Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 23.01 2014 - 18:39

Afnemum verðtrygginguna!

Afnemum verðtrygginguna. Tökum upp evru. Málið dautt.

Miðvikudagur 22.01 2014 - 19:31

Skaginn skákar ASÍ!

Dagar Gylfi Arnbjörnssonar hjá ASÍ eru brátt taldið. Skaginn skákar honum út. Næsti forseti Alþýðusambands Íslands verður Vilhjálmur Birgisson. Kosinn af grasrótinni.

Laugardagur 11.01 2014 - 14:28

Ísland endurvakti glóðina!

Íslenska „mentalítetið“ leikur mikilvægt hlutverk í knattspyrnuliðinu Start í Kristiansand sem spilar  í efstu deild í Noregi.  Það er ekki einungis að tveir lykilmenn Start séu Íslendingar, þeir Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson, heldur hafa tveir aðrir leikmenn liðsins bakgrunn frá Íslandi. Það eru þeir Babacar Sarr frá Senegal og Norðmaðurinn Robert Sandnes sem eiga […]

Fimmtudagur 19.12 2013 - 11:28

Bogi er maðurinn!

Bogi Ágústsson er rétti maðurinn til að taka við sem útvarpsstjóri á erfiðum tímum hjá RÚV. Málið er ekki flóknara en það!

Laugardagur 14.12 2013 - 16:09

DD listi getur bjargað íhaldinu!

Sjálfstæðisflokkurinn á ekki séns í komandi borgarstjórnarkosningum með óbreyttan,steingeldan, karlalista sem kom út úr prófkjörinu. Eina von íhaldsins er að Sjálfstæðiskonur bjóði fram DD lista! Leiðtogar annarra framboða munu verða sterkir. Miklu vænlegri kostur en miðaldrakarlalisti Sjálfstæðisflokksins sem sækja leiðtogaefni sitt langt út fyrir borgarmörkin! Það sýnir veikleika þeirra. Dagur B. mun að sjálfsögðu leiða […]

Miðvikudagur 20.11 2013 - 19:52

Óskar áfall fyrir íhaldið

Það er áfall fyrir íhaldið að Óskar Bergsson skuli leið lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.  Allir sem þekkja til vita að Óskar Bergsson er með yfirburða þekkingu á borgarmálum sem verðandi oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur ekki!  Reyndar vann Óskar það afrek innan Framsóknarflokksins á sínum tíma að fá flokksþing til að samþykkja sérstaka höfuðborgarstefnu samhliða hefðbundinni byggðastefnu […]

Föstudagur 25.10 2013 - 15:43

Lesbían Jóhanna Sigurðardóttir

Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur. Sem embættismaður átti ég í nokkrum samskiptum við hana – oftast þegar hún var að leita eftir upplýsingum. Mér fannst hún kröfuhörð en samt sanngjörn. Mat það greinilega ef hún fékk upplýsingarnar betur unnar en nauðsynlegt var. Hrós frá henni skipti mig meira máli en frá […]

Miðvikudagur 23.10 2013 - 21:27

Er búseturéttarformið sagnfræði?

Nú þegar Búseti í Reykjavík minnist þess að félagið hefur starfað í 30 ár þá er ekki úr vegi að taka stöðuna í rekstri og umhverfi húsnæðissamvinnufélaga með búseturéttarformi. Staðan er ekki góð þrátt fyrir að búseturéttarformið sé að mörgu leiti snilld. Reyndar er staðan þannig að búseturéttarformið er nánast sagnfræði á Íslandi. Ríkisstjórnir Framsóknarflokks […]

Miðvikudagur 16.10 2013 - 19:09

Galin forstjóri fjármálaeftirlitsins?

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins virðist gersamlega galinn! Yfirlýsingar hennar á Bloomberg um Íbúðalánasjóð eru að líkindum alvarlegustu afglöp íslensks embættismanns allavega frá hruni. Jafnvel þótt ummæli hennar stæðust raunveruleikann – sem allar líkur eru á að þau geri ekki – þá er það hrein og klár aðför að íslensku efnahagslífi að hún sem forstjóri FME láti ummælin […]

Fimmtudagur 26.09 2013 - 18:23

Mannréttindabrot RNA á ÍLS

Það er engum vafa undirorpið að Rannsóknarnefnd Alþingis á Íbúðalánasjóði braut gróflega á mannréttindum Guðmundar Bjarnasonar fyrrum framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs þegar rannsóknarnefndinn hafnaði Guðmundi um andmælarétt við skýrslu nefndarinnar. Skýrslu þar sem vegið var alvarlega að æru Guðmundar með rangfærslum og dylgjum sem þegar hafa verið hraktar. Sem betur fer sá Alþingi sóma sinn í því […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur