Mánudagur 04.03.2013 - 16:34 - Rita ummæli

Björt framtíð skákar Framsókn!

Björt framtíð hefur skákað Framsókn í samstarfi Evrópupsamtaka frjálslyndra flokka!  Framsókn hefur um áratuga skeið og allt fram á það síðasta verið í nánu samstarfi við frjálslynda flokka á heimsvísu gegnum Liberal International. Þar hefur samstarf við frjálslynda flokka í Evrópu lengst af verið mikið.

Núverandi forysta Framsóknarflokksins vildi þó ekki taka upp formlegt samstarf við ALDE – Alliance of Liberals and Democrats for Europe – þegar það stóð til boða fyrir fáeinum misserum.

Nú hefur Betri framtíð greinilega tekið fyrrum stöðu Framsóknarflokksins meðal frjálslyndra flokka í Evrópu!  Það sést best á því að Diana Wallis fyrrum varaformaður Evrópuþingsins og einn af fyrrum leiðtogum ALDE hefur nú tekið sér stöðu með Bjartri framtíð og leikur lykilhlutverk í málstofu Bjartar framtíðar – „Málstofa um frjálslyndi: Mannréttindi og umhverfisvernd í frjálslyndum flokkum í Evrópu (Seminar on liberalism: How liberal partys in Europe deal with human rights and environmetal issues)“.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur