Það ætti að mynda tveggja flokka ríkisstjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks þar sem Árni Páll Árnason og Katrín Thoroddsen Jakobsdóttir gegna lykilstöðum. Þegar ríkisstjórnin hefur verið mynduð þá ætti Árni Páll að óska eftir því við Katrínu að hún leiði vinnu við sameiningu Samfylkingar og VG í formlegt, breitt bandalag jafnaðarmanna. Dreifstýrt bandalag sem byggi á þátttöku allra þeirra stjórnmálahópa á vinstri væng stjórnmála á Íslandi sem vilja taka þátt í framgangi jafnaðarhugsjónarinnar – allt frá sósíaldemókratisma yfir í lýðræðislegan sósíalisma.
Það er nefnilega ekki hægt að vera bæði 20. aldar agaður jafnaðarmannaflokkur og „samfylking“ vinstri manna.
Leið agaðs hefðbundins jafnaðarmannaflokks inn í 21. öldina krefst fókusar og flokksaga. Slíkur flokkur getur aldrei orðið stór eins og 20. aldar jafnaðarmannaflokkarnir voru. En ef „fókusaðir“ jafnaðarmenn vilja þá leiðina – þá verða þeir að sætta sig við að vera með fylgi á bilinu 10% – 20%.
Það er möguleiki og að mörgu leiti vænleg leið. Sú leið kallar á sósíalistaflokk samhliða til vinstri. Flokks sem flakkar milli 10% 20 fylgis – eftir því hvernig uppgjör flokkanna á vinstri hliðinni fyrir kosningar endar. Samtals fylgi þessara flokka fer aldrei yfir 30%. Mögulega miklu minna eins og nú.
Hin leiðin er fjöldahreyfing á vinstri vængnum. Sú leið krefst frelsis mismunandi hópa með mismunandi áherslur. Nú eru þessir hópar út um allar koppa grundir. Ef menn vilja sameina þá krafta sem eru sameiginlegir meðal þessara hópa og draga úr áhrifum þess sem sundrar þá – þá er málið að setja leikreglur. Leikreglur í breiðu bandalagi.
Eins og á fótboltavelli. Eða hnefaleikahring. Reglur sem allir hafa samþykkt fyrirfram að fara eftir og sætta sig við niðurstöðuna hverju sinni svo fremi sem leikreglum er fylgt. Stundum verður einn hópurinn ofan á. Stundum annar. En oftast ná menn samkomulagi um meginatriði.
Verkefni Katrínar Thoroddsen Jakobsdóttur ætti að vera að leiða vinnu við mótun slíkra reglna.
Sú leið getur skilað bandalagi mismunandi hópa með mismunandi áherslum á vinstri vængnum afli sem er miklu meira en afl hefðbundinna jafnarðarmannaflokka í Evrópu undanfarna áratugi.
Árni Páll og Katrín hafa valið.
… og Sigmundur Davíð lykilinn.
Lykilinn að nýrri tveggja flokka ríksstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og VG.