Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra hefur nú opnað rifu á dyragátt ríkisstjórnarinnar fyrir Framsókn, en eins og ég benti á fyrir jól í pistlinum „Framsókn á leið í ríkistjórn“, þá þarf ríkisstjórnin að móta nýja peningamálastefnu og efnahagsstefnu til framtíðar og tryggja slíkum áætlunum breiðan stuðning. Slíkan stuðning tryggir ríkisstjórnin einungis með því að […]
Það kemur ekki allskostar á óvart að nú sé í undirbúningi stofnun frjálslynds miðhægriflokks, en Eyjan skúbbaði á Þorláksmessu að tenórinn og tollarinn Guðbjörn Guðbjörnsson væri að undirbúa stofnun slíks flokks og að undirbúnings og málefnavinna hafi staðið í allt haust. Guðbjörn sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum með stæl þegar íhaldsöflin og stækir andstæðingar Evrópusambandsins höfðu […]
Jólin boða nýtt upphaf. Hvort sem um er að ræða jólin í hinum forna norræna sið þar sem jólablót voru haldinn til að fagna því að sól tók að rísa að nýju eða hin kristnu jól þar sem fæðing Jesús boðaði nýtt ljós og nýtt upphaf. Það verður spennandi að fylgja nýju upphafi í kjölfar […]
Framsóknarflokkurinn er á leið í ríkisstjórn. Ástæðan er einföld. Verkefni næstu mánaða eru það viðamikil og mikilvæg fyrir framtíð þjóðarinnar að eina leiðin til að leysa þau er breið samstaða og sterk ríkisstjórn. Tíminn er of naumur fyrir þingkosningar þannig að Samfylking og VG hafa ekki annan kost en að taka Framsóknarflokkinn með í ríkisstjórn. […]
Friðhelgi einkalífs er einn af grunni siðaðs samfélags. Það á líka við þegar stjórnmálamenn eiga í hlut. Söguburður um stjórnmálamenn er hins vegar oft svæsinn. Nú hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra borið hendur yfir höfuð sér vegna slíkra sögusagna og segir meðal annars: „Ég kippi mér ekki upp við atgang sem að mér snýr […]
Það er eitt að rækta upp landið í eðlilegu jafnvægi þar sem borin er virðing fyrir þeim sérstæða og viðkvæma hefðbundna íslenska lággróðri og fágætu birkiskógum sem fyrir eru. Annað að ryðjast óbeislað yfir íslenska náttúru með því að eitra fyrir henni með lúpínu og ganga á dýrmætt votlendi með illa ígrundaðri lerkirækt. Það verður […]
Jólin 2004 hafði húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu rokið upp úr öllu valdi á fjórum mánuðum. Það var í boði bankanna. Alþingi hefur nú ákveðið að láta gera óháða rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs og meðal annars meint áhrif sjóðsins á hækkun húsnæðisverðs og þenslu haustið 2004. Slík rannsókn er afar mikilvæg til þess að hrekja þær […]
Það var sem mig grunaði. Uppnámið kring um fjárlögin var hefðbundinn sýndarveruleiki Vinstri grænna. VG hefur lengi leikið þann leik að hafa tvær skoðanir í hverju máli og tryggt að það séu tveir til þrír þingmenn í sýndarandófi gegn ríkisstjórninni. Hins vegar er alltaf tryggt í VG försunum að meirihluti sé á bak við ríkisstjórnina […]
Það þarf alvöru samkeppni í skattheimtu á Íslandi. Gegndarlaus skattpíning sem „Norræna velferðarstjórnin“ stendur fyrir er allt að drepa og þá ekki hvað síst landsbyggðina. Núverandi svigrúm sveitarfélaganna til samkeppni í skattheimtu er nánast engin og gefur Íslendingum ekkert raunverulegt val á grunni misjafnar skattheimtu. Við náum hins vegar fram grunni fyrir alvöru samkeppni í […]
Er Andri Geir Arinbjarnarson að ritskoða mig? Nú hef ég beðið í margar klukkustundir eftir því að Andri Geir birti eftirfarandi athugasemd mína: Hallur Magnússon 17.12 2010 kl. 13:33 # Your comment is awaiting moderation. Andri Geir. Ekki gleyma því að Íbúðalánasjóður er með ótakmarkaða ríkisábyrgð auk þess sem greiðsluflæði er tryggt úr nánast öllu […]