Afnemum verðtrygginguna. Tökum upp evru. Málið dautt.
Afnemum verðtrygginguna. Tökum upp evru. Málið dautt.
Flokkar: Óflokkað
Dagar Gylfi Arnbjörnssonar hjá ASÍ eru brátt taldið. Skaginn skákar honum út. Næsti forseti Alþýðusambands Íslands verður Vilhjálmur Birgisson. Kosinn af grasrótinni.
Flokkar: Óflokkað
Íslenska „mentalítetið“ leikur mikilvægt hlutverk í knattspyrnuliðinu Start í Kristiansand sem spilar í efstu deild í Noregi. Það er ekki einungis að tveir lykilmenn Start séu Íslendingar, þeir Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson, heldur hafa tveir aðrir leikmenn liðsins bakgrunn frá Íslandi. Það eru þeir Babacar Sarr frá Senegal og Norðmaðurinn Robert Sandnes sem eiga það sameiginlegt að hafa leikið með liði Selfoss. Robert Sandnes átti gott tímabil með Stjörnunni síðasta sumar og gekk til liðs við Start nú í vetur.
Ísland endurvakti glóðina hjá Robert Sandnes sem þakkar það Íslandsdvölinni að hann sé nú kominn á mála sem atvinnumaður hjá efstudeilarliði í Noregi:
„Félagaskiptin til Íslands hafa hjálpað mér ótrúlega mikið“ segir Robert í samtali við Fædrelandsvennen i Kristiansand, en leikmaðurinn gekk til liðs við úrvalsdeildarlið Selfoss árið 2012 nítján ára gamall, en skipti yfir í Stjörnuna fyrir síðasta keppnistímabil.
Robert telur Íslandsdvölina hreinlega hafa bjargað knattspyrnuferlinum, en hann taldi sig hafa staðnað sem knattspyrnumaður þar sem hann fékk ekkert að spila með úrvaldsdeildarliði Álasunds í norsku deildinni þótt hann hafi verið á samningi hjá félaginu árin 2009 – 2011.
„Í versta falli hefði ég farið að spila með 2. deildar liði og fljótlega hætt að spila fótbolta“ vill Robert meina.
„Fleiri ungir leikmenn ættu að kannske að reyna fyrir sér á Íslandi. Ég held það gæti verið mjög gott fyrir einstaka leikmenn sem eru hættir að taka framförum“ segir hann. „Ég tók stórt skref og tók miklum framförum á stuttum tíma“.
Það var þáverandi knattspyrnustjóri Álasundsliðsins sem hvatti Robert Sandnes til þess að reyna fyrir sér á Íslandi.
„Hann þurfti að endurræsa knattspyrnuferil sinn og það gerði hann. Ég vil ráðleggja ungum leikmönnum sem verma varamannabekkinn í Noregi að reyna það sama“ segir Reidar Vågnes fyrrum knattspyrnustjóri hjá Álasundsliðinu. „Fyrir Robert var þetta allur pakkinn frá fyrsta degi. Hann spilaði mikið, æfði vel og fékk nokkra skammta af íslenska mentalítetinu“.
Það var einmitt blandan af senegalska og íslenska mentalítetinu sem var ein ástæða þess að Babacar Sarr var fenginn til liðs við Start fyrir síðasta leiktímabil.
Það skyldi þó ekki vera að á næstu árum ekki einungis uppeldisstöð íslenskra atvinnumanna erlendis – heldur líka norskra!
(Pistill þess byggir á grein í Fædderen (Fædrelandsvennen) sem gefinn er út hér í Kristiansand. Slóð á netútgáfu umfjöllun Fædderens er hér.
Flokkar: Óflokkað
Bogi Ágústsson er rétti maðurinn til að taka við sem útvarpsstjóri á erfiðum tímum hjá RÚV. Málið er ekki flóknara en það!
Flokkar: Óflokkað
Sjálfstæðisflokkurinn á ekki séns í komandi borgarstjórnarkosningum með óbreyttan,steingeldan, karlalista sem kom út úr prófkjörinu. Eina von íhaldsins er að Sjálfstæðiskonur bjóði fram DD lista!
Leiðtogar annarra framboða munu verða sterkir. Miklu vænlegri kostur en miðaldrakarlalisti Sjálfstæðisflokksins sem sækja leiðtogaefni sitt langt út fyrir borgarmörkin! Það sýnir veikleika þeirra.
Dagur B. mun að sjálfsögðu leiða Samfylkinguna sem fullþroska, sterkur stjórnmálamaður með mikla og djúpa þekkingu. Sóley Tómasar mun væntanlega verða oddviti VG – nema hún velji að hætta og Rósa Björk Brynjólfsdóttir taki við keflinu. Óskar Bergsson er leiðtogi Framsóknarmanna. Hann er á svipuðu kaliberi hvað þekkingu á borgarmálum varðar og Dagur B. Með honum á lista eru tvær öflugar konur og svo Guðlaugur Gylfi sem stóð sig afar vel sem fomaður stjórnar OR við erfiðar aðstæður. Þá er Björn Blöndal Björt framtíð sem hefur að mörgu leiti fúnkerað sem borgarstjóri innávið í borgarstjóratíð Jóns Gnarr – og gefið Jóni það dýrmæta svigrúm sem hann hefur haft til að beita sér fyrir sínum hugðarefnum sem borgarstjóri og gert það með bravör!
Flokkar: Óflokkað
Það er áfall fyrir íhaldið að Óskar Bergsson skuli leið lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Allir sem þekkja til vita að Óskar Bergsson er með yfirburða þekkingu á borgarmálum sem verðandi oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur ekki! Reyndar vann Óskar það afrek innan Framsóknarflokksins á sínum tíma að fá flokksþing til að samþykkja sérstaka höfuðborgarstefnu samhliða hefðbundinni byggðastefnu flokksins!
Framsóknarflokkurinn hefur sett flugvallarmálið á oddinn ásamt þeirri áherslu að atvinnustarfsemi verði í meira mæli byggð upp nærri fjölmennustu hverfum Reykjavíkur í austurhluta borgarinnar. Hvorutveggja skipulagsmál en fáir eru eins sterkir í þeim málaflokki og Óskar Bergsson.
Vandinn við Reykjavíkurflugvöll er meðal annars að hann hamla því að stærra hlutfall íbúa geti búið nærri miðbænum og þeirri miklu atvinnustarfsemi sem liggur í og frá Sogamýri og vestur í miðbæ Reykjavíkur.
Áhersla Óskars á uppbyggingu atvinnustarfsemi nærri fjölmennum byggðum í austurhluta Reykjavíkur er ákveðið svar við þessum veikleika þess að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni.
Óskar og Framsókn er því orðin miklu raunhæfari kostur fyrir andstæðinga brotthvarfs Reykjavíkurflugvallar en Sjálfstæðisflokkurinn. Óskar er með reynsluna, þekkinguna og ákveðnar lausnir á þeim vanda sem staðsetning flugvallarins skapar borgarbúum.
Uppbyggingu atvinnutækifæra nærri byggðum Reykjavíkur í austurhverfunum er algerlega nauðsynleg! Slíkt leysir sjálfkrafa hluta af ferlegum samgönguvanda Reykjavíkur auk þess sem það er styttra að hjóla fyrir flesta.
Hin lausnin er að fjarlægja flugvöllin úr Vatnsmýrinni. Óskar mun ekki sækja á mið þeirra sem eru hatrammir andstæðingar flugvallarins – en mun hins vegar að líkindum herja á þann hóp sem er á báðum áttum. Og er með mun sterkari stöðu þekkingarlega og málefnalega en Vestfirðingurinn sem væntanlega mun leiða karlalista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Flokkar: Óflokkað
Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur. Sem embættismaður átti ég í nokkrum samskiptum við hana – oftast þegar hún var að leita eftir upplýsingum. Mér fannst hún kröfuhörð en samt sanngjörn. Mat það greinilega ef hún fékk upplýsingarnar betur unnar en nauðsynlegt var.
Hrós frá henni skipti mig meira máli en frá mörgum öðrum. En ég hef oft gagnrýnt Jóhönnu Sigurðardóttur hart pólitískt þegar ég hef ekki verið sáttur við hana. Hrósað henni þegar mér hefur hún þótt það skilið. Jóhanna hefur tekið hvorutveggja með jafnaðargeði og í okkar samkiptum engu breytt hvort ég hef gagnrýnt hana eða hrósað.
Mér hefur alltaf þótt ósanngjörn gagnrýni frá sumu samkynhneygðu fólki sem hefur talað niður til Jóhönnu fyrir að vera ekki „Páll Óskar“ á útopnu í baráttu fyrir réttindum samkynhneygðra. Mér fannst yfirdrifið nóg að Jóhanna sem áberandi stjórnmálamaður hafi opinberlega viðurkennt samkynhneygð sína og kvænst Jónínu Leósdóttur. Það „statement“ þurfti ekkert að úttala sig meira um!
Það var að mínu mati STERKARA en orðagjálfur – fyrir stjórnmálamann eins og Jóhönnu sem í pólitík sinni átti ekki að skipta máli hvort hún er samkynhneygð eða ekki. Og Jóhanna var fyrst og fremst í pólitík á grundvelli eigin hugsjóna – sem ég er ekki alltaf sammála – en ekki kynhneygðar!
En það lýsir Jóhönnu vel að nú þegar starfi hennar á vettvangi stjórnmálanna er lokið – þá leggur hún aftur sitt þunga lóð á lóðaskálar baráttu fyrir réttindum samkynhneygðra.
Þær hjónin Jóhanna og Jónína eiga heiður skilið fyrir bókina um samband þeirra.
Bókin kemur á réttum tíma. Mátti allavega ekki koma fyrr – því þá hefði bein þátttaka Jóhönnu í stjórnmálum litað viðbrögð við bókinni. Nú þvælist pólitíkin ekki fyrir merku framlagi til réttindabaráttu samkynhneygðra.
Eða ég vil frekar segja – almennri réttindabaráttu – því réttindabarátta samkynhneygðra er óaðskiljanlegur hluti almennrar mannréttindabaráttu fólks!
Kærar þakkir Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir.
Flokkar: Óflokkað
Nú þegar Búseti í Reykjavík minnist þess að félagið hefur starfað í 30 ár þá er ekki úr vegi að taka stöðuna í rekstri og umhverfi húsnæðissamvinnufélaga með búseturéttarformi. Staðan er ekki góð þrátt fyrir að búseturéttarformið sé að mörgu leiti snilld. Reyndar er staðan þannig að búseturéttarformið er nánast sagnfræði á Íslandi.
Ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks árunum 1995 – 2008 tóku því miður ekki nægilega afgerandi skref í að styrkja búseturéttarformið og húsnæðissamvinnuformið í endurskipulagningu húsnæðiskerfisins þegar reynt var að bjarga því sem bjargað varð í á núvirði 40 milljarða gjaldþroti Byggingasjóðs verkamanna. En því miður hafði Jóhanna Sigurðardóttir skilgreint búseturéttarformið sem „félagslegt“ búsetuform en ekki almennt eins og rétt hefði verið. Því „sökk“ hluti búseturéttarformsins með gjaldþroti félagslega kerfisins áður en Íbúðalánasjóður var stofnaður.
Það verður þó að halda til haga að Páll á Höllustöðum lét endurskoða löggjöf um húsnæðissamvinnufélögin en því miður hafði „sérfræðingur“ félagsmálaráðuneytisins og aðrir þeir sem komu að endurskoðun laganna ekki hugmyndaflug til að skilgreina búseturéttarformið og húsnæðissamvinnufélögin sem almennan húsnæðiskost heldur sem „félagslegan“ með þeimvandamálum sem því fylgdi.
Það sem verra var – húsnæðissamvinnufélögin voru í lögum um húsnæðismál flokkuð sem leigufélög en ekki eignarréttarfélög – væntanlega þökk sé „sérfræðingi“ félgsmálaráðuneytisins um húsnæðismál.
Með öðrum orðum þá var lagaumhverfið sem búseturéttarforminu var skapað með lögum um húsnæðismál frá árinu 1998 afar óhagstætt húsnæðissamvinnufélögunum og búseturéttarforminu og þegar tækifæri gafst til að rétta hlut búseturéttarforminu með endurskoðun laga um húsnæðisamvinnufélög þá var það tækifæri ekki nýtt.
Við efnahagshrunið og í því endurreisnarstarfi í húsnæðísmálum sem með réttu hefði átt að vinna að í kjölfarinu – gafst gullið tækifæri til þess að rétta hlut búseturéttarformsins og gefa því þann sess að það form væri raunverulegur valkostur fyrir venjulegt fólk. Það sem meira var – þáverandi félagsmálaráðherra Árni Páll Árnason lét vinna umræðuskjal um húsnæðismál þar sem lögð var áhersla á að búseturéttarformið yrði einn af þremur meginstólpum framtíðarhúsnæðiskerfis Íslendinga.
En þar sem Árni Páll varð á tímabili undir í valdabaráttu Samfylkingarinnar, honum hent úr félagsmálaráðuneytinu og síðar úr ríkisstjórn – þá þótti Steingrími J, Jóhönnu Sig. – og Sigríði Ingibjörgu sem tók við keflinu í „framþróun“ húsnæðiskerfisins – rétt að skola tillögunumút með skolvatninu.
Það sem verra var – Íbúðalánasjóður hreinlega vann gegn búseturéttarfélögunum sem nú fjármagna sig annars staðar. Reyndar vann ÍLS í skjóli gallaðrar löggjafar – en hefði getað túlkað ákvæði laga og reglugerða búseturéttarforminu í hag ef áhugi hefði verið til þess þar innanhúss.
Þrátt fyrir fagurgala á fundum félagsmálanefndar og víðar þá vann ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur – með dyggum stuðningi ASÍ – gegn búseturéttarforminu og húsnæðisfélögunum.
4 ár töpuðust í uppbyggingu heilbrigðs framtíðarhúsnæðiskerfisins þar sem búseturéttarformið hefði getið leikið lykilhlutverk. Líklega vegna innanhúsátaka í Samfylkingunni.
Ný ríkisstjórn hefur tækifæri til að leiðrétta mistökin. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur sagst vera samvinnumaður. Hún talaði áður um búseturéttarformið sem vænlegan framtíðarkost. Ég hef hins vegar ekki séð nein merki um að hún hyggist í alvöru ætla að byggja upp búseturéttarformið og húsnæðissamvinufélögin. En ég ætla að láta hana njóta vafans enn um sinn…
En tillögurnar má sjá hér: „Húsnæði fyrir alla“
http://blog.pressan.is/hallurm/2011/04/04/husnaedi-fyrir-alla/
Flokkar: Óflokkað
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins virðist gersamlega galinn! Yfirlýsingar hennar á Bloomberg um Íbúðalánasjóð eru að líkindum alvarlegustu afglöp íslensks embættismanns allavega frá hruni. Jafnvel þótt ummæli hennar stæðust raunveruleikann – sem allar líkur eru á að þau geri ekki – þá er það hrein og klár aðför að íslensku efnahagslífi að hún sem forstjóri FME láti ummælin falla í virtri erlendri upplýsingaveitu í stað þess að vinna forvarnarvinnu með stjórnvöldum á Íslandi.
Forstjóri FME er með yfirlýsingu sinni meðal annars að segja að vextir á Íslandi muni ekki hækka á næstu árum. Allir sem þekkja til vita að það er rangt!
Staðreyndin er nefnilega sú að ef vaxtastig á Íslandi hækkar um 1% þá er fjárfestingarvandi Íbúðalánasjóðs nánast úr sögunni. Meint framtíðartap sjóðsins er þá nánast horfið!
Mér virðist forstjóri FME ekki skilja „viðskiptamódel ÍLS“.
Aðför forstjóra FME að Íbúðalánasjóði – er í það minnsta jafn alvarleg og aðför KB banka að ÍLS árið 2004. Aðför sem nánast setti Ísland á hausinn.
… en merkilegt nokk – Íbúðalánasjóður er ekki ennþá gjaldþrota – þótt allir viðskiptabankarnir – og tæknilega Seðlabankinn – hafi staðið frammi fyrir gjaldþroti!
Forstjóra FME er ekki sætt eftir fáránlegar yfirlýsingar sínar á Bloomberg…
Flokkar: Óflokkað
Það er engum vafa undirorpið að Rannsóknarnefnd Alþingis á Íbúðalánasjóði braut gróflega á mannréttindum Guðmundar Bjarnasonar fyrrum framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs þegar rannsóknarnefndinn hafnaði Guðmundi um andmælarétt við skýrslu nefndarinnar. Skýrslu þar sem vegið var alvarlega að æru Guðmundar með rangfærslum og dylgjum sem þegar hafa verið hraktar.
Sem betur fer sá Alþingi sóma sinn í því að veita Guðmundi Bjarnasyni tækifæri á að verjast illfýsi rannsóknarnefndarinnar og veitti honum tækifæri til andmæla – þótt seint sé og að mörgu leiti sé skaðinn skeður eftir harkalega aðför fjölmiðla að þessum sómamanni – aðför sem byggði í tilfellum á meðvituðum rangfærslum nefndarinnar. Í öðrum tilfellum vanþekkingu nefndarmanna.
Það vekur athygli að sumir þeirra fjölmiðla sem grófastir voru í aðförinni gagnvart Guðmundi – aðför byggðri á rangfærslum – reyna að þegja í hel þann merkilega atburð að Alþingi sjónvarpaði beint frá nefndarfundi þar sem Guðmundi var veittur andmælaréttur – og minnast ekki einu orði á vandaða skýrslu Guðmundar þar sem fjölmargar rangfærslur RNA á ÍLS eru hraktar.
Það er því ekki úr vegi að vekja athygli almennings á skýrslu Guðmundar þar sem hluta rangfærslna RNA á ÍLS eru hraktar. Því ekki munu þeir fjölmiðlar sem harðast réðust að Guðmundi gera það – virðist vera.
Skýrsla Guðmundar er hér: http://www.althingi.is/pdf/Greinargerd_til_%20nefndar.pdf
Upptaka af fundinum er hér: http://www.althingi.is/altext/upptokur/nefndafundur/?faerslunr=20
Flokkar: Óflokkað