Laugardagur 09.03.2013 - 09:08 - 5 ummæli

Sr. Þórir og ofstæki íhaldsins

„Ég hefði aldrei trúað því, að óreyndu, að þetta ætti eftir að breytast, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki lengur málsvari frjálsrar hugsunar, að þar ættu eftir að komast til valda fulltrúar einangrunar og forræðishyggju, þar sem flokkurinn ætti að ráða því hvað menn hugsuðu og gerðu, að ekki yrðu leyfðar samræður forystunnar og grasrótarinnar, ef upp kæmi meiningamunur.“

Þetta segir hinn fyrrum gallharði Sjálfstæðismaður, dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey sr. Þórir Stephensen í merkilegri grein í dag .

„Þetta er þó staðreyndin í dag. Umræðan um Evrópusambandið er, að mínu áliti, rekin á svo barnalegum og heimskulegum grunni og af slíku ofstæki, að enginn sæmilega viti borinn maður getur lagt slíku lið.“

Mikið rétt hjá sr. Þóri.

Sr. Þóri sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum árið 2010 eftir 63 ára veru þar. Ég sagði mig úr Framsóknarflokknum 1. desember það sama ár eftir 25 ára þrotlaust starf.

Grein sr. Þóris:  http://visir.is/andlegt-ofbeldi-i-sjalfstaedisflokknum/article/2013703099985

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Þórir er búin að vera Samfylkingarmaður lengi, skil ekkert afhverju Eyjan er alltaf að birta fréttir af því þegar einhverjir fyrrverandi Sjálfstæðismenn tala illa um flokkinn.

    Afhverju birta Eyjan ekki frekar fréttir frá þeim tugum þúsunda kjósenda sem skildu við Samfylkinguna á þessu kjörtímabili.

  • Þorleifur H. Gunnarss.

    Það hefur löngu verið vitað að Sr. Þórir tilheyrir krata-armi X-D sem vill ganga í ESB, en þessi armur telur um 5% kjósenda flokksins.

    Það er augljóst að Eyjan er kominn í kosningagírinn fyrir Samfylkinguna, og birtar hverja neikvæða greinina á fætur annari í garð Sjálfstæðisflokksins, með því að hampa hægri-krötum eins og Þorsteini Pálssyni, Sr. Þóri, og öðrum sem eru í fýlu út í Sjálfstæðisflokkinn.

  • Það er greinilega að fjólmiðlavakt FLokksins er mætt á vaktina, það er hvar sem stungið er niður penna um FLokkinn, þá eru mættir einn til tveir FLokksmenn til þess að níða, setja út á, paddast útí þann sem skrifar, algerlega óháð málefninu.
    Valdinu til handa FLokknum.
    Svei því bæði aftan og framan.
    p.s Gott hjá þér að vera laus við Framsókn, það er nú meiri mafían, var og er.

  • Þorleifur H. Gunnarss.

    Sigrús, það er ekki verið að níða neinn niður, heldur er verið að segja hlutina eins og þeir eru.
    Sr. Þórir, Þórsteinn Pálsson, o.fl. af sama meiði, eru í hópi mikils minnihluta tapsárra í Sjálfstæðisflokknum, sem þola ekki að minnihlutaálit þeirra um ESB sé ekki samþykkt.

  • Stefán Pálsson

    Ég hefði reyndar ekki heldur trúað því að óreyndu í ljósi sögunnar að ég ætti eftir að lesa blogg eftir Hall Magnússon sem væri innblásið af sr. Þóri Stephensen.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur