Þriðjudagur 30.04.2013 - 17:18 - 9 ummæli

Tveggja flokka stjórn xV, xS og xB

Það ætti að mynda tveggja flokka ríkisstjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks þar sem Árni Páll Árnason og Katrín Thoroddsen Jakobsdóttir gegna lykilstöðum.  Þegar ríkisstjórnin hefur verið mynduð þá ætti Árni Páll að óska eftir því við Katrínu að hún leiði vinnu við sameiningu Samfylkingar og VG í formlegt, breitt bandalag jafnaðarmanna. Dreifstýrt bandalag sem byggi á þátttöku allra þeirra stjórnmálahópa á vinstri væng stjórnmála á Íslandi sem vilja taka þátt í framgangi jafnaðarhugsjónarinnar – allt frá sósíaldemókratisma yfir í lýðræðislegan sósíalisma.

Það er nefnilega ekki hægt að vera bæði 20. aldar agaður jafnaðarmannaflokkur og „samfylking“ vinstri manna.

Leið agaðs hefðbundins jafnaðarmannaflokks inn í 21. öldina krefst fókusar og flokksaga. Slíkur flokkur getur aldrei orðið stór eins og 20. aldar jafnaðarmannaflokkarnir voru. En ef „fókusaðir“ jafnaðarmenn vilja þá leiðina – þá verða þeir að sætta sig við að vera með fylgi á bilinu 10% – 20%.

Það er möguleiki og að mörgu leiti vænleg leið.  Sú leið kallar á sósíalistaflokk samhliða til vinstri. Flokks sem flakkar milli 10%  20 fylgis – eftir því hvernig uppgjör flokkanna á vinstri hliðinni fyrir kosningar endar. Samtals fylgi þessara flokka fer aldrei yfir 30%. Mögulega miklu minna eins og nú.

Hin leiðin er fjöldahreyfing á vinstri vængnum. Sú leið krefst frelsis mismunandi hópa með mismunandi áherslur. Nú eru þessir hópar út um allar koppa grundir. Ef menn vilja sameina þá krafta sem eru sameiginlegir meðal þessara hópa og draga úr áhrifum þess sem sundrar þá – þá er málið að setja leikreglur. Leikreglur í breiðu bandalagi.

Eins og á fótboltavelli. Eða hnefaleikahring. Reglur sem allir hafa samþykkt fyrirfram að fara eftir og sætta sig við niðurstöðuna hverju sinni svo fremi sem leikreglum er fylgt. Stundum verður einn hópurinn ofan á. Stundum annar. En oftast ná menn samkomulagi um meginatriði.

Verkefni Katrínar Thoroddsen Jakobsdóttur ætti að vera að leiða vinnu við mótun slíkra reglna.

Sú leið getur skilað bandalagi mismunandi hópa með mismunandi áherslum á vinstri vængnum afli sem er miklu meira en afl hefðbundinna jafnarðarmannaflokka í Evrópu undanfarna áratugi.

Árni Páll og Katrín hafa valið.

… og Sigmundur Davíð lykilinn.

Lykilinn að nýrri tveggja flokka ríksstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og VG.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Þú þarft nú ekki að leita langt að leikreglum líkt og á fótboltavelli. Horfðu yfir á hægri vænginn, þar sameinast menn á stórum landsfundi og ræða deilu mál og komast að málamiðlunum, sem síðan er kosningarstefnan og allir sættast á að fylgj, eða allavega flestir.

  • Ég held að minnihlutastjórn Framsóknar og Bjartrarframtíðar sem yrði varinn falli af Samfylkingu og VG sé sú stjórn sem gæti skapað hvað mesta sátt. Í stað þess að vera með „öflugan“ meirihluta af gamla skólanum þá verði í raun nýja fólkinu og sigurvegurunum afhent völdin

  • Anaegdur med thig Hallur! Thu ert Framsoknarmadur af gamla skolanum, eins og eg. Framsoknarflokkurinn a lita til vinstri! Thetta er flott hugmynd og vonandi lesa Arni og Katrin thennan pistil.

  • Þorsteinn Egilson

    Hallur, þú ert ágætur -stundum

  • Nú er nóg komið, et tu Brute. Hættið að tala um jafnaðarmenn í sömu setningu og Samfylkingin eða það sem verra er, nota orðið „jafnaðarmenn“ þegar átt er við Samfylkinguna. Ég ætla ekki einu sinni að gera mönnum þann óleik að skora á þá að rökstyðja þessa samlíkingu, en vil benda á að þetta er beinlínis ástæðan fyrir hruni þessi stjórnmálaflokks: Ekki sást nokkurn tíma jafnaðarmaður þar um slóðir allt síðasta kjörtímabil. Eingöngu kröfuhafar gegn almenningi. Árni Páll var þar lang lang fremstur meðal jafningja.

  • Þetta er alveg úti í hött.
    Samfylkingin og formaður hennar töluðu stanslaust alla kosningabaáttuna um ekkert annað en dýrðir og listisemdir Evrópusambandsins, ónýta krónu og meinta yfirburði Evrunnar.

    Þannig tókst honum og flokknum hans markvisst að kjafta fylgi flokksins niður úr öllu lagi og setti í raun nýtt Evrópumet í fylgishruni og kosninga afhroði.

    Slíkur afhroðs- flokkur á að hafa sig hægan og sitja í skammarkróknum næstu fjögur árin.

    Reyndar á svona ESB trúboð engan raunverulegan tilveru grundvöll í íslenskum stjórnmálum.

    Þegar búið verður að jarða þessa ESB umsókn, getur svo sem vel verið að hægt verði að endurvinna eitthvað af þessu dóti og flokksleyfum Samfylkingarinnar í endurvinnslu Evrópusovét sambandsins í Brussel.

  • Jonas Kr

    Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eiga að mynda stjórn. Ég held að það sé nauðsynlegt að fólk komist að því að loforðasúpa þessara flokka er alveg næringarlaus.

  • Ingi Arason

    Skemmtilegar spekúlasjónir.

    Ég held hins vegar að á meðan ekki tekst að finna ESB – umræðunni annan farveg fyrir utan hin flokkspólitíska þá verður bara sundrung innan stórra flokka. Góður þriðjungur kjósenda sjálfstæðismanna gat ekki kosið sinn flokk vegna ályktanna Landsfundarins svo ekki er það til eftirbreytni. xV + xS gengi líklega ekki betur að sameinast um það málefni.

  • Björgvin Þór Þórhallsson

    En hvað með Bjarta framtíð? Á Framsóknarflokkurinn að ganga í hana?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur