Fimmtudagur 23.01.2014 - 18:39 - 10 ummæli

Afnemum verðtrygginguna!

Afnemum verðtrygginguna. Tökum upp evru. Málið dautt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Jà, tetta er mjøg einfalt,

    og svo aldrei fleiri sèrfrødingahòpar,skuldaleidrèrttinganefndir, og stòrir hòpar af vidskiptafrædingum og hagfrædingum vinnandi langt fram à nætur og um helgar med tilheyrandi kostnadi fyrir rikid.

    en samt voru bara 12.9% sem vildu tad, mjøg furdulegt

  • Hrekkjalómur

    Hárrétt athugað Hallur. Þetta er í rauninni svona einfalt. En vegna þess að ríkisstjórnin sem kosin var síðast er ríkisstjórn útgerðarmanna, sem hagnast vel á lokuðu hagkerfi og veikri krónu, getur þetta ekki gerst næstu 12 árin.

    Hrekkjalómur

  • Hvað er óskiljanlegt við eftirfarandi staðreynd? Nauðsynlegt skilyrði fyrir inngöngu í ESB er að kerfin okkar, sem skapa sífellt hærri verðbólgu (sjálf kerfin, ekki gjaldmiðillinn) en í nágrannalöndum, séu í lagi. Ef þau eru ekki í lagi er ekki mögulegt að ganga í ESB. Það er að segja, fyrst verður að laga kerfin áður en gengið er í ESB.

    Dýr sem geta lært einföldustu atriði gætu lært þetta einfalda atriði í einhvers konar sálfræðitilraun. Þetta virðist samt þvælast fyrir mjög mörgum manneskjum á þessu landi.

    Það er að segja, sá sem heldur því fram að við getum gengið í ESB án þess að laga kerfin okkar fyrst er annaðhvort:

    (a) Vitlaus og áttar sig ekki á þessari einföldu staðreynd.
    (b) Pólitiskur skemmdarvargur sem ver gagnslaus og ósjálfbær kerfi sem nauðsynlegt er að laga.

    Þeir sem tilheyra (b) flokknum eru annað hvort:

    (a) Aðildarsinnar sem bíða eftir að kerfin bíði skipbrot, því þá reynist auðveldara að sveigja almenningsáliti í átt að ESB.
    (b) Á móti ESB en berjast við að verja ósjálfbæru kerfin því kerfin færa þeim, eða einhverjum sem hópurinn þekkir, einhvers konar ríkidæmi.

    Skynsamlegasta leiðin er að laga kerfin fyrst. Í dag var tekið stórt skref í áttina að því að gera það ekki.

    • Hvada kerfi àttu vid? sedlabankann eda kanski bifreidaeftirlitid? jeg spyr veggna tess ad jeg tilheyri trùlega grùbbu A.

    • Ólafur, ég held að þú getir haldið þessa ræðu næstu 20, 30 eða 100 árin. Við munum ekkert laga ‘kerfin’ með ónýtan örgjaldmiðil sem enginn treystir, hvort með eða án gjaldeyrishafta.
      Það þarf að spyrna við fæti, sýna hugrekki og koma okkur út úr þessu ástandi. Það mun ekki gerast með íslensku krónunni, því get ég lofað þér.

  • Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar skilaði af sér í dag og fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús. Vonbrigði Vilhjálms Birgissonar mikil og gat hann ekki leynt því í sjónvarpsviðtali. Forystumenn stjórnarandstöðunnar lýstu hins vegar ekki yfir vonbrigðum með niðurstöður nefndarinnar og hve skammt hún gengur í þessu mikilvæga máli. Þvert á móti gátu þeir í viðtölum ekki leynt gleði sinni og flírulegt glottið á Árna Páli og Steingrími fyllti útí skjáinn.
    Hagsmunir almennings voru þeim ekki efst í huga heldur sáu þeir fyrir sér góða viðspyrnu til þess að herja á ríkisstjórnina.
    Og kannski ekki með öllu óeðlilegt. Ríkisstjórnin gaf loforð um afnám verðtryggingar en ef þetta rýra nefndarplagg verður uppleggið fölnar trúverðugleiki hennar hratt og friðvænlegt verður þá ekki í þinginu.
    Samt er ekki ástæða til þess að örvænta strax. Nefndin skilaði af sér tillögum eftir margra mánaða hugflæði og heilastormun og eitthvað er þar örugglega að finna bitastætt og nýtilegt. En nefndin hefur ekki lokaorðið. Það er ríkisstjórnin með tilstyrk þingsins sem hefur lokaorðið. Og loforð skulu standa.

  • Ég er með einfaldari lausn.
    Förum í stríð við Noreg.
    Vonum að þeir hertaki landið í kjölfarið.
    Hey’a norge.

  • Ingi Gunnar Jóhannsson

    Hallur ert þú eini framsæoknarmaðurinn með viti?

  • Að ganga í esb er ekki einu sinni helmingurinn af því sem þarf að gera, ef taka á upp evruna. Hallur hvaða íslensku stjórnmálamenn munu geta eða vilja taka á sig agan sem fylgir Maastricht skilyrðunum? Að uppfylla Maastricht skilyrðun er nú þegar í stefnu og Landsfundarsamþykktunum Sjálfstæðisflokksins. Það er það lengsta sem íslenskur flokkur hefur gengið. Næstum því ekki neitt.

  • Jens Jónsson

    Það er til einföld laun á verðtryggingunni, þú annað hvort greiðir allar verðbæturnar eða skrifar undir viðbótarlánið sem felst í verðbótunum og þær leggjast við lánið þitt.
    Það er með ólíkindum að allir þeir milljarðar sem hafa verið veittir í viðbótalán í formi verðbóta frá því verðtryggingin var sett á hafi verið lánaðir án undirskriftar lántaka.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur