Gamall og góður nemandi minn úr Menntaskólanum í Reykjavík fyrir hartnær hálfri öld, Jón Steinar Gunnlausson, lögmaður og fyrrum dómari við Hæstarétt Íslands, skrifar grein í Morgunblaðið 28. f.m. um, hvernig nú skuli skipa í Hæstarétt. Telur Jón Steinar marga álíta „að þar ættu helst að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar „þverskurður” af […]
Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skoðaði mannvirki á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og fullvissaði sig um að þau gætu nýst nýjustu kafbátaleitarvélum Bandaríkjanna, Boeing P-8 þotum sem eru að grunni af gerðinni Boeing 737-800. Stélið á P-8 þotunum, sem bandaríski flotinn tók formlega í notkun í nóvember 2013, er 1 m hærra en á P-3 Orion […]
Ofangreind orð – Vér einir vitum – er að finna í yfirlýsingu Friðriks sjötta Danakonungs [1768-1839] sem dagsett er 26. febrúar 1835, en yfirlýsingin var svar konungs við áskorun 600 manna um að hefta ekki prentfrelsi í Danmörku. Í yfirlýsingu konungs segir: Ligesom Vor landsfaderlige Opmærksomhed stedse har været henvendt paa at bidrage Alt, hvad […]
Í Fréttablaðinu í dag er fyrirsögn á forsíðu sem hljóðar þannig í drottins nafni: Fjölgun aldraðra áhyggjuefni. Í fréttinni er að vísu talað um að fjölgun aldraðra í Garðabæ sé áhyggjuefni, en þessi orð vöktu einkennilegar kenndir hjá mér, öldruðum manninum. Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri á Selfossi, sagði lengi að það ætti að drepa alla kalla […]
Dapurlegt er að lesa grein Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, í Morgunblaðinu í dag. Í upphafi vitnar hann í Jónas Hallgrímsson sem barðist fyrir endurreisn íslensku þjóðarinnar undir kjörorðunum nytsemi, fegurð og sannleikur. Væri betur að formaður atvinnuvegnanefndar Alþingis gerði þessi orð að kjörorðum sínum og áttaði sig á því hvernig háttað er arðsemi af […]
Það er sorgleg reynsla fyrir mig, gamlan organista að norðan, að hlusta á EuroVision lögin, sem í mínum eyrum eru öll eins og minna að því leyti á orðræður íslenskra alþingismanna sem allir syngja sama lagið, að vísu í dúr þegar þeir eru í stjórn, en í moll þegar þeir eru í stjórnarandstöðu, enda sagði […]
Þegar gamanleikarinn Jón Gnarr bauð sig fram til borgarstjórnar og varð borgarstjóri Reykjavíkur fyrir fjórum árum, undraðist ég uppátækið og hneykslaðist yfir framferðinu og taldi að nú væru endalokin framundan. Síðan hef ég orðið að endurskoða álit mitt, orð mín og ummæli. Með góðum samstarfsmönnum hefur hann unnið ágætt starf í höfuðborg allra landsmanna, friður […]
Eftir að hafa hlustað á viðtal Gísla Marteins við forsætisráðherra í morgun get ég tekið undir orð Gísla Marteins – “Vá, furðulegt viðtal” – ekki aðeins vegna þess hvað forsætisráðherra sagði og gerði – heldur ekki síður vegna þess hvernig Gísli Marteinn hegðaði sér. Sem gamall fréttamaður á gömlu Fréttastofu gamla Ríkisútvarpsins furða ég mig […]
Forsenda þess að unnt sé sinna nútímalækningum og líknarþjónustu á Íslandi er traustur Landspítali – spítali allra landsmanna, miðstöð lækninga, líknarþjónustu og rannsókna. Ljóst er að núverandi húsnæði Landspítalans við Hringbraut er úrelt, dýrt í rekstri og fælir frá starfsfólk. Þótt mörg önnur aðkallandi verkefni séu á sviði heilbrigðismála, má það ekki verða til þess […]
Nýr Landspítali STARX Fyrir liggur forhönnun að nýjum og glæsilegum Landspítala, háskólasjúkrahúsi, sjá: http://www.nyrlandspitali.is/nyrlandspitali/islenska/forsida/. Gert er ráð fyrir að sjúkrahúsið rísi í áföngum og leysi af hólmi stóran hluta starfsemi núverandi Landspítala sem á 17 stöðum í 100 byggingum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf því að bíða – forhönnun fyrsta áfanga er lokið og unnt að […]