Færslur fyrir desember, 2014

Miðvikudagur 31.12 2014 - 16:54

Kæri Bjarni Ben

Áskorun þín í Kryddsíldinni til lækna um að líta í eigin barm kom of seint. Það var það sem þeir gerðu áður en þeir tóku til verkfallsvopnsins. Til að létta þér starfið vil ég benda á eftirfarandi: Vegna yfirlýsingar Rríkisstjórnarinnar á sínum tíma(2008) um að allar innistæður í íslenskum bönkum á Íslandi væru tryggðar með […]

Sunnudagur 21.12 2014 - 23:31

Að auka útflutning

Nú hafa fimm sérfræðingar sagt upp á Landspítalnum. Hef heyrt í nokkum og frétt af enn fleirum sem eru að kanna málið. Ég flutti til Svíþjóðar 2011 og hef því fengið  nokkrar fyrirspurninr um lífið hinum megin. Við skulum setja læknadeiluna í víðara samhengi því bankakreppur eru margendurtekið fyrirbæri. Eftir að einkabankarnir eru farnir á […]

Sunnudagur 14.12 2014 - 00:26

Að velja sér landfesti kæri ráðherra

Læknaverkfallið leggst æ þyngra á sálina á mér. Ætlar Ríkisstjórnin virkilega að bíða þangað til að síðasti viðsemjandinn er fluttur héðan. Ég neita að trúa því. Ekki minnka áhyggjurnar þegar auglýsingar eru farnar að birtast á FB síðu lækna um laus störf í Skandinavíu, þ.e. það er runnið á blóðlyktina. All margir læknar hafa haldið […]

Þriðjudagur 09.12 2014 - 21:57

Bjarni Ben og launaskriðið

Því er haldið fram að launakröfur almennt og sérstaklega lækna muni valda verðbólguskoti sem muni leggja efnahag ríkisins í rúst. Launahækkanir auka kostnað fyrirtækja og hækka þannig vöruverð sem síðan veldur verðbólgu. Verðbólgan hækkar skuldir allra sem eru með verðtryggðar skuldir. Þeir sem eru tryggðir eru lánadrottnar. Í raun er skuldin einn stærsti kostnaðarliðurinn í […]

Þriðjudagur 02.12 2014 - 20:48

Því miður

Íslenskir læknar eru í verkfalli og það er nánast einsdæmi. Stór hluti almennings styður verkfallsaðgerðir þeirra, það er líka einsdæmi. Ef ekki finnst farsæl lausn á verkfalli lækna er mikil hætta á því að íslenska heilbrigðiskerfið bresti. Í dag virðast vera yfirgnæfandi líkur á því að það semjist ekki vegna þess að hið opinbera kemur […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur