Miðvikudagur 18.01.2012 - 00:03 - 7 ummæli

Sjálfstætt Skotland með evru

Það skyldi þó ekki enda með því að við sjáum sjálfstætt Skotland sem taki upp evru í kjölfar aðskilnaðar frá Englandi og þétta samvinnu Íslendinga og Skota innan Evrópusambandsins?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Pétur Páll

    Held að þú vanmetir stórlega skota, þeir eru ekki að fara að stökkva á milli drottnara.

    Ef þeir fá frelsi sem þeir þrá munu þeir halda í það. Við getum svo átt gott samstarf sem tvær litlar sterkar þjóðir með sameiginleg áhugamál og hagsmuni.

  • Snæbjörn Brynjarsson

    Ehm… Pétur Páll, eitt af aðalbaráttumálum sjálfstæðisflokks Skotlands er að taka upp Evruna…

    En ég er reyndar ekki bjartsýnn á að skotar fái sjálfstæði, finnst líklegt að atkvæðagreiðslan endi eins og í Quebec. Ekki það að þar gat líka brugðið til beggja vona

  • „Mr Stiglitz said economists are now not debating if the Euro will break up, but how and when it will happen.“

    Þeir verða þá að fara að drífa sig!

    http://www.telegraph.co.uk/finance/financialcrisis/9019819/Stiglitz-says-European-austerity-plans-are-a-suicide-pact.html

  • SNP, helsti flokkur sjálfstæðissinna, heldur öllum kostum opnum: evru, bresku pundi og sjálfstæðum gjaldmiðli.

    Ég ætla þó að spá því að þriðji valkosturinn: stóraukin heimastjórn innan Bretlands verði í boði og fái flest atkvæði.

  • Sjálfstætt Skotland yrði ekki lýðveldi heldur konungsbundið þingræði eins og norðurlöndin. Skoskir evru seðlar yrðu þá með Elisabetu II, en myntin yrði með skjaldarmerki Skota.

    Ætli sú tilhugsunin um drottninguna á evru seðlunum svíði ekki breska íhaldsmenn mest?

    En fullt sjálfstæði að öllu nema nafninu er reyndar líkleg niðurstaða. Fullt sjálfstæði er of mikið stökk fyrir skota og íhaldsmenn vilja allt til þess vinna að Bretland leggist ekki af á hans vakt.

  • nýlegar kannanir sýna þó að Englendingar eru hlynntari sjálfstæði skota en skotar sjálfir!

  • Sjálfstæðisflokkur skota stendur þó altént undir nafni, gætir hagsmuna þjóðar, en ekki sérhagsmuna.
    Eins og Alex Salmond segir, þá eiga þeir að mörgu leiti meiri samleið með norðurlöndum en englendingum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur