Birtist fyrst á ensku á icelandicecon.blogspot.com. Seðlabankinn lækkaði vexti í vikunni og var bara nokkuð ánægður með hvernig hlutirnir væru að ganga fyrir sig í efnahagslífinu. Seðalbankastjóri sagði m.a.s. að aðrar þjóðir öfunduðu Íslendinga. Einhvern veginn datt mér í hug að oft mætti böl bæta með því að benda á annað verra. Á yfirborðinu Það […]
1. „Túrbínutrix“ (orð sem ég heyrði fyrst af í smiðju Ómars Ragnarssonar) er þegar farið er í stórinnkaup á ákveðnum þætti af virkjanaframkvæmd sem notuð eru til að réttlæta stækkun á framkvæmdinni allri. Nafnið kemur af þeirri hugmynd að kaupa skuli stórar túrbínur fyrir litla virkjanaframkvæmd sem þegar hefur verið samþykkt. Svo er reiknað upp á […]
Stjórnmálamenn skortir vanalega ekki hugmyndir til að búa til störf og lækka atvinnuleysi (og stuðla þar með að eigin endurkjöri). En hugmynd Framsóknarmanna um að byggja áburðarverksmiðju er líklega ein af þeim hugmyndum sem seint myndi komast hátt á lista hugmynda raðað eftir því hversu áhrifaríkar þær eru við atvinnusköpun að teknu tilliti til kostnaðar: […]
Blaðamaður hjá 365 hefur fengið leyfi til þess að fjalla um ráðgefandi álit EFTA dómsstólsins um verðtrygginguna sem væntanlegt er á morgun. Ég ætla að segja ykkur frá því strax að ef álitið er á þann veg að verðtrygging sé ólögleg samkvæmt tilskipun um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og skoða þarf ca. 1.500 milljarða af […]
Einhverjir hafa komið að máli við mig eftir síðasta pistil þar sem ég benti á að „stofnanaleg umgjörð hagkerfisins“ (SUH) skiptir máli fyrir gengi krónunnar – og raunar gengi hagkerfisins alls. Það virðist hins vegar vera á reiki hvað ég er að meina með „stofnanalegri umgjörð hagkerfisins“. Mig langaði því til að notast við nýlegt […]
Eftirfarandi innslag er lengri útgáfa af grein sem birtist í nýjasta tölublaði Kjarnans. Kafað er dýpra í grundvöll gjaldmiðla og hvernig einkageirinn fylgir hinu opinbera eftir. Einnig er rætt lítillega betur um vaxtamuninn milli hagkerfa í samhengi við landsframleiðslu á mann. Vonandi er örlitlu kjöti bætt á beinin samanborið við styttri útgáfu greinarinnar í Kjarnanum. […]
Fyrir tveimur árum síðan gerði ég grín að ríkissjóði Íslands. Tilefnið var skuldabréfaútgáfa í USD sem bar 6,0% vexti sem notað var til að borga erlend lán sem báru 3-3,5% vexti. Ég bar vextina saman við íbúðalánsvexti í Bandaríkjunum sem báru mun lægri vexti en nýútgefið skuldabréf ríkissjóðs. Ég stakk upp á því – í […]
Það er stundum rætt um bólumyndun á húsnæðismarkaði og sýnist sitt hverjum. Líklega fer það mest eftir því hvernig „bóla“ er skilgreind hvort svarið við spurningunni „er bóla á húsnæðismarkaði?“ sé neikvætt eða jákvætt. Út frá raunverðsþróun er ekkert markvert að gerast. Hins vegar er einn mælikvarði sem segir að núverandi þróun getur ekki gengið […]
Í Morgunblaðinu þann 14. maí síðastliðinn var viðtal við Dr. Ásgeir Jónsson, hagfræðing. Þar segir orðrétt: Það er engum blöðum um það að fletta að Seðlabankinn þarf á fleiri stýritækjum að halda en aðeins stýrivöxtum og þar kemur bindiskyldan sterklega til greina. Hún á einnig sérstakt erindi til Íslands vegna yfirvofandi afnáms hafta og fyrir […]
„Fyrir löngu síðan“, þegar umræðan um skuldaniðurfellingu var fjörug, skrifaði ég grein þar sem ég reyndi að útskýra hvernig peningar myndast. Þar ritaði ég m.a.: Einstaklingur fer í banka og biður um lán. Treysti bankinn (og lántakinn sjálfur) honum fyrir því að geta borgað lánið til baka og treysti einstaklingurinn á að geta eytt láninu á þann hátt sem […]