Þriðjudagur 4.10.2011 - 08:39 - 6 ummæli

Ógnar Íslendingur Kína?

Ætli Kína sé ekki verulega ógnað af þessum Íslendingi sem leyfir sér að kaupa vatnsfyrirtæki í Kína!  Ætla Kínverjar virkilega að leyfa manninum þetta. Væri ekki nær að kínverska ríkið stöðvi þennan ósóma og kaupi vatnsfyrirtækin?

Sjá eftirfarandi frétt á visir.is :

„Jón Ólafsson hefur keypt kínverska fyrirtækið China Water & drinks sem samanstendur af níu fyrirtækjum. Fyrirtækin starfa í austur og suðaustur Kína. Meðal annars í Hong Kong, Sjanghæ, Guangzhou og Xian

Fyrirtækið var áður í eigu Heckmann fyrirtækisins.

Rúmlega þúsund manns starfa hjá fyrirtækjunum og framleiðslugeta fyrirtækjanna eru 1,3 milljarður flaskna á ári.

Fyrirtæki Jóns, Icelandic Water Holdings ehf., var stofnað í apríl 2004 og er staðsett í Ölfusi. Félagið er í eigu Jóns Ólafssonar, Kristjáns Ólafssonar og Anaheuser-Busch.“

Slóðin á fréttina hér.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 3.10.2011 - 15:41 - 4 ummæli

Sósíalistinn lækkar skatta!

Sósíalistinn Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Íslands ætti að taka til fyrirmyndar sósíalistann Thor Möger Pedersen sem í dag tók við embætti skattamálaráðherra Danmerkur.

Hinn 26 ára skattamálaráðherra úr Sósíalíska þjóðarflokknum systurflokki VG gerir sér – andstætt Steingrími J. – fullkomlega ljóst að hófleg skattheimta á atvinnulífið tryggir aukin umsvif atvinnulífsins og þar af leiðandi tryggar skatttekjur – meðan skattpíning drepur atvinnulífið, eykur svartra vinnu og dregur úr tekjum ríkisins.

Eftirfarandi frétt má lesa á vef danska ríkissjónvarpsins:

„SF’s nye skatteminister starter jobbet med et meget konkret løfte til landets boligejere. Thor Möger Pedersen lover nemlig, at boligskatterne ikke kommer til at stige under ham.

– Jeg kan garantere, at boligskatten ikke bliver hævet, siger Thor Möger Pedersen, der med sine kun 26 år bliver Danmarks yngste minister nogen sinde.

Sænke skat på arbejde
SF-kometens første store opgave bliver at stå i spidsen for en skattereform, der skal sænke skatten på arbejde markant.

– Det bliver en skattereform med en bred palet af virkemidler. Den skal være social velafbalanceret, den skal sænke skatten på arbejde markant, og skal være fuldt finansieret, siger den nye skatteminister.

Ingen millionærskat
Det ligger fast, at skattereformen ikke kommer til at omfatte den omstridte millionærskat på de højeste indkomster, og at bankskatten også er droppet efter krav fra De Radikale. Det er prisen for at få et regeringsgrundlag, som alle tre partier kunne nikke ja til.

 – Vi ville have et bredt forlig, og det har vi fået. Derfor er jeg ikke skuffet over, at millionærskatten og bankskatten er gledet ud, siger Thor Möger Pedersen.“

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 2.10.2011 - 22:57 - 5 ummæli

Sterk staða frjálslyndra

Sigurvegarar dönsku þingkosninganna hinir frjálslyndu Radikale Venstre hafa sterka stöðu í nýrri ríkisstjórn Danmerkur auk þess sem þeir hafa sem betur fer náð mörgum frjálslyndum baráttumálum sínum fram í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkisstjórnar Jafnaðarmannaflokksins, Radikale Venstre og Sósíalíska þjóðarflokksins.  Sem betur fer fyrir Danmörku.

Hinn glæsilegi foringi danskrar jafnaðarmanna forsætisráðherrann Helle Thorning-Schmidt leiðir eðlilega ríkisstjórnina, en Margrethe Vestager formaður Radikale Venstre hefur verið skilgreind sem næstráðandi og staðgengill Helle Thorning-Schmidt.  Margrethe Vestager mun gegna embætti efnahags og innanríkisráðherra en leiðtogi SF Villy Søvndal verður utanríkisráðherra.

Það vekur athygli að kirkjumálaráðherra Dana hótaði að segja sig úr dönsku þjóðkirkjunni fyrr á árinu. Hinn indversk ættaði Manu Sareen er einn sex ráðherra Radikale Venstre. Ástæða þess að Manu Sareen vildi segja sig úr þjóðkirkjunni var sú niðurstaða kirkjunnar að heimila ekki samkynhneygðum að gifta sig í dönsku þjóðkirkjunni.

Það verður spennandi að sjá samskipti hins frjálslynda kirkjumálaráðherra og dönsku þjóðkirkjunnar!

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 2.10.2011 - 11:20 - 5 ummæli

169.695 heimsóknir 110 lönd

Undanfarið ár hafa  heimsóknir á pistlavef minn á Eyjunni verið 169.695 talsins. Heimsóknirnar hafa verið frá 110 löndum.  Mér þykir það dálítið merkilegt.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 1.10.2011 - 20:15 - 7 ummæli

Ekki benda á mig!

Það var tragikómískt að sjá leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu í sjúklegri afneitun þar sem allir túlkuðu kröftug  mótmæli þjóðarinnar sem ádeilu á alla aðra en sjálfa sig. Þjóðin er að gagnrýna slaka ríkisstjórn og slaka stjórnarandstöðu. Þjóðin er að gefa ríkisstjórn og Alþingi ÖLLU gula spjaldið.

Þetta sjálfhverfa lið fattar ekki hvað er í gangi.

Því miður.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 28.9.2011 - 21:51 - 13 ummæli

1% vill hætta við umsókn!

Það styttist í tímamót í margra vikna baráttu andstæðinga aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu. Á næstu dögum mun 1% múrinn væntanlega falla á Facebook!

Ég leit inn á Facebook síðuna „Ég vil draga ESB umsóknina til baka“. Þar hafa 3.176 eða 0,997325% þjóðarinnar sett „like“ á þessa andófssíðu gegn aðildarviðræðum.

Þótt ég sé baráttumaður þess að ljúka aðildarviðræðum að ESB – og að þjóðin taki afstöðu til niðurstöðunnar í þjóðaratkvæðagreiðslu – þá hvet ég bjölluatsliðið sem vill draga umsóknina til baka til að sýna vilja sinn í verki og smella á „like“ svo 1% múrinn falli.

Slóðin er hér: http://www.facebook.com/ekkiesb

VIÐBÓT:

Þar sem í athugasemdakerfi mínu er gefið í skyn að ekkert sé að marka faccebook undirskriftarlista – þá vil ég taka fram eftirfarandi:

Þrátt fyrir auglýsingaherferð samtaka sem kalla sig skynsemi.is – og greinaskrif áhrifamanna eins og Guðna Ágústssonar – þá hafa einungis 6.159 skrifað undir áskorunina hjá skynsemi.is:

„Við skorum á Alþingi að leggja til hliðar
aðildarumsókn að Evrópusambandinu.“
 
Það mun vera innan við 2% þjóðarinnar.
 
Reyndar segir einnig á skynsemi.is : Til að gæta nafnleyndar er ekki gerð athugasemd við tvískráningar en þeim er þó eytt reglulega. IP tölur eru skráðar svo unnt sé að koma í veg fyrir misnotkun.

Þetta þýðir á íslensku að það eru ekki einu sinni víst að 6.159 sem hafi skrifað undir áksorunina. Væntanlega hafa einhverjir skrifað tvisvar.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 28.9.2011 - 07:39 - 16 ummæli

Rafmagnsbílalaust á Íslandi!

Af hverju í ósköpunum er rafmagnsbílalaust á Íslandi? Við eigum nægt rafmagn og Reykjavík ætti að vera rafmagnsbílaborg heimsins #1!   Það virðast einungis vera 11 rafmagnsbílar í gangi á Íslandi.  Þetta er náttúrlega ekki á lagi.

Það ætti að vera nánast regla fremur en undantekning að annar fjölskyldubíll af tveimur á höfuðborgarsvæðinu sé rafmagnsbíll. Stærsti hluti aksturs flestra er innan marka höfuðborgarsvæðisins þar sem ekki er þörf á stórum jeppum.

Reyndar ók ég rafmagnsdrifnum Mercedes jeppa í sumar – og það var snilld!

Ríki og Reykjavíkurborg eiga að sjálfsögðu að leggja sitt af mörkum til að fjölga verulega rafmagnsbílum. Ríki með niðurfellingu á aðflutningsgjöldum og okursköttum. Reykjavíkurborg með því að setja upp rafmagnsstæði víðs vegar um borgina og tryggja rafmagnsbílum ókeypis í bílastæði.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 27.9.2011 - 12:18 - 13 ummæli

Málefnalegt Alþingi er möguleiki

Alþingismenn geta breytt þeirri ásýnd sinn að það sé skipað „…hjörð vitleysingja þar sem hver æpir upp í annan og málefnin fjúka út í veður og vind undan hrakviðri slagorðanna.” eins og svo skemmtilega er að orði komist í leiðara DV. 

Fyrst unnt var að breyta vinnubrögðum í borgarstjórn sem virtist algalin á fyrri hluta síðast kjörtímabilsins yfir í fyrirmyndar vinnubrögð í borgarstjóratíð Hönnu Birnu – þar sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks náði saman við minnihluta Samfylkingar og VG um heilbrigð samvinnustjórnmál – þá er unnt að breyta vinnubrögðum á Alþingi.

Það er nefnilega rétt sem hinn öflugi og málefnalegi þingmaður Eygló Harðardóttir kemur að í Eyjupistli sínum þegar hún segir:

„Það er ekki nóg að vera bara á móti, til þess að vera á móti. Stjórnarandstaða verður að grundvallast á hugmyndafræði og stefnu, ekki því einu að vilja koma ríkisstjórninni frá völdum. Það er ekkert óeðlilegt við að þingmenn takist á, en þau átök verða að vera málefnaleg. Við eigum öll að bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, þó okkur greini á um hvernig best sé að tryggja hann. Þjóðin virðist bara ekki trúa því að svo sé.“

En Alþingi hefur ekki  langan tíma. Því þrátt fyrir fyrirmyndar vinnubrögð í borgarstjórn síðari hluta kjörtímabils síðustu borgarstjórnar – þá refsuðu kjósendur í Reykjavík harðlega öllum  þeim flokkum sem þá áttu þar fulltrúa. Framsóknarflokkurinn þurrkaðist út en Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG töpuðu miklu fylgi.

Kannske þarf Sjálfstæðisflokkurinn Hönnu Birnu í leiðtogasætið, VG Svandísi Svavars sem átti stóran þátt í velheppnaðri samvinnustefnu Hönnu Birnu í borgarstjórn með því að taka þátt í henni af heilum hug þótt í minnihluta væri, Eygló í leiðtogasæti Framsóknarflokksins og … hmmm … einhvern annan en Jóhönnu í leiðtogasæti Samfylkingar til þess að breyta niðurdrepandi skotgrafapólitík Alþingis.

Því ef þingmenn breyta ekki vinnubrögðum sínum þá er ljóst að þjóðin mun refsa núverandi Alþingismönnum harðlega í næstu Alþingiskosningum.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 24.9.2011 - 08:13 - 5 ummæli

Braut gerðardómur lög?

Mér sýnist gerðardómur hafa brotið 2.mgr.106.gr. almennrar hegningalaga nr. 19/1940 með úrskurði sínum um kjör lögreglumanna.

Málsgreinin hljóðar svo:

“Sá sem tálmar því á annan hátt að handhafi lögregluvalds eða tollgæsluvalds gegni skyldustörfum sínum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Geri maður öðrum opinberum starfsmanni slíkar tálmanir þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

En án alls gálgahúmors þá er það deginum ljósara að launakjör þau sem gerðardómur ákvarðaði hefur tálmað því að lunginn úr þeirri hæfu lögreglu sem við enn búum við geti gegnt skyldustörfum sínum.  Við fáum ekki til starfa það vandaða fólk sem nauðsynlegt er til að viðhalda hæfu lögregluliði auk þess sem hætt er við að hæfustu lögreglumennirnir verða að leita annarrar vinnu.

Hvar stöndum við Íslendingar þá?

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 23.9.2011 - 07:51 - 4 ummæli

Rétt hjá ríkisstjórninni

Það er rétt leið og hagkvæm hjá ríkisstjórninni að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila með lánum frá Íbúðalánasjóði hvað sem ríkisendurskoðandi segir.  Sú leið tryggir lægstu mögulega vexti vegna byggingar hjúkrunarheimila, styrkir skuldabréfasafn Íbúðalánasjóðs og skilar sér í lægri vöxtum húsnæðislána til almennings í landinu.

Því ríkistryggður Íbúðalánasjóður með stórt og öflugt lánasafn sem veðsett er „kollektívt“ í stórum hluta íbúðarhúsnæðis og í húsnæði hjúkrunarheimila víðs vegar um landið er tryggari lánveitandi en ríkið eitt og sér – svo einkennilega sem það hljómar í fyrstu.

Þá einfaldar þessi leið breytingu á rekstrar og eignarformi hjúkrunarheimila ef menn vilja breyta því í framtíðinni. Það er ekkert sem segir að ríkið vilji ekki flytja reksturinn til sveitarfélaga, samvinnufélaga, sjálfseignarfélaga eða einkaaðilja í framtíðinni.

Möguleikinn á lánveitingu úr Íbúðalánasjóði gerir slíkum aðiljum sem vilja reka hjúkrunarheimili utan ríkisrekstrarins kleift að byggja upp hjúkrunarheimili sem mikill skortur er á – og þannig hraðað nauðsynlegri uppbyggingu sem við verðum að fara í hvort sem okkur líkar betur eða verr. Því þjóðin mun halda áfram að eldast og þarfnast hagkvæmt rekinna hjúkrunarheimila.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur