Ætli Kína sé ekki verulega ógnað af þessum Íslendingi sem leyfir sér að kaupa vatnsfyrirtæki í Kína! Ætla Kínverjar virkilega að leyfa manninum þetta. Væri ekki nær að kínverska ríkið stöðvi þennan ósóma og kaupi vatnsfyrirtækin? Sjá eftirfarandi frétt á visir.is : „Jón Ólafsson hefur keypt kínverska fyrirtækið China Water & drinks sem samanstendur af […]
Sósíalistinn Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Íslands ætti að taka til fyrirmyndar sósíalistann Thor Möger Pedersen sem í dag tók við embætti skattamálaráðherra Danmerkur. Hinn 26 ára skattamálaráðherra úr Sósíalíska þjóðarflokknum systurflokki VG gerir sér – andstætt Steingrími J. – fullkomlega ljóst að hófleg skattheimta á atvinnulífið tryggir aukin umsvif atvinnulífsins og þar af leiðandi tryggar skatttekjur – […]
Sigurvegarar dönsku þingkosninganna hinir frjálslyndu Radikale Venstre hafa sterka stöðu í nýrri ríkisstjórn Danmerkur auk þess sem þeir hafa sem betur fer náð mörgum frjálslyndum baráttumálum sínum fram í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkisstjórnar Jafnaðarmannaflokksins, Radikale Venstre og Sósíalíska þjóðarflokksins. Sem betur fer fyrir Danmörku. Hinn glæsilegi foringi danskrar jafnaðarmanna forsætisráðherrann Helle Thorning-Schmidt leiðir eðlilega ríkisstjórnina, […]
Undanfarið ár hafa heimsóknir á pistlavef minn á Eyjunni verið 169.695 talsins. Heimsóknirnar hafa verið frá 110 löndum. Mér þykir það dálítið merkilegt.
Það var tragikómískt að sjá leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu í sjúklegri afneitun þar sem allir túlkuðu kröftug mótmæli þjóðarinnar sem ádeilu á alla aðra en sjálfa sig. Þjóðin er að gagnrýna slaka ríkisstjórn og slaka stjórnarandstöðu. Þjóðin er að gefa ríkisstjórn og Alþingi ÖLLU gula spjaldið. Þetta sjálfhverfa lið fattar ekki hvað er í gangi. Því […]
Það styttist í tímamót í margra vikna baráttu andstæðinga aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu. Á næstu dögum mun 1% múrinn væntanlega falla á Facebook! Ég leit inn á Facebook síðuna „Ég vil draga ESB umsóknina til baka“. Þar hafa 3.176 eða 0,997325% þjóðarinnar sett „like“ á þessa andófssíðu gegn aðildarviðræðum. Þótt ég sé baráttumaður þess að ljúka aðildarviðræðum […]
Af hverju í ósköpunum er rafmagnsbílalaust á Íslandi? Við eigum nægt rafmagn og Reykjavík ætti að vera rafmagnsbílaborg heimsins #1! Það virðast einungis vera 11 rafmagnsbílar í gangi á Íslandi. Þetta er náttúrlega ekki á lagi. Það ætti að vera nánast regla fremur en undantekning að annar fjölskyldubíll af tveimur á höfuðborgarsvæðinu sé rafmagnsbíll. Stærsti hluti […]
Alþingismenn geta breytt þeirri ásýnd sinn að það sé skipað „…hjörð vitleysingja þar sem hver æpir upp í annan og málefnin fjúka út í veður og vind undan hrakviðri slagorðanna.” eins og svo skemmtilega er að orði komist í leiðara DV. Fyrst unnt var að breyta vinnubrögðum í borgarstjórn sem virtist algalin á fyrri hluta síðast […]
Mér sýnist gerðardómur hafa brotið 2.mgr.106.gr. almennrar hegningalaga nr. 19/1940 með úrskurði sínum um kjör lögreglumanna. Málsgreinin hljóðar svo: “Sá sem tálmar því á annan hátt að handhafi lögregluvalds eða tollgæsluvalds gegni skyldustörfum sínum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Geri maður öðrum opinberum starfsmanni slíkar tálmanir þá varðar það sektum eða […]
Það er rétt leið og hagkvæm hjá ríkisstjórninni að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila með lánum frá Íbúðalánasjóði hvað sem ríkisendurskoðandi segir. Sú leið tryggir lægstu mögulega vexti vegna byggingar hjúkrunarheimila, styrkir skuldabréfasafn Íbúðalánasjóðs og skilar sér í lægri vöxtum húsnæðislána til almennings í landinu. Því ríkistryggður Íbúðalánasjóður með stórt og öflugt lánasafn sem veðsett er „kollektívt“ í stórum […]