Föstudagur 27.03.2015 - 08:08 - 15 ummæli

Kristnir, arískir hryðjuverkamenn

Á meðan múslimar sæta nánast ofsóknum á Íslandi og víða um Evrópu vegna trúar sinnar og undir því yfirskyni að það sé hætta á því að þeir fremji hryðjuverk í nafni Íslam þá eru það kristnir aríar sem hafa framið mannskæðustu hryðjuverk í Evrópu undanfarin ár.

Norðmaðurinn Anders Behring Breivik sem myrti 69 manns árið 2011, þar af flest ungmenni allt niður í 14 ára börn og nú Þjóðverjinn Andreas Lubitz sem myrti 149 manns, þar með talin heilan barnaskólabekk og ungabörn.

Vissulega eru hryðjuverk íslamskra, morðóðra hryðjuverkamanna í Írak, Sýrlandi og Nígeríu skelfileg. En þau hryðjuverk eru ekki á ábyrgð venjulegra múslima á Íslandi eða annars staðar í Evrópu. Ekki frekar en hryðjuverk hinna kristnu aría eru ekki á ábyrgð kristinna Norðmanna eða Þjóðverja.

Fólk ætti að hafa það í huga …

VIÐBÓT:

Þegar pistillinn var skrifaður var ekkert komið fram um slæma geðheilsu flugmannsins. Ég hef fengið ábendingar um að það sé því vafasamt að kalla morðin á 150 farþegum flugvélarinnar „hryðjuverk“.  Það sjónarmið á fullan rétt á sér. Það breytir ekki verknaðinum og þeirri staðreynd að morðin sem framin voru af mögulega geðveilum manni hafa kostað margfalt fleiri mannslíf en mannskæðustu hryðjuverkaárásir múslima í Evrópu og að hinn kristni, hvíti Norðmaður  Anders Behring Breivik er þá versti hryðjuverkamaður í Vestur-Evrópu undanfarna áratugi – ef við skilgreinum ekki morðin á flugfarþegum þýsku farþegaþotunnar sem fórnarlömb hryðjuverks.  Niðurstaðan er sú sama: „Vissulega eru hryðjuverk íslamskra, morðóðra hryðjuverkamanna í Írak, Sýrlandi og Nígeríu skelfileg. En þau hryðjuverk eru ekki á ábyrgð venjulegra múslima á Íslandi eða annars staðar í Evrópu. Ekki frekar en hryðjuverk hinna kristnu aría eru ekki á ábyrgð kristinna Norðmanna eða Þjóðverja.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Eyjólfur Eyjólfsson

    Við þetta má kannski bæta að „Non-Muslims Carried Out More than 90% of All Terrorist Attacks in America“, einnig að „Islamist terror accounts for only 0.7% of attacks in Europe og að „Less Than 2 Percent Of Terrorist Attacks In The E.U. Are Religiously Motivated“.

    En..við skulum samt hafa mestar áhyggjurnar af „bölvuðu múslimunum“, athuga bakgrunn þeirra allra og helst „senda alla til baka“, svo við getum lifað friðsömu og áhyggulausu lífi, hér á Vesturlöndunum.

    1: http://www.globalresearch.ca/non-muslims-carried-out-more-than-90-of-all-terrorist-attacks-in-america/5333619

    2:http://www.counterfire.org/news/17599-graphic-islamist-terror-accounts-for-only-0-7-of-attacks-in-europe

    3: http://thinkprogress.org/world/2015/01/08/3609796/islamist-terrorism-europe/

    http://www.visir.is/thingmadur-spyr-hvort–islenskir-muslimar–hafi-farid-i-thjalfunarbudir-hrydjuverkamanna/article/2015150119743

    https://www.europol.europa.eu/category/publication-category/strategic-analysis/eu-terrorism-situation-trend-report-te-sat

  • Pálmi P.

    Þetta sýnist enn eitt Framsóknarbullið.

    Merkilegt þvi mörg þín skrif eru rökrétt og áhugaverð

    Það var í fréttum áðan að blessaður ógæfumaðurinn sem flaug vélinni í fjallið hafði átt við langvarandi geðvandamála að stríða, þunglyndi og kvíðaraskanir og hafði áður verið metinn áhæfur til að fljúga.

    Það þarf að endurskoða bakgrunnsrannsóknir flugmanna. Þetta er ekki hryðjuverkamaður, heldur geðveikur fjöldamorðingi, þar á er töluverður munur.

    Hryðjuverkamaður er stallur fyrir marga, fjöldamorðinginn er almennt vanheill á geði.

  • Eyjólfur Eyjólfsson

    Þá er líka hægt að segja að öll fyrri hryðjuverk séu i raun ekki hryðjuverk, heldur verk andlegra vanheila einstaklinga.Held að það gefi augaleið að allir sem drepa viljandi fjölda manna, kvenna og barna, séu í besta falli ekki skilgreindir við góða geðheilsu. Auðvitað eru þetta stórkostlega bilað fólk.

    Nei umræðan snýst um hættuna á fjöldamorðum á Vesturlöndum, – sumt fólk er hrætt við að deyja í einu slíku. Því er upphaflegt innlegg þitt algerlega valid, nefnilega að „á meðan múslimar sæta nánast ofsóknum á Íslandi og víða um Evrópu vegna trúar sinnar og undir því yfirskyni að það sé hætta á því að þeir fremji hryðjuverk í nafni Íslam þá eru það kristnir aríar sem hafa framið mannskæðustu hryðjuverk í Evrópu undanfarin ár“.

    Hryðjuverk eða fjöldamorð, – þetta er orðhengilsháttur. Ég held að fáir sætti sig betur við það að vera drepin af andlega vanheilum einstakling heldur en þeim, sem skilgreindir verða sem hryðjuverkamenn, – í andlegu jafnvægi þá væntanlega?

    Þeir sem flugu 11. sept. voru sem sagt hressir og jákvæðir einstaklingar við góða andlega heilsu (en urðu á augabragði óvart viðbjóðslegir múslímskir hryðjuverkamenn) en sá sem flaug vélinni í fjallið var „blessaður ógæfumaður sem hafði átt við langvarandi geðvandamál að stríða, þunglyndi og kvíðaraskanir“?

    Og þess vegna er alls ekki hægt að bera þetta saman, – og við þurfum því ekki að óttast neina nema múslima?

  • Kristinn Jens Sigurþórsson

    Breivik tók sérstaklega fram í sínu Manifestó að hann væri ekki kristinnar trúar. Það stendur m.ö.o. ekki steinn yfir steini í þessum pistli.

    • Afhverju klæddist hann þá eins og krossfari í myndbandinu og birti myndir af krossförum. Hefði hann verið múslimi og tekið fram að hann væri ekki trúaður en myndi birta mynd af Íslömskum hermanni, myndiru segja það sama um hann?

      • Kristinn Jens Sigurþórsson

        Ekki veit ég hvaða myndband þú ert að tala um, Agnes. Þú ættir kannski að koma með slóðina á það. Þó er auðvelt að geta sér þess til, að tengsl Breiviks við krossfarana séu þau, að hann lítur þannig á, að hann sé að berjast við sama óvin og þeir.

        Ég veit hins vegar ekki af hverju þér og fleirum er í mun að gera Breivik að kristnum manni, þegar það er alveg ljóst að hann þvertók sjálfur fyrir að vera kristinnar trúar. Ef hann var einhverrar trúar þá má segja að hann hafi verið vísindahyggjumaður, en það kemur mjög skýrt fram í hans manifestó að hann tæki alltaf vísindi fram yfir trúarbrögð. Að því leyti til má segja að hann eigi samleið með Vantrú hér á Íslandi.

        Varðandi múslimann sem þú nefnir, þá er dæmið sem þú setur upp contradiction in terms; það er ekkert til sem heitir ótrúaður múslimi. Að vera múslimi felur í sér trúarlega afstöðu.

        • Ég er ekki að segja að hann sé kristinn, en mér finnst nokkuð augljóst í þessu manifesto að hann líti á sig sem krossfara! Sem voru „kristnir“. alvöru sanntrúaður kristinn maður myndi aldrei fremja svona hryðjuverk. Frekar en sanntrúaður múslimi myndi aldrei fremja hryðjuverk.

          • Kristinn Jens Sigurþórsson

            Þú veist greinilega ekkert hvað þú ert að tala um, Agnes, og þekkir augljóslega ekki útleggingar á Kóraninum eða Hadíðunum. Sanntrúaðir múslimar hafa einmitt staðið fyrir hryðjuverkum og grimmdarverkum, eða heldurðu að ÍSIS sé bara samsafn af venjulegum glæpamönnum? ISIS, Hamas, Hisbollah eru t.d. allt samtök sem starfa á trúarlegum grunni Íslam og eru stoltir af. Andreas Breivik var aftur á móti í menningarvörn. Hann er fyrst og fremst vísindahyggjumaður (sem er einn angi vestrænnar menningar) og hefur sérstaklega lýst því yfir að hann sé ekki kristinnar trúar.

  • Þetta er nú ljóta bullið. Fordómafullt.

  • Petur Henry Petersen

    Þetta eru eitthvað svo skrítin rök. Vegna þess að það eru til menn (í fleirtölu, vegna þess að þeir eru tveir) sem drepa marga saklausa í Evrópu og einungis annar með einhverja jaðarpólitík að baki – þá á ekki að hafa áhyggjur af því að innan stórs hóps manna í Evrópu, þar sem oft ríkir andúð gegn vestrænum gildum og hluti fólka finnur til meiri samkenndar með ISIS en yfirvöldum, og hvers hluti hefur farið og barist sem sjálfboðaliðtar í stríði þar sem saklausir sjálboðaliðar eru hálshöggvnir og kveikt í mönnum lifandi, þá vegna þess – höfum við ekki rétt á að hafa áhyggjur? Svo má ræða hver lausnin er, kannski er hún réttlátara þjóðfélag, þar sem fólki er ekki lokað inn í ghettóum og fátæktrargildrum, kannski er hún að af alvöru leyfa ekki innflytjendum að komast upp með hvað sem er (sbr Noreg), kannski er það að loka landamærum? Kannski er það að aðgreina almennilega ríki og kirkju? Kannski er þetta dæmi um það að best er að taka á vandanum áður en hann myndast, læra af reynslu annara?

    Það má ræða það, en að er allaveganna ekki lausn að gera lítið úr vandanum vegna þess að geðveikur maður drepur saklaust fólk. Það er í besta falli ógáfulegt.

  • Hallur, þú átt greinilega í töluverðu bali með hugtakið hryðjuverk, en hinsvegar er ég sammála þér um það að fólk vill horfa framhjá því að Breivík var ekkert annað en hryðjuverkamaður.

  • Ólafur Jóhannsson

    Langstærstur hluti múslima er hið besta fólk.
    Vandamálið er að nokkrir öfgatrúarleiðtogar múslima predika ofbeldi í nafni trúarinnar og þessi málflutningur fær hljómgrunn hjá ákveðnum hópi múslima sem er utangarðs í samfélaginu.
    Einnig eru ákveðnar venjur og siðir meðal múslima sem rekast á vestræn gildi.

  • Þvílíkt bull þessi pistill. Hriðjuverk eru framinn til stuðnings ákveðnum skoðunum. Þess vegna voru Bader-Meinhof hriðjuverkasamtök. Þeirra hriðjuverk studdust við ákveðnar pólitískar skoðanir og nutu stuðnings einhverra sem studdu þær skoðanir. Breivik naut ekk stuðnings neinna hópa og enginn pólitískur hópur hefur stutt hans verk, hann er ekki hriðjuverkamaður heldur fjöldamorðingi sem hafði skoðanir, og ekkert meira en það.

    Hvernig pistlahöfundi dettur í hug að tengja flugmorðin við hriðjuverk verður hann sjálfur að svara fyrir. Voru einhver pólitísk skilaboð í þessum morðum? Pistlahöfundur verður að svara því. Hafa einhver pólitísk samtök blessað þessi morð? Auðvitað ekki, pistlahöfundur hefur ekki hugsað lengra en hann hafði vit til þegar þvælan var samin.

  • Kassandra

    Thessi pistill Halls Magnussonar er eitt af thvi faranlegasta sem eg hef lesid.

    Eg er sammala Bjarna i thvi sem hann segir.

    Her a eftir er slod a agaeta grein eftir Mauricio Rochas sem einu sinni var mjög framarlega i Folkpartiet, flokki frjalslyndra i Svithjod, en sem nu byr a Spani.
    Hann setur fram thrja möguleika a hversvegna muslimar tengjast svo mjög hrydjuverkum og geta menn myndad ser skodun sjalfir med tha ad leidarljosi.
    Sjalf hef eg mina skodun og aetla ekkert ad threngja henni upp a adra. En mer finnst timi til kominn ad thessi mal seu raedd opinskatt og an fordoma.

    http://www.svd.se/opinion/ledarsidan/olika-standpunkter-om-is-och-islam_4262245.svd

  • Ekki má gleyma IRA og ETA

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur