Miðvikudagur 18.01.2012 - 19:57 - 13 ummæli

„Málefnalegur“ Dalabóndi :)

Það kætti mig verulega þegar Dalabóndinn  Ásmundur Daði hvatt til „málefnalegrar umræðu“ um skýrslu norsku ríkisstjórnarinnar sem staðfestir það sem lengi hefur verið ljóst – að  EES samningurinn hafði í för með sér fullveldisframsal og lýðræðishalla sem einungis er unnt að leiðrétta með inngöngu í ESB eða úrsögn úr EES.

Ég man yfir höfuð ekki eftir því að Ásmundur Daði – sem laug því að íselnsku þjóðinni að innganga í ESB þýddi innleiðingu herskyldu á Íslandi – hafi nokkru sinni staðið fyrir „málefnalegri umræðu“ um Evrópumál.

En batnandi manni er best að lifa …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Maður hristir oft hausinn yfir afstöðu Dalabóndans.
    Held að hann gæti oftast hagsmuna Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra, hvurs þræðir liggja víða.

  • Sigurður jónsson

    EES samningurinn veldur fullveldisafsali!
    ESB veldur meira fullveldisafsali!

    Hverjir ráða í ESB; Þýskaland og Frakkland!

    Nú þarf að vera málefnalegur Hallur og þú ert það yfirleitt en nærð alltaf að vera ómálefnalegur þegar kemur að ESB og Framsókn.

  • Kristján Elís

    það ætti að vera öllum ljóst sem kunna að lesa og skrifa að fullveldisafsalið minkar við inngöngu í ESB

  • Leifur Björnsson

    Ásmundur óð uppi með tvær staðreyndavillur.
    1. Hann sagði að Icesave málið væri EES samningnum að kenna.
    Hið rétta er að ef við hefðum farið sömu leið og Norðmenn þegar innistæðutilskipunin var leidd í lög 1999 þá hefðum við eingöngu tryggt innistæður í Íslenskum krónum og aldrei verið hægt að safna innistæðum í útibúi á Icesave reikningum í Bretlandi og Hollandi Landsbankinn hefði neyðst til að fara sömu leið og Kaupþing og Glitnir safna innistæðum erlendis í dótturfélögum á ábyrgð fjármálaeftirlits viðkomandi landa.
    Þar að auki þá einkavinavæddi Sjálfstæðissflokkurinn Landsbankann kom honum í hendur fjárglæframanna á vegum flokksins ástæðan fyrir því að við eigum í Icesave deilu en Norðmenn ekki er því líka sú að hér er Sjálfstæðissflokkur en ekki í Noregi.

    2. Hann hélt því einnig fram að vegnaþess hve ríkir Norðmenn eru af Olíu og gasi þá geti þeir fengið ESB til að samþykkja það sem þeir vildu . Þar gleymir hann að Norðmenn eru háðir mörkuðum fyrir Olíuna og gasið í Evrópu auk annars varnings sem þeir flytja út til ESB og td hvað gasið varðar er næstum 100% flutt út til ESB í leiðslum Norðmenn flytja hluttfallslega ennþá meira út til ESB landa en við.

  • Pétur Páll

    Hvað sem segja má um Ásmund Daða þá er hann líflegur þegar hann sést, sem er of sjaldan.

    Hann er að mörgu leyti sportútgáfan af Jóni Bjarnasyni, stendur við sannfæringu sína og það ber að virða.

  • eigum við ekki bara að segja okkur úr EES og gera flækjustigið svo mikið hér að ekki nokkur útlendingur vill eiga viðskipti við þverhausa afdala þjóð 🙂

  • Sigurður jónsson

    Hvaða viðtal eru allir að tala um? Finn það ekki á netinu.

    En allavegana.

    Noregur vill ekki í EB en eru í EES. Margir eru á móti valdaafsalinu þar. Veit það vegna þess að ég fylgist vel með norskum netsíðum eftir að ég átti heima þar fyrir nokkrum árum. Halda einhverjir að evrópa vilji ekki orku frá noregi? Noregur hefur góða stöðu til að ná fram breytingum á EES samningi. Það þarf að draga úr valdaafsalinu og það er stóra málið.

    ég skil ekki þetta með flækjustigið. er það ekki í esb sem flækjustigið er orðið of mikið.

    ísland á að standa þéttar með Noregi í þeirri baráttu og hætta þessu ESB umsóknarferli sem er algjör tímaskekkja.

  • Halldór Agnarsson

    Hæhæ

    Algerlega sammála Sigurði Jónssyni. Evrópa verður að fá fiskinn frá okkur og Norðmönnum. Við eigum að segja okkur frá þessum EES samningi og síðan láta undan þrábeiðni ESB og gera tvíhliða viðskiptasamninga.

    Kveðjur bestar
    Halldór Heiðar

  • Hermann Ólafsson

    Ein af megin niðurstöðum þessarar miklu skýrslu var að lýðræðishallin var meiri við það að vera með EES-samningin heldur en að vera meðlimur í EES. Samkvæmt því eru það engin rök gegn inngöngu íslands að þá verði um að ræða einhverskonar fullveldisafsal, – heldur þvert á móti! Þeir sem þannig mæla hljóta þá að vilja segja sig fra EES- samningnum, en það eru sem betur fer fáir.

  • Tek undir með Sigurði Jónssyni hér að ofan. Einmitt þegar að stór meirihluti þjóðarinnar fær loksins tækifæri til þess að jarðsetja þessa ESB umsókn, þá eigum við hiklaust að fara fram með Norðmönnum um að gera róttækar breytingar á EES samningnum, þar sem við náum til baka fullveldisréttindum okkar.
    Það er rétt að Norðmenn með sínar miklu olíu auðlindir og fiskveiðar fiskirækt og tækni og timburiðnað eru í gríðarlega sterkri aðstöðu til þess að ná fram þeim breytingum á EES samningnum sem þeir telja sér henta betur. Við værum sterkari saman og þó yrði það enn meiri fengur fyrir okkur að fá að vera með Norðmönnum í þessu hagsmuna máli beggja þjóðanna.

    Tek líka undir það að Hallur er oft ágætur, nema þegar hann fjallar um ESB og Framsókn þá missir hann sig oft í lágkúruna og snýr öllu á haus í takmarkalausri meðvirkni sinni.

  • @ Hermann Bendi þér á að það eru vaxandi fylgi við það að Noregur segi sig frá EES samningnum eða semji uppá nýtt um hann. Andstaða Norðmanna við ESB aðild er gríðarlega massív og verið það til fjölda ára en aldrei jafn gríðarlega eða u.þb. 80 þjóðarinnar sem er andsnúnir ESB aðild og það er ekkert að breytast.

  • Getur þú vitnað hvar Ásmundar hélt því fram að innganga í ESB þýði innleiðingu herskyldu á Íslandi? Ekki kannast ég við þau.

  • @ Héðinn Björnsson. Það er einmitt þetta sem hendir Hall þegar hann byrjar að hatast út í Ásmund Einar Daðason bónda og þingmann þeirra Dalamanna.
    Eins og sést hjér þá ruglast hann alveg og hikar ekki við að ljúga upp á Ásmund Einar ef það hentar honum og þessu liði ESB sinna !

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur