Laugardagur 09.03.2013 - 18:15 - 17 ummæli

Lygarinn Guðmundur rafvirki Ingólfsson

Rafvirkinn Guðmundur Ingólfsson hefur að undanförnu farið mikinn í órökstuddum rógi um mann og annan. Í dag óskaði ég ítrekað eftir rökum þessa angans manns sem virðist bera hatur í hjarta ákveðins hóps fólks á Íslandi. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir mínar um rökstuðning fyrir meiðandi staðhæfingum Guðmundar Ingólfssonar – sem hann eðlilega gat ekki lagt fram – þá greip þessi algerlega rökþrota maður til þess úrræðis að kasta mér út af facebook síðunni sinn.

Sérkennlegt hvert umræða á Íslandi er að þróast. Menn telja sig geta logið hægri vinstri um menn og málefni – og þegar óskað er eftir rökstuðningi – þá er skellt í  lás.

Ég finn til með aumingja manninum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

  • Ragnhildur

    Hann angrar alla ,svo einfallt er það og skil ekki að hann skuli vera enn á FB 🙁 Eg finn ekkert til með honum ,hann grefur sina gröf sjálfur og hjálparlaust ….

  • Magnús Björgvinsson

    Ég vill bara benda á að færslan sem Guðmundur birtir varðandi orkuverð og það að Finnur Ingólfs fái gjöld frá öllu landi er einhver færsla sem Guðmundur deilir frá öðrum. Finnst Hallur hér fara þvílíkt yfir strikið að segja:
    „Lygarinn Guðmundur rafvirki Ingólfsson“ Svona til að byrja með þá er þetta eitthvað sem Guðmundur birtir á facebook þar sem engir nema vinir hans á Facebook sjá þetta. Númer 2 er að hann er deila þarna færslu frá öðurm eins og má sjá fyrir ofan færslu hans. Númer 3 þá á Frumherji held ég flesta rafmagnsmæla að minnsta kosti sér hann um þetta fyrir Orkuveituna og við borgum gjald vegna þess fyrir hvern mæli. Reynar var þetta skv. útboði en manni skilst að þeir einir eigi alla mæla á Höfuðborgasvæðinu.
    Af heimsíðu Frumherja:
    „Í mars 2001 keypti Frumherji hf. alla sölumæla Orkuveitu Reykjavíkur fyrir rafmagn, heitt vatn og kalt vatn og hefur leigt þá til OR síðan þá. Stofnað var nýtt svið um þessa starfsemi, Orkusvið.

    Starfsemi sviðsins hefur með höndum umsýslu sölumæla fyrir raforku og vatn. Um er að ræða allt frá innkaupum til förgunar mælanna, þ.e. innkaup, uppsetningu, niðurtekt, útskipti, viðgerðir, álestur og förgun. Orkusvið á mælana og leigir til orkuveitna samkvæmt samningi þar um. “
    Orkuveitan er t.d. með hitaveitu fyrir allt Suðurland Suðurland og Megnið af Vesturlandi. Sýnist svona lauslega á fréttum skv. google að orkubúið sé líka að skipta við þá.
    Og þar sem að Finnur á í eða á Frumherja er hann í raun að fá tikkandi inn tekjur af orkumælum okkar flestra. Óháð því hvort að hann er að veita þessa þjónustu ódýrt eða dýrt. Ég ætla ekki að fara nánar út í Finn Ingólfs en mikið rosalega varð hann umfangsmikill á skömmum tíma í fyrirtækjum og eignum sem ríkið og borg átti áður.

  • Jón Ingi

    Samkvæmt innskoti Magnúsar sýnist mér að Hallur hafi farið nokkuð yfir strikið að kalla umræddan Guðmund lygara,

  • Hallur Magnússon

    Magnús. Ef bullið í kallinum væri bara þetta – þá værum við ekki að skiptast á skoðunum á þessari síðu. Ósmekklegar órökstuddar staðhæfingar hans í öðru máli – þar sem ég ítrekað óskaði eftir röksemdafærslu fyrir hatursáróðri mannins – voru ástæðan fyrir því að hann gafst upp og lokaði á mig á facebook síðu sinni. Rökþrota maðurinn.

    En fyrst þú tekur upp mæla OR sem Frumherji tók yfir eftir að hafa verið lægstur í útboði árið 2001 – og aftur árið 2006 eða 2007 – þá er vert að halda því til haga að Finnur Ingólfsson – hvað sem mönnum finnst um hann – keypti hlut í Frumherja ári eftir að fyrirtækið var lægst úr útboði öðru sinni. Þannig að árásir á Finn Ingólfsson fyrir að kaupa hlut í fyrirtæki sem sér um mælingar fyrir OR eru náttúrlega galnar …

  • Hallur Magnússon

    Jón Ingi. Ráðlegg þér að kynna þér órökstuddan hatursáróður Guðmundar í öðrum málum áður en þú tjáir þig á þennan hátt gæskurinn …

  • Magnús Björgvinsson

    Sko Hallur ég hef fylgst með skrifum Guðmundar í nokkurntíma þar sem ég er FB vinur hans. Hann eins og ég reifar þar ýmis mál sem hugsanlega má deila um. Hef séð hann skjóta Framsókn það geri ég líka. Og það er bara ýmis mál sem hægt er að deila á. Persónilega hef ég haft óbeit á þeim flokki að mestu síðan að menn fæddust inn í þetta batterí Framsókn og Sambandið fóru í Samvinnuskólan og fengu síðan embætti eða stöðu eftir því hvað þeir sem að þeim stóðu voru hátt settir þar. Og ekki tók betra við þegar sambandinu var slitið og útvaldir fengu eignirnar til að leika sér með. Og eins var ýmislegt gruggut skv. því sem maður heyrði með helmingaskiparegluna sem ríkti hér fram yfir síðustu aldamót og lengur. Þar sem nokkrir góðir og gegnir framsóknar menn urðu skelfilega ríkir bara svona allt í einu. Þetta er umræða sem er ekki bara á facebook og það sem er verst er að facebook er ekki opinber vettvangur heldur samband fólks á netinu sem hefur kosið að gerast FB vinir. Maður fer ekki með það í stærsta fjölmiðil á netinu. Svona svipað og fara með umræður á kaffistofu í blöðin nafngreint af því að þu ert ekki sammála eða finnst einhver ekki fara með rétt mál. Hefðir getað sett inn hjá honum leiðréttingu en ekki rokið með þetta á bloggið.

  • Hallur Magnússon

    Magnús
    Hvernig get ég sem gagnýni Framsóknarflokkinn oft hart að setja út á málefnalega gagnrýni á þann ágæta flokk? Mér dettur það ekki í hug.

    Annað mál er þegar menn eru með órökstuddan róg og ósannindi.

    Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá er facebook opinber vettvangur.

    Maðurinn var þar með ítrekaðan róg og ósannyndi. Ég óskaði efir rökstuðningi fyrir dylgjunum sem ég fékk eðlilega ekki.

    Angans maðurinn var rökþrota og kastaði mér út af facebook síðunni sinni. Mér var því nauðugur kosturinn að nota þennan miðil til að koma athugasemdum á framfæri.

  • Sigurjón Þórðarson

    Ertu örugglega að tala um hinn góða og gegna Samfylkingarmann Guðmund Ingólfsson frá Siglufirði? Ef svo er þá finnst mér ekki sæmandi að kalla hann lygara. Hann er skínandi drengur, sem hleypur stundum kapp í kinn þegar málefni flokks hans ber á góma.

  • Sigurður Sigurðsson

    Gott innlegg Hallur! Ég hef sjálfur oft undrazt umburðarlyndið sem sóðakjaftar og rógberar sem þessi Guðmundur lygari, alias rafvirki, virðast almennt njóta til að dreifa skít og viðbjóði um aðra á opinberum vettvangi sem FB og ýmsum spjallrásum. Því miður virðast sorglega margir falla í þá gryfju að láta sannleikann ekki þvælast fyrir sér þegar þeir losa andleg haughús sín og ekki síður miður er hve margir virðast líta framhjá eða jafnvel sætta sig við þennan sora. Því fagna ég innleggjum/bloggum sem þínum hér í þessu sambandi og vill umfram allt hvetja fleiri til að spyrna fótum við þeirri, allt að því landlægu, skítseyðaáráttu að hella hvaða viðbjóði sem gefst yfir menn og málefni sem eru viðkomandi ekki þóknanleg hverju sinni.

  • Er þetta einhver hvítþvottarsíða fyrir Finn Ingólfsson og spilltan framsóknarflokk ?? ? Hann og Framsóknarflokkurinn eru nú með ýmislegt vafasamt á samviskunni….er gullfiskaminnið eitthvað að flækjast fyrir mönnum?

  • Elfur Logadóttir

    Þetta er ótrúlega dapurleg bloggfærsla hjá þér Hallur, og að halda því fram að þú hafir neyðst til að nota bloggið þitt til þess að koma athugasemdum á framfæri er ótrúlega léleg afsökun, sérstaklega þar sem þú ferð ekki efnislega yfir málið sem um ræðir, heldur reiðist manninum og tekur hann niður opinberlega af öllu þínu afli.

    Þú átt að vera stærri en þetta. Miklu stærri.

    Ég skora því á þig að eyða þessari bloggfærslu og halda áfram með lífið án svona framkomu. Það er nefnilega þroskamerki að leggjast ekki á sama level og sá sem maður reiðist fyrir ómálefnalegar fullyrðingar.

  • Hallur Magnússon

    Elfur.

    Það er mikið til í því sem þú segir.

    En ég hef þá reglu að láta það standa sem ég hef á annað borð skrifað.

    Hef í tilfellum beðist afsökunar á því sem ég hef skrifað og komið að leiðréttingum þegar um rangfærslur hefur verið að ræða.

    En ég fel það ekki eftirá.

    Í þessu tilfelli var það ekki eitt mál heldur röð af lygum rangfærslum sem maðurinn hélt fram og gat ekki rökstutt. Það kom bara að því að ég fékk nóg.

  • Pétur Örn Björnsson

    Ég verð að segja alveg eins og er, að mér finnst þetta ansi langt gengið hjá þér Hallur, að skrifa bloggpistil sem birtist fyrir allra augum og nafngreina þar venjulegan og óbreyttan mann og kalla hann lygara. Og það þar að auki í fyrirsögn sem æpir á athygli allra sem kíkja á eyjuna.

    Öðru máli gegndi ef um opinbera valdapersónu væri að ræða, sem hefði níðst á þér, sem venjulegum manni, en svo er ekki Hallur.

    Hið þriðja er að hvað menn skrifa í athugasemdum á facebook í einhverju kappi og karpi við vini sína þar, er svo allt önnur aflokuð ella.

  • Pétur Örn Björnsson

    En þegar þú skrifaðir um hreindýrin föst í griðingunni og úrræðaleysi valdamanna stofnanavæðingarinnar, þá varstu í góðum gír Hallur minn.

  • Hallur Magnússon

    Ekki veit ég hver þetta var – en það er búið að skapa jarðveg fyrir þetta í misvönduðum fjölmiðlum og með hatursfullum facebookfærslum sem enginn virðist vilja hefta.

    http://www.dv.is/frettir/2013/3/10/kyldi-sigmund-david/

  • Pétur Örn Björnsson

    Og hverju bætir það Sigmund þó þú kallir rafvirkjann lygara Hallur minn?
    Er það vænlegt til að draga úr því sem þú vilt hefta, en espar nú sjálfur upp?
    Enginn aðdaándi rafvirkjans er ég þó ég segi þetta og þaðan af síður kjaftshögga og ofbeldis.
    Viðurkenndu það bara Hallur minn að hér fórstu offari og þá ertu meiri maður en ella.

  • Mér skilst að Frumherji hafi keypt þessa mæla árið 2001 hvernig var þá hægt að bjóða þetta aftur út árið 2007 af einhverju viti? mælarnir voru komnir í eigu Frumherja ekki satt?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur