Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 21.04 2011 - 10:26

Davíð Oddsson pólitísk mús

Davíð Oddsson er orðin pólitísk mús en ekki það pólitíska ljón sem hann eitt sinn var.  Davíð hefur skriðið ofan í músarholuna sína á Hádegismóum og tístir þar að pólitískum andstæðingum sínum. Skopmyndateiknari í vinnu hjá Davíð sýnir nú meiri manndóm en hinn pólitíski ritstjóri.   Skopmyndateiknarinn sem fór aðeins yfir strikið í teikningu sinni af Siv […]

Miðvikudagur 20.04 2011 - 18:56

Kata Thoroddsen flott!

Mér finnst menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir Thoroddsen Tulinius Möller fá allt of lítið hrós fyrir frábært framtak hennar sem tryggir öllum undir 25 ára aldri skólavist í kreppunni og atvinnuleysinu. Hún náði að kreista fram 6 milljarða  í verkefnið. Verkefni sem skiptir afar miklu máli á þeim tímum sem við lifum á. Verkefni sem allavega VG, Samfó og […]

Þriðjudagur 19.04 2011 - 20:28

Framsóknarsmokkurinn

Ég og félagar mínir í FUF Reykjavík eins og Friðrik Jónsson sem nú vinnur hjá Alþjóðabankanum eftir farsælan feril í utanríkisþjónustunni og hjá alþjóðastofnunum starfandi í Afganistan, Steingrímur Sævarr Ólafsson ritstjóri Eyjunnar með meiru og hún Steingerður sem ég veit bara ekkert hvar er niðurkomin í dag – við gerðum allt vitlaust í Framsóknarflokknum árið 1985 þegar […]

Þriðjudagur 19.04 2011 - 12:20

Jóhanna leyndó í 110 ár?

Það er alveg ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir og félagar hennar í ríkisstjórninni vilja ekki að margvíslegt klúður þeirra komi fram í dagsljósið. Nóg er það samt. En er ekki einum of langt gengið að mistök Jóhönnu og Steingríms J. verði leyndó í 110 ár?

Mánudagur 18.04 2011 - 17:39

1400 mikilvægir Skagfirðingar

Vissuð þið að í Skagafirði eru um 1400 einstaklingar sem eiga mikilvægasta atvinnufyrirtæki byggðarlagsins – fyrirtæki sem hefur lagt sitt af mörkum til að byggja upp og viðhalda atvinnu í byggðalaginu?  Vissuð þið að lunginn úr þeim fiskveiðikvóta sem Skagfirðingar hafa afnot af er ekki í eigu „kvótakóngs“ heldur þessara 1400 einstaklinga? Vissuð þið að Skagfirðingar […]

Sunnudagur 17.04 2011 - 13:33

AGS vill einkavæða ÍLS

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stefnir að einkavaæðingu Íbúðalánasjóðs. Það liggur klárt og skýrt á borðinu. Nú er að sjá hvort vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fer að vilja Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eða hvort hún tryggur áfram tilvist Íbúðalánasjóðs í þeirri mynd sem hann hefur starfað frá 1999. Í fjórðu endurskoðun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins vegna efnahagssmála á Íslandi segir: „Sérstaklega mun […]

Laugardagur 16.04 2011 - 09:26

Flokkspólitík ASÍ og SA

Það var flokkspólitík sem drap samningaviðræður ASÍ og SA.  Forysta ASÍ er framlenging á Samfylkingunni – og hluti þingmanna Samfylkingar er framlenging ASÍ.  Samtök Atvinnulífsins er framlenging mismunandi hluta Sjálfstæðisflokks – kvótakónga og annarra. Mismunandi flokkspólitískir hagsmunir þar sem pólitískt bakland ASÍ og pólitískt bakland SA sem hafa nýverið tekist á á Alþingi – tókust á […]

Föstudagur 15.04 2011 - 13:16

Samvinnustjórnmál takk fyrir!

Samvinnustjórnmál voru rekin með góðum árangri í borgarstjórn Reykjavíkur í tíð síðari meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Samvinnustjórnmálin gengu upp af því að VG og Samfylking tóku þátt í þeim.  Mál voru unnin í náinni samvinnu meirihluta og minnihluta og það náðist breið samstaða um mörg mikilvæg mál. Það þýddi ekki að allir væru sammála og að […]

Fimmtudagur 14.04 2011 - 11:23

ESB svínin til Íslands!

Við eigum að hleypa ESB svínum til Íslands. Dauðum. En í heilum skrokkum eingöngu. Og svo fremi sem 100% öruggt sé að svínin beri ekki með sér smitandi dýrasjúkdóma. Á móti eigum við að tryggja íslenskum lömbum hindrunarlaust aðgengi að ESB löndum. Íslenskum rollum líka. Hvernig? Jú, með því að semja við ESB um að […]

Miðvikudagur 13.04 2011 - 13:39

Hrun 100 ára flokkakerfis?

Staðan í íslenskum stjórnmálum er nú svipuð og fyrir 100 árum þegar gömlu flokkarnir sem tókust á um heimastjórnarmálin voru orðnir úreltir og flokkakerfið stokkaðist upp. Upp úr þeirri uppstokkun mótaðist í grunninn það flokkakerfi sem við höfum búið við síðan og staðist fjölmörg áhlaup, klofninga og nýja flokka. Núverandi flokkakerfi er jafn úrelt og […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur