Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 15.05 2015 - 12:50

Flett ofan af ÁTVR

Eitthvert kjánalegasta plagg sem komið hefur frá Alþingi í seinni tíð er minnihlutaálit skoðanasystkinanna Frosta Sigurjónssonar, Steingríms J. Sigfússonar og Líneikar Önnu Sævarsdóttur vegna frumvarps um afnám einokunarverslunar með bjór, léttvín og annað áfengi. Líklega hafa fáir haft mikið álit á meðlimum VG þegar kemur að viðskiptum enda flokkurinn almennt á móti viðskiptafrelsi sem og […]

Sunnudagur 19.04 2015 - 08:29

Neyslustýring – hinn mistæki velvilji stjórnmálamanna

Nú er að vissu leiti vel skiljanlegt að Norræna Velferðarstjórnin hafi reynt að neyslustýra þjóðinni með tollabreytingum til kaupa á diesel bílum. Sú lýðheilsustefna var á svipuðum nótum og sú efnahagslega tortímingarstefna sem fólst í Icesave og skattahækkunum sem félagshyggjumenn boðuðu undir formerkjum hins ,,Nýja Íslands“ eftir hrun. Það er hinsvegar óskiljanlegt að núverandi ,,Ný-Frjálshyggjustjórn“ skuli ekki vinda […]

Mánudagur 30.03 2015 - 18:21

Allir tapa

Aðdáendur ríkisverslana benda á máli sínu til stuðnings að einungis einokunarverslanir, hvort heldur er í Leifsstöð eða í ÁTVR, tryggi lágt vöruverð og gott vöruúrval. Páskaeggið á myndinni kostar kr. 1.296 í Bónus (sem greiðir virðisaukaskatt til ríkisins) eða þremur krónum minna ein í hinni rangnefndu fríhöfn (sem líka tapar þrátt fyrir okrið). Bónus skilar eigendum sínum […]

Laugardagur 14.03 2015 - 14:28

Varla-heiði!

Kjördæmapotarar allra flokka á Eyjafjarðarsvæðinu hafa réttlætt hin gölnu Vaðlaheiðargöng með tvennum rökum. Fyrir það fyrsta að um sé að ræða þvílíkann farartálma á þungri umferðaræð að ekki verði við unað. Í annan stað muni umferð ferðamanna aukast verulega enda vilji slíkir skoða fjöllin að innan en ekki utan. Af einhverjum ástæðum hefur kjördæmapoturum á suðurlandi […]

Miðvikudagur 11.03 2015 - 16:53

Báknið blæs út

Mannfjöldi 325.671 Heildartekjur ríkissjóðs 644.500.000 Tekjur hins opinbera af þegnum landsins Kr 1.978.991 pr íbúa. …og embættismennirnir spila kapal á milli viðtala…..

Sunnudagur 01.02 2015 - 17:14

Nútímalegi jafnaðarforinginn

Árni Páll flokkast eins og allir vita sem ,,nútímalegur jafnaðarmaður“ reyndar svo nútímalegur að hann hefur engan tíma fyrir gamlar yfirlýsingar eða loforð. Sem betur fer hefur engin blaðamaður spurt hvað það þýði að vera nútímalegur jafnaðarmaður og þá í hverju aðgreiningin frá hinum felst. Árni Páll hefur verið einn af ötulum talsmönnum þess að […]

Föstudagur 26.12 2014 - 16:37

F.M.E. – ,,Ferðumst Meira Erlendis“

FME er eitt áþreifanlegasta dæmið um að falskt öryggi er verra en ekkert, soldið eins og öryggisbelti sem ekki grípa við árekstur. Öfugt við það sem margir halda hafði FME blásið út fyrir 2008 með reglugerðarfargani sem tryggði flesta hluti aðra en fjármálaöryggi. Bankastarfsemi snýst um að taka peninga að láni og lána út aftur til […]

Þriðjudagur 23.12 2014 - 11:03

Jólakortið í ár

Myndin sýnir skattgreiðendur reyna að halda aftur af útþenslu og skuldsetningu hins opinbera.

Sunnudagur 14.12 2014 - 11:52

Bóksala

Ríkið hækkar virðisaukaskatt á bækur sem líklega mun flýta fyrir hnignun hefðbundinnar bókaútgáfu. Lesbretti á borð við Amazon Kindle eru ótal kostum gædd sem hljóta fyrr eða síðar að útrýma leifum af dauðum trjám til miðlunar á texta. Stjórnmálamenn sem halda að þeir geti skattlagt niðurhal gagna af netinu með virðisaukaskatti, skilja einfaldlega ekki netið. […]

Laugardagur 13.12 2014 - 12:13

,,Stórkostleg skerðing á lífskjörum alþýðunnar“

Viðskiptafelsi hefur alltaf átt undir högg að sækja þó fátt tryggi betur lífsgæði almennings, jafnt hér á landi sem erlendis. Að jafnaði bregðast vinstri menn ekki röngum málstað þegar kemur að verslunarhelsi. VG telur að helsið færi þjóðinni arðinn af versluninni. Gáfuðustu forsjárhyggjusinnarnir telja að unglingadrykkja aukist ef ,,aðgengi“ aukist en leggja þó ekki til […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur