Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 04.01 2011 - 22:22

Sjálfstæðisflokkurinn týndur

Sjálfstæðisflokkurinn virðist algerlega týndur í stjórnmálaumræðunni þessa dagana á meðan Framsókn og villikettirnir í VG eru áberandi í hinu pólitíska sviðsljósi. Það sem merkilegra er – það virðist enginn sakna Sjálfstæðisflokksins!

Þriðjudagur 04.01 2011 - 08:21

Beðið eftir VaffGé

Það er víða beðið eftir VG.  ESB armur VG, Samfylkingin, Framsókn, þjóðin. Allir bíða eftir VG. Á morgun kemur í ljós hvort villikettirnir leggja niður rófuna og leggjast malandi í faðm Steingríms J. og Jóhönnu – eða hvort villikettirnir fara á flakk. Ég spái því að villikettirnar leggi niður rófuna og lepji úr rjómaskál ríkisstjórnarinnar […]

Mánudagur 03.01 2011 - 11:23

Samfélag á villigötum

Við erum samfélag á villigötum. Viðhorfið „Allt er bannað sem ekki er sérstaklega leyft“ hefur tekið yfir. Til að fylgja eftir þessu hættulega viðhorfi er verið að setja á fót eftirlitsnefnd á eftirlitsnefnd ofan. Tjáningafrelsi er forsenda þess að við getum varið önnur réttindi okkar. Nú er verið að setja á fót ríkisrekna eftirlitsnefnd með […]

Sunnudagur 02.01 2011 - 21:30

Quis custodiet ipsos custodes?

Quis custodiet ipsos custodes?

Laugardagur 01.01 2011 - 17:57

Kjarni lýðræðisins er vilji fólksins

„Kjarni lýðræðisins er vilji fólksins. Svo einfalt er það, hvað sem líður kenningum eða visku spekinganna“ Þetta er rétt hjá forseta lýðveldisins.  Hins vegar eiga stjórnmálamenn afar erfitt með að sætta sig við þessa staðreynd. Ekki hvað síst núverandi leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Forsetinn sagði einnig: „Þá er áríðandi að allir þeir sem kjörnir eru hafi jafnan […]

Föstudagur 31.12 2010 - 17:42

Aðeins 10 íslenskir flóttamenn á dag

Jóhanna Sigurðardóttir er ánægð með að það séu „einungis“ 10 íslenskir flóttamenn sem flýja ríkisstjórn hennar daglega og flytja úr landi. Jóhanna hélt að það yrðu miklu fleiri sem myndu flýja hana og ríkisstjórn hennar. En ef við setjum þetta í sögulegt samhengi  – þá hafa ekki fleiri Íslendingar flúið land síðan síðasta hungursneyðin á […]

Fimmtudagur 30.12 2010 - 21:41

Íslenska vaðmálskrónan og kúgildin

Einstaka hagfræðingar reyna um þessar mundir að verja íslensku vaðmálskrónuna. Benda á að í kjölfar hruns sem hannað var af Seðlabankanum í viðleitni þeirrar annars ágætu stofnunar til að viðhalda vaðmálskrónunni þá sé betra að hafa vaðmálskrónuna tímabundið vegna „sveigjanleika“ hennar sem geti hjálpað til við að draga okkur upp úr kúadellunni. Gleyma því reyndar […]

Fimmtudagur 30.12 2010 - 11:42

Ótrúlegt fylgi Bezta flokksins

Það er ekki frétt að Bezti flokkurinn skuli hafa misst 8% fylgi frá kosningum.  Það er frétt að Bezti flokkurinn haldi 27% fylgi í skoðanakönnun Capacent. Það er líka frétt og áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna sem galt afhroð í borgarstjórnarkosningunum að fylgi við flokkinn haggast ekkert. Það liggur í sama botninum og áður. Það er hins […]

Miðvikudagur 29.12 2010 - 10:56

Ríkisstjórn slegin af í beinni

Ríkisstjórn Samfylkingar, Framsóknar og starfhæfs hluta VG virðist hafa verið slegin af nánast í beinni útsendingu á vefmiðlunum í gær. Málið var greinilega ekki nægilega þroskað til þess að möguleg ný ríkisstjórn gæti staðið af sé atgang fjölmiðlamanna – enda hefði þurft að gera upp mál innan VG áður en næstu skref yrðu tekin. Nú […]

Þriðjudagur 28.12 2010 - 13:59

90% misskilningur þjóðarinnar

90% þjóðarinnar virðist haldinn misskilningi um að svokölluð 90% almenn lán Íbúðalánasjóðs hafi átt 90% hlut í þenslu á fasteignamarkaði árin 2004 – 2006 og þannig verið ein ástæða efnahagshrunsins.  Hið rétt er að 90% almenn lán Íbúðalánasjóðs hafa ekkert með fasteignabóluna að gera. Staðreyndin er nefnilega sú að sjaldan í sögunni hafði Íbúðalánasjóður veitt hlutfallslega færri […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur