Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 07.01 2015 - 11:18

Ísland og mansal

Ég hef í skrifum mínum hér stundum sagt frá einu og öðru sem rekið hefur á fjörur mínar í lögmennskunni. Oftar en ekki koma upp mál sem eru frábrugðin því sem maður á að venjast í daglegu amstri og langt frá þeim raunveruleika sem maður vill kalla sinn eigin. Eitt slíkt sérstakt mál bar upp […]

Mánudagur 29.12 2014 - 10:13

2014 og þjóðarsáttin

Nú er árið 2014 senn á enda og þá er venja að fara yfir farinn veg. Það verður ekki hjá því komist að fara yfir ástandið í þjóðfélaginu okkar á þessum tímamótum. Hver sem metur stöðuna í dag kemst í reynd ekki að annarri niðurstöðu en þeirri að þjóð okkar er í vanda og hér […]

Þriðjudagur 09.09 2014 - 15:34

Fórnarlömb getuleysis yfirvalda

Í byrjun september fóru af stað uppboð á eignum fólks í skuldavanda þrátt fyrir loforð ráðherra um að gripið yrði til aðgerða svo fresta mætti uppboðum fram í mars á næsta ári. Enn er beðið eftir því að ráðherra leggi fram frumvarpið svo hægt verði að fara í það að fresta þeim uppboðum sem fyrirhuguð […]

Sunnudagur 10.08 2014 - 20:40

Aðgengi að náttúru Íslands

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum umræðan í þjóðfélaginu um gjaldtöku fyrir aðgengi að sumum náttúruperlum Íslands. Hafa sumir landeigendur gípið til þess ráðs að taka gjald fyrir aðgengi með þeim rökum að þeir þurfi að kosta til aðgengi að þjónstu og viðhaldi mannvirkja á umræddum stöðum. Þetta er að vissu leyti skiljanlegt […]

Fimmtudagur 26.06 2014 - 15:26

Orðræða þjóðar

Með efnahagshruninu voru ekki bara fjárhagsleg áföll sem dundu yfir þjóð vora heldur fylgdu annars konar áföll í kjölfarið sem minna hefur verið rætt um. Leiddu þau til þess að ýmsar breytinga urðu á persónu þjóðar vorar sem t.d. endurspeglast í þeirri orðræðu sem er ríkjandi í íslensku samfélagi. Umræðan í þjóðfélaginu er orðin svo […]

Föstudagur 06.06 2014 - 08:50

Innheimta á villigötum

Eftir efnahagshrun var farið út í ýmsar lagabreytingar með því markmiði t.d. að auka rétt neytenda á lánamarkaði. Má nefna sem dæmi breytingar á regluverki varðandi ábyrgðarmenn og svo reglur um neytendalán. Jafnframt var farið í að breyta leikreglum er varða innheimtuaðferðir. Að mati undirritaðs var alls ekki gengið nógu langt í því að bæta […]

Sunnudagur 27.04 2014 - 17:27

Ætternisstapi

Í störfum mínum sem lögmaður hef ég þurft að takast á við ýmis verkefni sem eru mjög sorleg. Ég hef sinnt störfum sem lögráðamaður fyrir einstaklinga sem eiga við andleg veikinda að stríða og einnig hef ég þurft að hjálpa aðstandendum einstaklinga sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Í tveimur tilvikum hef ég komið að […]

Föstudagur 28.03 2014 - 15:13

Ráðstöfun eigna

Á Íslandi gildir sú regla í erfðarétti að arfsalinn hefur mjög takmarkaðan rétt til að ráðstafa eigum sínum til annarra en skylduerfingja. Hér er þá átt við börn arfsala og maka. Í reynd getur arfsalinn eingöngu ráðstafað 1/3 af eigum sínum til annarra en skylduerfingja. Stundum koma upp tilvik þar sem arfsalinn vill að einhver […]

Þriðjudagur 10.12 2013 - 18:22

Stöðvum nauðungarsölur

Eins og flestum ætti að vera ljóst þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að grípa til aðgerða í þágu skuldugra heimila í landinu. Eflaust eru skiptar skoðanir á þessum aðgerðum eins og öðru en undirritaður telur þetta mikið þarfaverk enda ljóst að grípa þarf til frekari aðgerða í þágu heimila í þessu landi. Ég tel reyndar að […]

Fimmtudagur 28.11 2013 - 20:20

Er draumaráðningabók frádráttarbær rekstrarkostnaður?

Sú meginregla gildir í skattarétti að greiða skal skatta af öllum tekjum þar með talið tekjum lögaðila. Undantekningin frá þeirri reglu er að frá tekjum lögaðila og þeim tekjum manna sem stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi eða eru tengdar slíkum rekstri má draga rekstrarkostnað, þ.e. þau gjöld sem eiga á árinu að ganga til […]

Höfundur

Sævar Þór Jónsson
Höfundur starfar sem lögmaður í Reykjavík og situr í stjórnum ýmissa samtaka og fyrirtækja. Er einn af eigendum lögmannsstofunar Lögmenn Sundagörðum.
RSS straumur: RSS straumur