Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 17.01 2016 - 16:32

Kári Stefánsson, sannanlega!

Flestir þekkja til dæma þegar rökþrota einstaklingar grípa til þess óþverraráðs að vega að heiðarleika mótaðilans þegar allt annað þrýtur,  Þeim mun meiri fátækt málefnalega þeim mun neðar er seilst. Í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun vantaði Kára Stefánssyni reyndar ekki rök í baráttu sinni gegn viðskiptafrelsi í landinu, hann var með nóg af […]

Fimmtudagur 14.01 2016 - 09:42

Sjálfstæði RÚV

Stjórnendur og ábyrgðarmenn dagskrár Ríkisútvarpsins hafa sent stjórn RÚV yfirlýsingu þar sem þeir fullyrða að „ákvörðun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar ógni ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins.“ Ákvörðunin sem um ræðir er ekki lækkun útvarpsgjalds heldur sérstakt framlag upp á kr. 175 milljónir til innlendrar dagskrárgerðar. Í lögum nr.nr. 23 20. mars 2013 um Ríkisútvarpið ohf. stendur m.a. að: Stjórnin […]

Laugardagur 09.01 2016 - 08:33

Úr einni miðaldabábilju í aðra?

Í raun er hægt að rekja allan ófarnað í samfélagi manna niður á tvær rætur, ríkisvald og trúarbrögð, sér í lagi þar sem slíkt fer saman. Marx sagði að trúin væri ópíum fólksins og rataðist kjöftugum satt orð á munn í eina skiptið þar. Ástæður þess að vestrið tók fram úr austrinu er vegna þess að […]

Miðvikudagur 06.01 2016 - 09:36

Íslensk smjörklípa

Formaður bændasamtakanna sýnir sitt rétta andlit ,,grímulaust“ í svargrein í Fréttablaðinu vegna ummæla Finns Árnasonar forstjóra Haga um að nýr búvörusamningur muni kosta skattgreiðendur ámóta upphæð og einn Icesave samningur. Í grein sinni segir Sindri að ,,megininntak sé að treysta rekstrargrundvöll landbúnaðarins“ og á þar við hinn miðstýrða áætlanabúskap sem hér er stundaður að sovíeskri […]

Föstudagur 01.01 2016 - 16:42

Lagavændi

Nýlega sendi lögmaðurinn Stefán Geir Þórisson álit til allra þingmanna með fyrir hönd ,,umbjóðenda“ þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að viðskiptafrelsi með áfengi kynni að brjóta ákvæði EES samningsins um viðskiptafrelsi! Hugsanlega er lögfræði næst-elsta atvinnugreinin sem í umræddu bréfi minnir um margt á þá elstu. Í öllu falli er ljóst að margir […]

Föstudagur 01.01 2016 - 14:52

Bætt hagstjórn

Í áramótaávarpi benti Bjarni Benediktsson á að kjarasamningar hefðu farið langt fram úr framleiðniaukningu hagkerfisins sem fjármálaráðherra réttilega ályktaði sem ósjálfbært fyrirkomulag. Til að takast á við slíkt gæti Bjarni verið klókur og í stað þess að gagnrýna verkalýðsfélög og atvinnurekendur, einfaldlega gripið til einu rökréttu mótvægisaðgerðanna sem er niðurskurður ríkisútgjalda. Sama á auðvitað við […]

Mánudagur 28.12 2015 - 23:10

,,Torvelt aðgengi“ með ÁTVR

Í samræmi við meginmarkmið áfengislaga, þ.e. ,,að vinna gegn misnotkun á áfengi“ bjóða einokunarverslanir hins opinbera stórnotendum ,,ókeypis“ heimsendingu (lesist á kostnað skattgreiðenda) ef verslað er fyrir kr. 50.000 eða meira.

Sunnudagur 27.12 2015 - 10:26

Réttlæti að lokum?

Í hinni frábæru bók ,,Heimur batnandi fer“ eftir Matt Ridley kemur fram að alls hafi 314 fangar fengið frelsi sitt aftur á grundvelli DNA rannsókna eftir að hafa setið að meðaltali 12 ár í fangelsi, þar af 18 sem voru á dauðadeild. Fátítt er að sakborningar fái uppreist æru hér á landi á grundvelli DNA en […]

Fimmtudagur 24.12 2015 - 12:20

Draumalandið ?

Goldman Sachs spáir olíuverði í $20 sem þýðir að norski olíudraumurinn er úti. Engin þjóð hagnast hinsvegar meira af lágu olíuverði en Íslendingar. Framtíðin er því björt hér á landi. Svo fremi að vinstri mönnum vegni illa mun íslenskri þjóð vegna vel.  

Miðvikudagur 23.12 2015 - 09:25

,,Okurhöfnin“ í Leifsstöð

Enn og aftur afhjúpast hin rangnefnda fríhöfn!

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur