Hið opinbera leysir engin vandamál, bara niðurgreiðir þau. Þó svo að flestir vilji að stjórnvöld verndi líf fólks er fáir sem vilja að stjórnvöld stjórni lífi fólks. Eitthvert afkáralegasta fyrirbæri í opinberri stjórnsýslu er úthlutun sérleyfa til fólksflutninga, hvort heldur er í rútum eða leigubílum.
Vegagerð Ríkisins hafa í gegnum tíðina verið mislagðar hendur við úthlutun slíkra einokunarleyfa og hafa slík mál oftar en ekki endað hjá dómstólum.
Væri ekki ráð að færa úthlutun einokunarleyfa undir Samkeppniseftirlitið?