjólreiðar og ágæti þeirra er fáránlegt að halda því fram að hann einn eigi „stærsta þátt í mikilli uppbyggingu á hjólreiðaleiðum í höfuðborginni.“ Gísli hefur gert góða hluti í að vekja áhuga á hjólreiðum. En að hann, prívat og persónulega, eigi heiður að uppbyggingu hjólreiðastíga er ekkert annað en hlægilegt.

  • Rósa Hannesardóttir

    … skilað Gísla Marteini … ófárri háðsglósunni.

    Furðulegur er þágufallsflóttinn.

  • Ásdís Jónsdóttir

    Hann sker sig auðvitað úr meðal Sjálfstæðismanna, sem ekki kæra sig um aðrar samgöngur en einkabíla, og á ekkert nema gott skilið fyrir það.

  • Hallur Magnússon

    Rósa. Algerlega rétt hjá þér. Reyndar hjákátlegt að sjá þetta á prenti – svona þegar líða fer á daginn!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur