Illugi Gunnarson skrifar kveðjugrein í Morgunblaðið í dag þar sem nokkur atriði standa upp úr:
- Illugi berst fyrir skattahækkun á heimilin í landinu með hækkun á útvarpsgjaldi um kr. 1.400 frá því sem ákveðið var í fjárlagafrumvarpi!
- Illugi telur að ný tækni sé óumflýjanleg en telur jafnframt að starfsmenn Ríkisútvarpsins ,,eiga hrós skilið“ en lætur ónefnt hvort val á 4.000 milljóna loftnetsgreiðukerfi og tæknileg stefnumörkun sé hluti af því hrósi.
- Illugi telur að núverandi útvarpsstjóri hafi staðið sig mun betur í starfi heldur en alnafni útvarpsstjórans sem ekkert skildi í ársreikningum eða stefnumörkun stofnunarinnar á meðan hann sat í stjórn RÚV.
- Illugi gefur ekkert fyrir ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að leggja niður eða selja RÚV.