Húsnæðislán eru neytendalán. Það kemur margoft fram í umfjöllun um verðtryggingu húsnæðislána. Enda skilgreindi Alþingi húsnæðislán sem neytendalán á sínum tíma þegar Evróputilskipun um slík lán var útfærð á Alþingi. Uppgreiðslugjald á neytendalán er því óheimilt nema á því sé sérstaklega tekið í sérlögum. Sem gert er sérstaklega um heimild félagsmálaráðherra til að setja á tímbundið uppgreiðslugjald í lögum um húsnæðismál. Ein af forsendum vaxtalækkunar bankanna á íbúðalánunum sem sprengdu íslenska hagkerfið í loft upp var slíkt uppgreiðslugjald. Ólögmætt.
Ekki það breyti miklu fyrir okkur í dag að bankarnir hafi farið á svig við lög þegar þeir keyrðu upp þenslu og sprengdu efnahagslífið í loft upp.
… en svona er þetta nú samt!
Ágæti Hallur.
Upplýstu okkur vinsamlegast um hvert uppgreiðslugjaldið er.
Mér skilst að það sé 1%.
Er það rétt?
Á það við um greiðslur inn á lán jafnt sem heildar-uppgreiðslu lána?
Og ekki gildir það um öll gömlu lánin – við hvaða ár er miðað?
Ég er viss um að fróðleikur frá þér hvað þetta varðar væri vel þeginn.
Takk fyrir skrif þín sem ég fylgist alltaf vel með.
Kveðja
RGG
Er þá rúmlega 10% uppreiðslugjaldið sem við þurftum að greiða af láni teknu 2008 ólöglegt???