Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 20.02 2016 - 11:11

,,Sósíalismi 21. aldarinnar“

Sagt er að undir markaðshagkerfi verði hinir ríku valdamiklir en undir félagshyggju verði hinir valdamiklu ríkir. Venezuela er gjaldþrota og á barmi upplausnar eftir að viltustu draumar félagshyggjumanna um að sníða af galla frjáls markaðshagkerfis, urðu allir að veruleika. Hvort heldur er ný stjórnarskrá ,,auðlindir í eigu þjóðarinnar“ þjóðnýtingu ,,arðinn til þjóðarinnar“ nú eða draumurinn […]

Sunnudagur 07.02 2016 - 15:16

Árni Páll trúverðugur

Árna Páli þótti sjálfsagt að leggja hundruðir milljarða á kostnað íslenskra skattgreiðenda af því að ,,það á ekki að leggja byrðar á almenning“ í Bretlandi og Hollandi. Árna fannst sjálfsagt að skattgreiðendur greiddu yfir 50 milljarða svo kröfuhafar Íbúðalánasjóðs fengju allt greitt upp í topp. Árna fannst sjálfsagt að skattgreiðendur greiddu með sameiningu Garðabæjar og […]

Þriðjudagur 02.02 2016 - 09:22

Beint lýðræði í ógöngum?

…..valdefling, þjóðaratkvæðagreiðslur, allt eru tískuorð í stjórnmálum í dag. Árið 1996 lýsti fjórðungur þeirra landsmanna sem voru á móti Hvalfjarðargöngunum því yfir að þeir myndu engu að síður nota þau. Það ár voru einungis 23% landsmanna fylgjandi því að jarðgöng yrðu gerð undir Hvalfjörð. Engu skipti þó svo að kostnaður kæmi ekki úr ríkissjóði og að engin væri […]

Mánudagur 01.02 2016 - 10:08

Ríkisforsjá í orði og borði.

Fátt er ríkisvaldinu óviðkomandi þegar kemur að því að regluvarða öll viðskipti til að tryggja nú hag neytenda. Þannig þramma t.d. eftirlitsmenn framhjá búðargluggum og gæta að verðmerkingum. Þeir sem veita ,,villandi“ skilaboð til neytenda eru svo umsvifalaust kærðir. Í Leifsstöð má sjá samhengi milli orða og athafna hjá hinu opinbera. Mismunur á kaup og […]

Sunnudagur 24.01 2016 - 10:22

Vísindalegar staðreyndir ,,margsannaðar“

Landlæknisembættið skilgreinir hugtakið ,,aukið aðgengi“ að áfengi sem fjölgun útsölustaða og fjölgun vínveitingahúsa. Hvorutveggja er í hundruðum prósenta hér á landi á undanförnum árum auk þess sem stórnotendur fá heimsent á kostnað skattgreiðenda ef verslað er fyrir kr.50.000 eða meira. Í nýjasta tlanabrunni embættisins kemur fram að seldum áfengislítrum hafi fækkað. Embættið gætir auðvitað hlutleysis […]

Föstudagur 22.01 2016 - 08:55

Samfélagsverkfræði

Svokallaðir lýðheilsusérfræðingar og samfélagsverkfræðingar telja sig hafa stærðfræðijöfnur í höndunum en góða fólkið innan þeirra greina geta á hverjum tíma núið alla agnúa af mannlegu samfélagi með því að taka yfir stjórnun á lífi fólks á sem flestum sviðum. Samfélagsverkfræðin skiptist í þrjú stig: Reglugerðir og eftirlit Skattlagning (svona ef 1 dugar ekki) Refsing (svona ef […]

Fimmtudagur 21.01 2016 - 15:25

Frelsi til vinstri

Frelsi hefur löngum verið vinstri mönnum hugleikið og þá auðvitað af því að það rímar svo vel við helsi sem þeim er reyndar hugleiknara. Nauðsyn helsis er að grunni til alltaf það sama, til að verja frelsið, nánar tiltekið frelsi stjórnmálamanna til að ráðskast sífellt meira með daglegt líf fólks. Sagt hefur verið um tískuna […]

Miðvikudagur 20.01 2016 - 18:56

Furðuviðhorf

Í umræðum á Alþingi um viðskiptafrelsi með áfengi koma fram mismundi rök og og flest tengd svokölluðum lýðheilsusjónarmiðum sem flokka má undir klassíska ríkisforsjárhyggju. Öllu óhugnanlegri rök koma frá sjálfum formanni efnahags- og viðskiptanefndar sem sér bara neikvæðar afleiðingar af verslunarfrelsi: Vöruval minnkar Verð hækkar Neysla eykst Vissulega undarlegt út frá viðteknum kenningum hagfræðinnar. Undarlegasta […]

Miðvikudagur 20.01 2016 - 16:24

Ríkissiðferði

Ríkisvaldið er að mörgu leiti rekið með sömu formerkjum og mafía. Ríkið rekur einokunarverslanir sem og Samkeppniseftirlit til að hindra slíkan rekstur einkaaðila. Ríkið skattpínir verslun einkaaðila en rekur svo óskattlagða en rangnefnda ,,fríhöfn“ Ríkið fangelsar þá sem veita því samkeppni í sölu vímugjafa. Þegar veitingamenn reyndu fyrir sér á lýðheilsusviðinu, þ.e. með því að minnka vímuefnaskamta, voru […]

Miðvikudagur 20.01 2016 - 15:03

Hvað verður um afgreiðslustúlkurnar?

Þessari mikilvægu spurningu var varpað fram í dagblaðinu Vísi 1976 vegna frumvarps landbúnaðarráðherra um að heimila frelsi í sölu á mjólk og mjólkurafurðum. Í greinargerð með frumvarpinu var síðan útskýrt að margt hefði breyst frá því sem áður var þegar einokunarverslun var innleidd. Þó að ótrúlegt megi virðast þegar um landbúnaðarafurðir er að ræða voru […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur