Föstudagur 24.05.2013 - 05:55 - 19 ummæli

Áframhald aðildarviðræðna að ESB

Þegar aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður fram haldið – væntanlega í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum að ári – þá getur það verið styrkur að hafa utanríkisráðherra sem hefur efasemdir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Slík staða kann að styrkja stöðu Íslands gagnvart ESB og tryggja okkur enn betri aðildarsamning en ella.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er öflugur stjórnmálamaður og mun fullkomlega valda embættinu þótt pólitískir andstæðingar hans reyni að gera lítið úr honum.  Gunnar Bragi verður kominn með ákveðna reynslu sem utanríkisráðherra þegar hann mun leiða aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið að ári liðnu. Það er gott.

Ég spái því að það verði Gunnar Bragi Sveinsson sem verði utanríkisráðherra þegar við göngum í Evrópusambandið 2017.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Pakkakíkir

    Vonandi ekki.

  • Það er fullkomlega eðlilegt að gera lítið úr menntun og reynslu utanríkisráðherrans þar sem hann hefur alla burði til að vera félagsmálaráðherra, landbúnaðarráðherra og kannski fjármálaráðherra. Hann hefur hinsvegar ekki neina burði til að sinna menntamálum, umhverfismálum og alls ekki utanríkismálum. Það er einsog ósyndum manni hafi verið kastað fyrir borð á milli Drangeyjar og Reykjastrandar og gert að sýna þá hetjulund að synda til lands hvar sem það er að finna. Auðvitað mun hann hafa björgunarvesti frá þeim sem eitthvað kunna og hafa til málanna að leggja en það er greinilega ekki ætlast til að hann hafi dómgreind til að leggja neitt til málanna sjálfur. Ef ESB aðildar sinni væri svona blottaður reynslu og settur í að semja af eða á við EINHVERJAR þjóðir um málefni okkar fengi sá hinn sami skarpa krítikk. Fyrir mér er verið að skáka utanríksmálum útaf borði ráðuneytisins enda getur ráðuneytið ekki starfað með „heimskingja“ í bestu merkingu þess orðs og fara því málin til annars hvors flokksforingjans þegar á mun reyna. Sem sagt staða Gunnars er honum til háðungar en ekki frama.

  • Snæbjörn

    Þú ert bjartsýnn.

    Það verður enginn þjóðaratkvæðagreiðsla haldin…

  • Mér hefur líkað prýðilega við Gunnar Braga og tek ekki þátt í neinum hrakjspám um gengi hans í nýju starfi. Ef stjórnmálamaður er góður á einum stað á hann líka að geta orðið,góður á öðrum stað.

    Verð samt að viðurkenna að eftir tvo þingvetur með GBS í utanríkismálanefnd alþingis þykir mér sú staðhæfing að hinn nýi utanríkisráðherra ,hafi efasmedir’ um aðild að Evrópusambandinu einkennast af nokkurri bjartsýni af hálfu Halls Magnússonar.

    Vel má hinsvegar vera að köld rökhugsun leiði Gunnar Braga að því að endurskoða aðildarafstöðu sína. Lýðræðis- og fullveldisvandinn við EES, gjaldeyrishöftin og makríllinn kunna að hjálpa honum áleiðis.

  • Björn Heiðdal

    Auðvitað eigum við að ganga í Evrópusambandið og Gunnar verður verðurgur fulltrúi okkar í þeim viðræðum. Skil samt ekki talsmáta Marðar og annarra sem reyna að selja þjóðinni sambandið.

    Það verður ekki meira fullveldi né betra veður ef við göngum þarna inn. Ekki heldur lægra matarverð og meiri vinna handa unga fólkinu. Þetta sjá Íslendingar í gegnum og þess vegna vilja þeir ekki í ESB.

    Við þurfum því að taka upp nýja orðræðu til að sannfæra þjóðina. Ég legg til að við byrjum að tala um Evrópusambandið sem nýtt „heimsveldi“. Köllum spaða spaða en ekki eitthvað annað. Segjum sannleikann, fólk kann nefnilega að meta svoleiðis.

    Tölum um kosti skrifræðis og skriffinsku. Segjum frá hinu dásamlega styrkjakerfi sem jarðeigendum stendur til boða í ESB. Þetta eru þau atriði sem við verðum að selja þjóðinni. Ekki eitthvað bull um blóm og evrur.

    • Björn; veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir þínu innleggi. Það sjá það þeir sem vilja sjá, að innganga inn í ESB og þá upptaka Evru í kjölfarið mun setja hér á stöðugleika, e-ð sem allir undangegnir stjórnmálamenn gátu aldrei sett hér á eða stýrt. Þarf væntanlega ekki að útskýra fyrir þér hvað það mun svo aftur þýða fyrir jafn lítið land og Ísland er. Ég hinsvegar lít upp til þín með það að geta ákveðið hvernig hlutirnir verða. Ekki hef ég hugmynd um hvað það muni þýða að öðru leyti að ganga inn í ESB, fyrir utan ákveðnar grunnhluti eins og nýtingu fiskistofna hverjar þjóðar fyrir sig, fyrr en ég sé samninginn.

      • Björn Heiðdal

        Auðvitað verðum við einhverntíma að taka upp evruna og fá stöðugleika. En meðan fjármálakerfi ESB brennur og evran gerir illt verra fyrir þjóðir í vanda þá verðum við að tala fyrir öðrum kostum ESB.

        Góður punktur hjá þér Sigfús að nefna fiskveiðikerfi ESB. Þar eru sóknarfæri fyrir okkur aðildarsinna. Þjóðin veit í raun lítið um þau mál í ESB. Mjög fáar fréttir rata í fjölmiðla og þess vegna hægt að matreiða jákvæða ímynd ofaní þjóðina.

        Íslenskir sjómenn verða ekki lengur einmanna, Greenpeace fær aðkomu að borðinu ásamt færustu sérfræðingum Brussel. Allt atriði sem hægt er að setja í jákvætt ljós. Brottkastið er líka núna algjörlega bannað og ESB leggur mikla áherslu á umnhverfismál hafsins og verndum þorskstofna.

        Fjölmiðlar eru fullir af neikvæðum fréttum um evruna og smáþjóðir í vanda. Meðan svo er þá vinnur þú ekki umræðuna með orðunum „Jú víst.“ Össur gerði mikil mistök og síðasta ríkisstjórn. Ég ætla að kenna henni alfarið um að Ísland sé ekki komið í ESB og stöðugleikinn tekinn við.

  • Er ekk máli í ákveðinni pattstöðu, fari svo líkt og FLokksmenn og Frammara halda fram að viðræðum við ESB verði stöðvaðar, má líklegast búast við viðbrögðum frá ESB. Ef ESB mun áfram sækja það fast að Ísland gangi í sambandið er það þá ekki meira vatn á myllu þeirra sem eru á móti ESB. Þá meint þannig að um leið sé ESB að sýna á spilin, að hér á landi sé e-ð sem ESB ásælist ? Það yrði þá meiri sönnun þeirra sem við einangrun, afturhald og ríkidæmi aðila líkt og LÍÚ að hér verði búið við höft og hansakaupmennsku, bara sumir ekki allir.
    Ef hinsvegar við slaufum viðræðum og ESB snýr sér e-ð annað, þá verði trúverðugleiki okkar Íslendinga það skaddaður, að við munum ekki geta sótt um aftur á alvöru grundvelli.
    Tókst ekki Jóni Bjarna að klúðar þessu fyrir okkur með sínum seinagangi og vandræðum.
    Sitja börn okkar og barnabörn okkar sem eru að nálgast miðjan aldur hér upp með handónýta krónu sem mun vera stýrt eftir hag svo fárra á kostnað hina fleirri ?
    Svo verða hér náttúrlega aðilar sem munu spila með andúð á ESB með sjálfstæðisrökunum, að hér megi ekki tapa sjálfræði og svo framvegis.

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    Vonandier þetta rétt hjá þér Hallur.

  • Utanríkisráðherra þarf að hafa ýmislegt til brunns að bera:

    Vera „diplómat“ í eðli sínu, kurteis, staðfastur og yfirvegaður.

    Hafa reynslu af erlendum samfélögum með því að hafa dvalist lengi eða búið erlendis.

    Vera vel að sér um alþjóðamál, nú og fyrr.

    Vera vel að sér um menningarsögu.

    Vera góður tungumálamaður. Því fleiri mál því betra.

    Ég veit ekkert um nýja utanríkisráðherrann.

    Á þetta við um hann?

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Veit Þórólfur kaupfélagsstjóri af þessu?

  • þetta var sagt um jón bjarna
    vegna þess að hann var á móti ESB þá mundi hann koma með „glæsilegann“ samning við ESB um landbúnaðarmál.

    það voru spárnar

    niðurstaðan var önnur

  • Árni Finnsson

    Athyglisverð kenning hjá Halli. Fræðimenn um Miðausturlönd hafa t.d. bent á að líkur á árangursríkum samningaviðræðum milli Ísraels og fulltrúa palestínsku þjóðarinnar og/eða Egyptalands séu síst minni þegar forsætisráðherrann kemur frá Likud-flokknum enda verði menn þar á bæ seint sakaðir um undanlátssemi í garð óvinarins.

    Á sama hátt nutu Nixon og Reagan mikils trausts þegar þeir sömdu við Sovétríkin um afvopnun. Þeir þóttu harðir andstæðingar kommúnismans en realistar.

    Í sama skilningi gæti Gunnar Bragi verið vel til þess fallinn að vinna traust Evrópuandstæðinga í samningum við Evrópusambandið.

    • Björn Heiðdal

      Þetta er nú ekki góð kenning í raun og bara óskhyggja hjá þessum fræðimönnum a.m.k. það sem varðar Ísrael og „frændur“ þeirra. Sionisminn er landvinninga/rasista stefna og meðan Palenstínumenn eiga ekki kjarnabombur og 10.000 skriðdreka skiptir engu máli hvaða Sionisti stjórnar Ísrael.

  • Ragnhildur H.Jóhannesdóttir

    Algjörlega sammála Birni Heiðdal .!..að þvi viðbættu að eg stið algjörlega nyjann Utanrikisráðherra ..

  • Sæll Hallur.
    Þú ert mikill draumóra snillingur í ESB ímyndunarveiki þinni og svona einhverri sérkennilegri fortíðarþrá eftir einhverri afturbata Framsóknarmennsku í þeim efnum.

    Vonandi ber Framsóknarflokkurinn gæfu til þess að standa fast við ærlega andstöðu sína við Evrópusambands vitleysuna !

    Á meðan Framsókn ber gæfu til þess að halda sig við ESB andstöðuna þá á flokkurinn möguleika á að verða áfram forystuafl í íslenskum stjórnmálum.

    Sjáum best afhroð ESB trúboðsins á Íslandi hjá Samfylkingunni burðarflokki ESB sinna sem settu Evrópumet í kosningaafhroði í nýliðnum kosningum.

  • Valur Bjarnason

    Öflin í samfélaginu sem eiga þá flokka sem nú sitja við stjórn landsins munu ekki leyfa inngöngu í ESB. Það þjónar ekki hagsmunum þeirra og sama er þeim um hagsmuni almennings. Þú Hallur kýst flokk sem er stjórnað af þessum hagsmunaöflum.

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    Af hveju ertu svona vanstilltur Gunnlaugur? Í stuttri grein nefnir þú draumóra, ímyndunarveiki, fortíðarþrá, vitleysu, trúboð en slepptir Evrópuhernum. Manstu þegar Heimssýnarmenn sögðu að æskumenn Íslands yrðu kallaðir í Evrópuherinn. Her sem ekki er til. En tilgangurinn helgar meðalið sagði Ignatíus trúarforingi Rannsóknarréttarins. Þetta virðast foringjar Evrópuandstæðinga hafa að leiðarljósi.

    Ekki virðist málstaðurinn góður þegar lygum er beitt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur