Sunnudagur 10.04.2016 - 11:24 - FB ummæli ()

,,Að deila kjörum með almenningi“

Nýlega kom upp mál Forsætisráðherra sem Sigríður Anderesen lýsir skýrt í pistli á heimasíðu sinni og engu er við að bæta.
Innlegg Samfylkingarinnar í þá umræðu alla var undarleg samsuðu af vinsældarunki og pólitískum innanhúshreinsunum þar sem formaður flokksins losaði sig við gjaldkerann sem jafnframt er andstæðingur hans sjálfs í formannsembætti. Röksemdin var að í,,stjórnmálum verði menn að velja að deila kjörum með þjóðinni“
Árétta ber að skilgreiningar félagshyggjufólks á hugtökum á borð við ,,jöfnuð“ og ,,deilingu“ gengur út á að jafna kjörum almennings niður á þeirra eigin.
Ef vinnuveitandi á almennum markaði myndi borga tryggingar launþega sinna, hvort heldur væri líftrygging, af húsnæði, bíl eða ellilífeyri eða öðru, þyrfti að borga skatta af slíku eins og um laun væri að ræða. Opinberir starfsmenn eins og Árni Páll Árnason fá hinsvegar ríkis- og verðtryggingu á sinn ellilífeyri, sem almennir launþegar þurfa að borga með sköttum sínum (auk þess að taka á sig skerðingu þegar illa árar hjá almennum lífeyrissjóðum)
Engum hefur dottið í hug að ríkisstarfsmenn eigi að borga skatta af þessum fríðindum sem liggja í skattaskjóli hins opinbera.
Kjaradeiling og jöfnuður ofanfrá er nefnilega bara í eina átt, niður.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur