Írak er við það að liðast í sundur og nánast öruggt að hvorki ríki né ríkisstjórn muni verða til staðar á gjalddaga þeirra skuldabréfa sem gefin hafa verið út. Eðli málsins samkvæmt hefur ávöxtunarkrafa rokið upp og stendur nú í 7% eða lægri en krafa á íslenskum ríkisskuldabréfum.
Talið er að útilokað sé að aflétta höftum hér á landi vegna þess að hlutfall ávöxtunar og áhættu er ekki nógu hagstætt fyrir erlenda sem innlenda fjárfesta.