Líklega er fátt betra til að komast í góð tengsl við fáfræði en að horfa á umræðuþátt í sjónvarpi með frambjóðendum til borgarstjórnar. Þó svo að Dagur vinni að öllu jöfnu flesta titla í keppninni um innihaldslausustu frasana, hlýtur frambjóðandi Dögunar að teljast sigurvegari kvöldsins með tillöguinni um að borgin stofni banka og láni sér peninga á 0% vöxtum.
Nú vill svo til að þessi hugmynd er alls ekki ný af nálinni. Stjórnmálamenn hér á landi hafa í raun útfært hugmyndina og það miklu víðtækara en frambjóðandi Dögunar leggur til. Stjórnmálamenn eiga þannig stærsta banka landsins, Landsbankann og geta lánað sér eins mikið af peningum og þeir vilja. Stjórnmálamenn ákveða líka verðið á peningunum, þ.e. vextina og það ekki bara til eigin nota heldur líka fyrir alla aðra. Stjórnmálamenn ekki bara prenta peningana heldur banna öðrum að gera slíkt hið sama og bíta svo höfuðið af skömminni með því að meina fólki að skipta þeim yfir í aðra sem gjaldgengir eru annarstaðar.