Fimmtudagur 14.03.2013 - 09:00 - 4 ummæli

Ömurleiki DV

Ömurleiki DV tekur á sig margar myndir.  Þekkt er hvernig DV beitir oft að hæpnum fyrirsögnum sínum í sambland við myndir til þess að telja fólki trú um að hlutirnir séu öðruvísi en þeir eru. Gjarnan til þess að koma höggi á fólk sem blaðamönnum á blaðsneplinum líkar illa við.

Þessi illfýsi DV beinist í dag að Katrínu Jakobsdóttur formanni VG sem er einn af huggulegri stjórnmálamönnum landsins. Katrín er greinilega komin í skotlínu blaðamanna DV.

DV á fjöldan allan af góðum myndum af Katrínu. En blaðamenn DV hafa greinilega lagt mikið á sig til þess að finna eins ömurlega mynda af formanni VG eins og unnt er. Þeir hafa rennt í gegnum sjónvarpsupptökur hjá RÚV og ekki hætt fyrr en þeir fundu myndaramma þar sem Katrín var ekki eins hugguleg og hún er dags daglega og tekið af því skjáskot.

Þetta skjáskot DV tekið af frétt RÚV má sjá hér.   (ATH. DV búið að skipta um mynd.)

Gott dæmi um krónískan ömurleika DV!

PS.  DV hefur nú skipt um mynd af Katrínu í kjölfar þessa pistils 🙂 Vita upp á sig skömmina!

http://www.dv.is/frettir/2013/3/13/stora-haettan-er-ad-vid-erum-enn-full-af-krafti/

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Fyrsta myndin af Katrínu í ræðustóli var alls ekki afleit og þar var ekki um illkvittni að ræða af hálfu DV. Allir vita að sterkar taugar eru milli DV og VG og myndin síður en svo birt Katrínu til háðungar. En Halli var misboðið og DV sá að sér, skipti myndinni út og birti í staðinn glansmynd af formanninum.
    Greinilega stórmál í huga Halls og sigur vannst á ömurlegum og illa þenkjandi miðli en ekki er víst að Katrínu sé skemmt eða að hún taki undir þau sjónarmið hans að fegurð, klæðaburður og einhver glansímynd eigi að skipta máli í stjórnmálabaráttu. En Hallur og Davíð eru á öðru máli. Þeir deila báðir þeirri skoðun, að fegurð og gluggaskraut eigi erindi í stjórnmálabaráttuna.

  • Tek undir þennan pistil heils hugar, það er virkilega ömurlegt að fylgjast með því hvernig DV hefur farið yfir hreint út sagt lágkúrlegan miðil en með einstaka gott skot þó.

    Lesendur DV virðast líka vera með þeim lágkúrlegu sem finnast en samskiptakerfið þarna er bara ógeðslegt, ekki hægt að lýsa því á neinn annan hátt. Einstrengislegir í skoðunum, dómharðir, dæma fólk í sekt eða saklaust, vinstri sinnaðir hippar eru saklausir að jafnaði en sjálfstæðir karlar t.d. í viðskiptum eru sjálfkrafa segir um allt vont sem mögulega er borið á þá og svo framv.

    Simon

  • Hætt er við því að stjórnendur DV hverfi til uppruna síns á hægri kanti stjórnmálanna þegar nær dregur kosningum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur