Föstudagur 15.04.2016 - 07:55 - FB ummæli ()

Sósíalismi 21. aldar II

Líklega má fullyrða að mannskeppnan sé að eðlisfari löt, a.m.k leiti margir að lífi án fyrirhafnar. Því er kanski ekki að undra að ríkið, goðsögnin mikla um að allir geti lifað á kostnað annara sé efst á óskalista margra, sér í lagi ungs fólks sem greiðir ekki í hítina. Hinir eldri sem eðli málsins samkvæmt eru ekki nógu ungir til að vita allt, standa eins og lömb í háu ljósunum og skilja  ekki af hverju sósíalismi sé aftur komin í tísku. Hinir ungu hafa auðvitað enga þekkingu á félagshyggju í fortíð, bara framtíðardraumórum þeirra sem nú boða allt fyrir alla og allskyns fyrir aumingja, hvort heldur eru borgaralaun eða annað.

John Paul Rathbone, einn af ritstjórum Financial Times birtir áhugavert myndband um fyrrum heimaland sinnar fjölskyldu, Kúbu þar sem sneitt er hjá klisjum á borð við vindla, gamla bíla og romm. Þess í stað er fjallað um raunverulegar afleiðingar af félagshyggju frá 1959.

Íslenskir félagshyggjumenn bregðast sjaldan vondum málstað og studdu mannréttindabrot Castro stjórnarinnar skilyrðislaust. Meinlokuhugmyndir um töfralausnir nýrra stjórnarskráa eru auðvitað heldur ekki nýjar af nálinni en þannig skrifaði t.d. Gunnar Karlsson prófessor um nýja stjórnarskrá Kúbu ,,Poder Popular“:

Raunar finnst mér Poder popular vera sterkasta vísbending sem ég hef fengið um að valdhafar Kúbu treysti alþýðu landsins og viti að þeir njóta trausts hennar.

og bætir svo við:

Ef til vill hafa Kúbanir markað sér aðra stefnu til frambúðar með stjórnarskránni 1976. Sé svo, kann Kúba að eiga eftir að verða mikilvægt forysturíki í þróun sósíalisma í heiminum.

Ögmundur Jónasson skrifar að vinstri menn hefðu glatað tiltrú sinni vegna þess að sjálfir hefðu þeir misst trú á eigin lausnum. Staðreynd málsins er hinsvegar sú að reynslan hefur sýnt að þjóðum vegnar illa ef félagshyggjumönnum vegnar vel.

Framlag til mannréttindabrota Kúbustjórnar

Framlag til mannréttindabrota Kúbustjórnar

Ögmundur hefur sjaldan farið leynt með andúð sína á eignarréttinum. Þannig upplýsti ,,jafnaðarmaðurinn“ í þættinum Sjálfstætt Fólk að sér fyndist að fólk ,,mætti eiga sitt“ eftir að hafa sýnt inn í sína íbúð og sumarbústað en bætti svo við ,,þar dreg ég mörkin að því er eignarrétt varðar“ Skýrari verður hin nýja jafnaðarstefna Ögmundar vart orðuð.

Árni Páll Árnason sem hlaut sitt pólitíska uppeldi í Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalags Ögmundar, boðar að nú sé tími til að ,,stíga út úr skjóli“ og á þar væntanlega við að tími eignarréttar sé liðinn.

Nýlega kom út stórgóð samantekt á vegum Cato stofnunarinnar sem reynir að kasta ljósi á uppgang sósíalisma í heiminum. Að vissu leiti er það skiljanlegt að stjórnmálamenn af gamla skólanum eigi erfitt með að skilja uppgang stjórnmálastefna á borð við Nazisma og Félagshyggju þó svo að bæði stjórnarformin hafi valdið heiminum ómældum harmleik og sú seinni valdi enn.

Nietsche sagði eitt sinn (áður en hann varð geðveikur sjálfur) að geðveiki væri óalgeng á meðal einstaklinga en regla á meðal þjóða, aldurshópa og hreyfinga. Ísland stendur í dag á einstæðum tímamótum við upphaf mestu uppsveiflu nokkurs ríkis í hagfræðilegu tilliti. Að snúa aftur í sósíalisma eftir undangengna reynslu myndi flokkast sem meiriháttar bilun – ,,Kúba Norðursins“Landsframleiðsla

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur