Davíð Oddsson er orðin pólitísk mús en ekki það pólitíska ljón sem hann eitt sinn var. Davíð hefur skriðið ofan í músarholuna sína á Hádegismóum og tístir þar að pólitískum andstæðingum sínum. Skopmyndateiknari í vinnu hjá Davíð sýnir nú meiri manndóm en hinn pólitíski ritstjóri. Skopmyndateiknarinn sem fór aðeins yfir strikið í teikningu sinni af Siv […]
Mér finnst menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir Thoroddsen Tulinius Möller fá allt of lítið hrós fyrir frábært framtak hennar sem tryggir öllum undir 25 ára aldri skólavist í kreppunni og atvinnuleysinu. Hún náði að kreista fram 6 milljarða í verkefnið. Verkefni sem skiptir afar miklu máli á þeim tímum sem við lifum á. Verkefni sem allavega VG, Samfó og […]
Ég og félagar mínir í FUF Reykjavík eins og Friðrik Jónsson sem nú vinnur hjá Alþjóðabankanum eftir farsælan feril í utanríkisþjónustunni og hjá alþjóðastofnunum starfandi í Afganistan, Steingrímur Sævarr Ólafsson ritstjóri Eyjunnar með meiru og hún Steingerður sem ég veit bara ekkert hvar er niðurkomin í dag – við gerðum allt vitlaust í Framsóknarflokknum árið 1985 þegar […]
Það er alveg ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir og félagar hennar í ríkisstjórninni vilja ekki að margvíslegt klúður þeirra komi fram í dagsljósið. Nóg er það samt. En er ekki einum of langt gengið að mistök Jóhönnu og Steingríms J. verði leyndó í 110 ár?
Vissuð þið að í Skagafirði eru um 1400 einstaklingar sem eiga mikilvægasta atvinnufyrirtæki byggðarlagsins – fyrirtæki sem hefur lagt sitt af mörkum til að byggja upp og viðhalda atvinnu í byggðalaginu? Vissuð þið að lunginn úr þeim fiskveiðikvóta sem Skagfirðingar hafa afnot af er ekki í eigu „kvótakóngs“ heldur þessara 1400 einstaklinga? Vissuð þið að Skagfirðingar […]
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stefnir að einkavaæðingu Íbúðalánasjóðs. Það liggur klárt og skýrt á borðinu. Nú er að sjá hvort vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fer að vilja Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eða hvort hún tryggur áfram tilvist Íbúðalánasjóðs í þeirri mynd sem hann hefur starfað frá 1999. Í fjórðu endurskoðun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins vegna efnahagssmála á Íslandi segir: „Sérstaklega mun […]
Það var flokkspólitík sem drap samningaviðræður ASÍ og SA. Forysta ASÍ er framlenging á Samfylkingunni – og hluti þingmanna Samfylkingar er framlenging ASÍ. Samtök Atvinnulífsins er framlenging mismunandi hluta Sjálfstæðisflokks – kvótakónga og annarra. Mismunandi flokkspólitískir hagsmunir þar sem pólitískt bakland ASÍ og pólitískt bakland SA sem hafa nýverið tekist á á Alþingi – tókust á […]
Samvinnustjórnmál voru rekin með góðum árangri í borgarstjórn Reykjavíkur í tíð síðari meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Samvinnustjórnmálin gengu upp af því að VG og Samfylking tóku þátt í þeim. Mál voru unnin í náinni samvinnu meirihluta og minnihluta og það náðist breið samstaða um mörg mikilvæg mál. Það þýddi ekki að allir væru sammála og að […]
Við eigum að hleypa ESB svínum til Íslands. Dauðum. En í heilum skrokkum eingöngu. Og svo fremi sem 100% öruggt sé að svínin beri ekki með sér smitandi dýrasjúkdóma. Á móti eigum við að tryggja íslenskum lömbum hindrunarlaust aðgengi að ESB löndum. Íslenskum rollum líka. Hvernig? Jú, með því að semja við ESB um að […]
Staðan í íslenskum stjórnmálum er nú svipuð og fyrir 100 árum þegar gömlu flokkarnir sem tókust á um heimastjórnarmálin voru orðnir úreltir og flokkakerfið stokkaðist upp. Upp úr þeirri uppstokkun mótaðist í grunninn það flokkakerfi sem við höfum búið við síðan og staðist fjölmörg áhlaup, klofninga og nýja flokka. Núverandi flokkakerfi er jafn úrelt og […]