Föstudagur 20.03.2015 - 19:52 - 15 ummæli

Launsátur í Samfylkingunni

Samfylkingin á greinilega í miklu meiri tilvistarvanda en ég hélt. Óháð því hvað fólki finnst um Árna Pál Árnason og störf hans, hlýtur vandi þessum fyrrum breiðfylkingar að vera mikill fyrst Sigríður Ingibjörg átti að vera lausnin.

Sigríður Ingibjörg er ekki lausnin. Hún er hluti vandans.

Samfylkingin á erfitt uppdráttar vegna þess að henni mistókst á mörgum sviðum í síðustu ríkisstjórn.  Þau mistök urðu til þess að Samfylkingin galt afhroð í síðustu Alþingiskosningum þar sem formaðurinn var vængstýfður í kosningabaráttunni af sitjandi forsætisráðherra Samfylkingarinnar og fyrrum formanni hennar.

Sigríður Ingibjörg er óaðskiljanlegur hluti þeirra mistaka sem einn af lykilþingmönnum flokksins og formaður þingnefndar sem til dæmis réð ekki við eitt af meginverkefnum sínum – húsnæðismálin.

Og ef Árni Páll Árnason er vandinn vegna þess að hann skorti nýsköpun og geti ekki leitt flokkinn inn í framtíðina, þá getur Sigríður Ingibjörg með sína fortíð ekki verið lausnin.

… enda var þetta umsátur um formanninn ekki spurning um „nýja framtíð“ heldur birtingarmynd ákveðins klofnings innan Samfylkingarinnar. Klofnings sem ég hélt að Árni  Páll  hefði náð að brúa.

Staðreyndin virðist hreinlega vera sú að ákveðinn hluti hinnar „gömlu“ forystu getur ekki sætt sig við að Árni Páll hafði betur en hún í fjöldakosningu við formannskjör eftir að Jóhanna hætti. „Gamla“ forystan beitti því gamaldags brögðum. Þóttist sátt við formanninn, taldi öðrum trú um að kosningar væru ekki á döfinni, safnaði liði til landsfundar og atti andstæðingi formannsins á vaðið í von um að nógu margir stuðningsmenns sitjandi formanns sætu heima.

Launsátrið gekk næstum upp …

… og tilvistarvandi Samfylkingarinnar jókst!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Ég er mjög sammála þessari greiningu siðuhafa.

    Þetta var „plott“ – launráð til að fella formanninn, vandlega undirbúið og atkvæði talin áður en lagt var úr höfn.

    Dæmigerð svikabrögð sósíalista sem gapa og geipa um gegnsæi og þátttökulýðræði en nýta síðan reglur flokksins til að koma aftan að formanninum og hanna atkvæðagreiðslu um embættið þannig að þúsundir almennra flokksmanna kæmu ekki að henni.

    Sigríður Ingibjörg fer ekki með reisn frá þessum slag. Reyndar var ekki úr háum söðli að detta.

    Hrikalegur tilvistarvandi Samfylkingar hefur verið staðfestur. Formaðurinn er svo illa skaddaður að lítil ástæða er til að binda vonir við hann.

    Sigríður Ingibjörg og stöðnuðu, gömlu sósíalistarnir eru ábyrg fyrir pólitísku sjálfsmorði Samfylkingar.

    Furðurlegt var að lesa fréttir um að ungu fólki þætti Árni Páll íhaldsmaður og Sigríður Ingibjörg fulltrúi frjálsyndis og nútíma.

    Þetta fólk hefur greinilega ekki fylgst með þinginu þar sem Sigriðuur Ingibjörg kemur jafnan fram sem fulltrúi sósíalisma, forræðishyggju og íhaldsstefnu.

    Vandi Samfylkingarinnar er þingflokkurinn. Þar er að finna tvo frambærilega einstaklinga Össur Skarphéðinsson sem ber af og Árna Pál.

    Hinir eru pólitísk gamalmenni, svo ofboðslega leiðinlegir, staðnaðir og fyrirsegjanlegir stjórnmálamenn að fólk hristir bara hausinn og nennir ekki að fylgjast með þessum rétthugsandi og andlausu klisju-smiðum .

    Þingflokkurinn er ónýtur. Verkefnið verður að skipta um þetta fólk í efstu sætum – það getur þá gengið í VG þar sem það á heima.

    En þetta framboð Sigríðar og þessi kosning er einhvers konar tilræði við flokkinn.

    Gæti orðið sögulegt.

    Tilvistarkreppa Samfylkingar hefur enn dýpkað.

    • Þorsteinn Auðunn

      Skynsamleg og hárrét greining hér að ofan.
      þó ÖS séorðhákur mikill er hann ekki feiminn að fara sínar eigin slóðir.
      Hann er héld ég bara eini þingmapður samfylkingarinnar sem getur eitthvað.
      hitt eru bara aular.

  • Borgar Bui

    Þetta var flott!

    Endasnýting á handónýtum flokki. Nú vonandi sjá þeir fáu sem enn héldu að þetta fólk væri ærlegt og einhvers virði í íslenskum stjórnmálum.
    Good riddance segi ég bara og þarna hæfir skel kjafti.
    Pakk að spæla pakk.

    Því ver sem Samfylkingin fer því betra. Því fleiri kjósa vonandi Pírarta.

    ÞEIRRA TÍMI ER NEFNILEGA KOMINN GOTT !!!!!!!!!!!

  • Hallur Magnússon

    Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki mætt á samkomur Samfylkingarinnar frá kosningum ef heimildir mínar innan Samfó eru réttar. Hún mætti hins vegar galvösk á landsfundinn með hóp gamallra stuðningskvenna og gerði sitt til að fá fylgjendur sína til að styðja Sigríði Ingibjörgu. Tilviljun?

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    Jæja. þá hafa frammararnir eitthvað til að gleðjast yfir en líklegt er að „skamma stund verði vöggur feginn.“

    • Nei, Þórarinn,

      hefur ekkert með frammara að gera. Þetta er clusterfuck af stærstu gráðu hjá ykkur krötunum. Það er sársaukafullt að horfa upp á þetta. Þetta hefði ekki getað komið ver út hjá ykkur.

  • Hallur Magnússon

    Ég er ekki viss um að Frammararnir hafi viljað of veika Samfó. hvern eiga þeir þá að skamma!

  • Hallur Magnússon

    … en af ramhaldi af færslu minnni í morgun:

    „Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki mætt á samkomur Samfylkingarinnar frá kosningum ef heimildir mínar innan Samfó eru réttar. Hún mætti hins vegar galvösk á landsfundinn með hóp gamallra stuðningskvenna og gerði sitt til að fá fylgjendur sína til að styðja Sigríði Ingibjörgu. Tilviljun?“

    … er skemmtilegt að tengja inn á þessa frétt Moggans!

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/21/segjast_sja_fingrafor_johonnu/

  • Anna María Sverrisdóttir

    Að tala um launsátur er nánast paranoja. Það er ekkert launsátur í gangi, meira kjaftæðið. Sigríður Ingibjörg einfaldlega ákvað að fara í framboð á síðustu stundu, punktur basta.
    Sjálf er ég ekki sérlegur aðdáandi Árna Páls, met hann fyrir það sem hann er og Sigríði Ingibjörgu líka en er á þeirri skoðun að Katrín Júlíusdóttir hefði átt að fara fram gegn Árna Páli. Hún er frábær og yrði flottur formaður. Gæti jafnvel komið þessum flokki upp úr eymd sinni.
    En launsátur og plott um það sem var að gerast núna er fráleitt og ég skal segja þér að ég myndi vita af því ef svo væri.

    • Anna María, þetta er í besta falli hlægilegt hjá þér. Reyndar í samræmi við hræsnina í Sigríði Ingibjörgu: „´Ég ákvað þetta bara klukkan fimm í dag“. Algerlega útpælt og skipulegt. Klúðraðist bara gjörsamlega og endaði á því að verða allra versta mögulega útkoma fyrir Samfylkinguna, Árna Pál og Sigríði Ingibjörgu sem stendur eftir sem nornin sem stútaði flokkanum.

      Yndislegt á að horfa.

  • Góð greining, Hallur.

  • Miðað við klúðrið sem þessi kosning varð get ég ekki annað en trúað (og vonað) að Jóhanna standi á bak við framboð Sigríðar.

  • Katrín Júlíusdóttir er frábær, segir einhver sannfærður flokkshestur hér að ofan.

    Þessi setning segir eiginlega allt um ástandið í þessu þjóðfélagi

    Sjúkt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur