Það ætti að mynda tveggja flokka ríkisstjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks þar sem Árni Páll Árnason og Katrín Thoroddsen Jakobsdóttir gegna lykilstöðum. Þegar ríkisstjórnin hefur verið mynduð þá ætti Árni Páll að óska eftir því við Katrínu að hún leiði vinnu við sameiningu Samfylkingar og VG í formlegt, breitt bandalag jafnaðarmanna. Dreifstýrt bandalag sem byggi […]
Það er merkilegt að fúllyndir fallistar og flestir stjórnmálaskýrendur sjá ekki hið augljósa í niðurstöðu Alþingiskosninganna. Þjóðin var að losa sig við gömlu 20.aldar pólitísku hundana og kjósa nýja framtíð. Sigurvegarar kosninganna eru Framsóknarflokkur, Björt framtíð og Píratar sem eru eiga það sameiginlegt að tefla fram nýjum, ferskum frambjóðendum sem ekki sátu á Alþingi fyrir hrun og […]
Íslenskir stjórnmálamenn gera bjölluat aldarinnar ef aðildarviðræður að Evrópusambandinu verður hætt án niðurstöðu um aðildarsamning sem lagður verði fyrir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt yrði ekki einungis bjölluat í Brussel heldur vanvirðing við íslensku þjóðina sem á að sjálfsögðu að hafa lokaorðið um inngöngu eða inngöngu ekki í Evrópusambandið. Þá ákvörðun á þjóðin að taka með upplýstum […]
Árið 2006 lagði stefnumótunarhópur Framsóknarráðherrans Árna Magnússonar til að stofna Íbúðabanka í eigu Íbúðalánasjóðs sem sæi um að fjármagna almenn íbúðalán gegnum bankakerfið án ríkisábyrgðar Árið 2013 leggur stefnumótunarhópur Samfylkingarráðherrans Guðbjarts Hannessonar til að Íbúðalánasjóður taki þátt í stofnun heildsölubanka sem fjármagni almenn íbúðalán gegnum bankakerfið án ríkisábyrgðar. Það er áhugavert að bera saman þessar tillögur. Skýrslu […]
„Íbúðalánasjóður býr nú við heimatilbúna útlánakrísu sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjóðinn. Ástæða útlánakrísunnar er allt of lág hámarkslán sjóðsins. Hámarkslánið hrekkur skammt til kaupa á hóflegu húsnæði. Ríkisstjórnin og Velferðarráðherra bera ábyrgð á þessari útlánakrísu. Tregi til að hækka hámarkslán hefur ekki einungis þvingað almenning til þess að taka bankalán vegna íbúðakaupa heldur hefur […]
Virðing Alþingis hefur farið þverrandi undanfarin ár. Það þýðir hins vegar ekki að Alþingismenn síðustu ára hafi ekki unnið starf sitt af heilindum. Þvert á móti eru margir þingmenn sem hafa unnið óeigingjarnt starf á grunni hugsjóna sinna og lagt líf sitt og sál í starf sitt. Á skítalaunum. Margir þingmenn hafa ákveðið að hætta þingmennsku. […]
Hanna Birna Kristjánsdóttir verður forsætisráðherra í nýrri þriggja flokka stjórn án Framsóknarflokksins. Það er verið að undirbyggja það með viðhorfskönnunum þessa dagana. Bjarni Ben mun klára kosningabaráttuna sem formaður. En ef ekki réttist úr kútnum í kosningum mun Hanna Birna taka við. Þannig skapast nýr samningsgrundvöllur við aðra flokka. Samningsgrunnur sem Bjarni Ben hefur ekki. […]
Það er með ólíkindum hvað við mannfólkið getum stundum látið múgæsingu ráða gjörðum okkar. Besta fólk getur missti sig í stundargeðshræringu og unnið öðru fólki óbætanlegan skaða. Þessa dagana erum við að rifja upp eitt slíkt tilvik þar sem almennt gott samfélag missti sig í nauðgunarmáli fyrir 13 árum. Það var ekki nóg að ung […]
Sú þjóðsaga gengur enn fjöllum hærra að fyrirætlanir um svokölluð 90% almenn íbúðalán ÍLS til kaupa á hóflegri íbúð hafi orðið til þess að bankarnir ruddust af miklu offorsi haustið 2004 með hömlulaus fasteignatryggð lán. Þess má reyndar geta að fram í ágúst 2004 höfðu bankarnir alls ekki verið á almennum íbúðalánamarkaði voru með innan við 5% markaðshlutdeild í […]
Stóru fréttirnar í viðhorfskönnun 365 miðla er tvær. Sú augljósa er ótrúlegt fylgi við Framsóknarflokkinn sem að mínu viti sýnir annars vegar klárlega að flokkurinn er að feta í fótspor Venstre systurflokks síns í Danmörku og hins vegar að það er líklega smá úrtaksskekkja í gangi sem mögulega ýkir fylgi við Framsókn. Hin stóra fréttin er […]