Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 23.12 2015 - 09:17

Heimur batnandi fer

Engin þjóð notar meira af olíu miðað við höfðatölu en Íslendingar ef Singapor er undanskilið. Lágt olíuverð og lækkandi skuldastaða þjóðarbúsins í erlendri mynt mun styrkja krónuna til lengri tíma litið og lyfta þjóðartekjum á mann upp að Sviss. Við þessar aðstæður er lítið að sækja til Noregs….

Sunnudagur 20.12 2015 - 13:39

Einokunareftirlit?

Hið opinbera leysir engin vandamál, bara niðurgreiðir þau. Þó svo að flestir vilji að stjórnvöld verndi líf fólks er fáir sem vilja að stjórnvöld stjórni lífi fólks. Eitthvert afkáralegasta fyrirbæri í opinberri stjórnsýslu er úthlutun sérleyfa til fólksflutninga, hvort heldur er í rútum eða leigubílum. Vegagerð Ríkisins hafa í gegnum tíðina verið mislagðar hendur við úthlutun slíkra […]

Mánudagur 14.12 2015 - 15:24

Stjórnarandstöðuniðurskurður?

Eins og nafnið gefur sterklega til kynna þarf stjórnar-andstaða að sýna einmitt andstöðu, helst við allt sem stjórnvöld hafa fram að færa þar með talið fjárlög. Vandamálið við þau góðærisfjárlög sem nú er verið að leggja fram er að þar fer enn ein sönnun þess að þjóðinn vegnar vel ef vinstri mönnum vegnar illa. Málþóf […]

Miðvikudagur 09.12 2015 - 08:34

RÚV reiknar

Í svartri skýrslu um óráðsíu og misráðnar ákvarðanir í rekstri og fjárfestingum RÚV kemur fram að stjórn stofnunarinnar sem núverandi útvarpsstjóri sat í, átti erfitt með að reikna út hvernig 4.000 milljónum væri deilt niður á 15 ár vegna loftnetsdreifikerfis sem löngu var úrelt áður en það var sett upp. Þann 19. Desember 2012 var […]

Þriðjudagur 08.12 2015 - 22:10

Að bíta í höndina sem fæðir

Smekklegar auglýsingar frá hinu opinbera sem skattpínir íslenska verslun á alla kanta. Hin rangnefnda ,,fríhöfn“ þarf engin lýðheilsumarkmið eða aldurstakmark.

Laugardagur 28.11 2015 - 14:58

Uppgjör án iðrunar

Í Morgunblaðinu í dag talar Svavar Gestsson um nýlega ferð sína til Austurþýskalands þar sem fram fari ,,Uppgjör án miskunar“ en lætur þess ógetið að sjálfur hefur hans uppgjör átt sér stað án iðrunar, svona ekki ósvipað og með Isave samninginn. Svavar stundaði nám við sérskóla fyrir efnilega kommúnista: Institut für Gesellschaftswissenschaften beim ZK der […]

Fimmtudagur 26.11 2015 - 09:50

Forsendubrestur!

Vísitala neysluverðs lækkar um 0,35% milli mánaða Enn erum við minnt á þá nöturlegu staðreynd að húsnæðislánin eru verðtryggð en launin ekki! Lánþolar fá hækkun fasteignaverðs, hækkun launa en sparifjáreigendur sitja eftir með lækkun á sínum lánum. Hefur ekki verið rætt um kerfi þar sem lánveitandi og lánþoli deila áhættunni?

Miðvikudagur 25.11 2015 - 16:09

Heimska eða glæpur?

Einhverja næstu daga mun Símon Grimmi héraðsdómari fella sektardóm yfir bankastjóra og þeim undirmönnum sem ekki tókst að kaupa sér friðhelgi hjá  saksóknara með því að bera vitni gegn sínum samstarfsmönnum. Engin þörf er á málsvörn hjá Símoni nema til undirbúnings fyrir hæstarétt. Alls er um að ræða 20 milljarða lán sem starfsmenn einkafyrirtækis veittu til […]

Miðvikudagur 25.11 2015 - 11:07

Veruleikafirring

Eftir Icesave dóminn bað höfundur bókarinnar ,,Icesave samningarnir – afleikur aldrarinnar?“ þjóðina afsökun á spurningamerkinu. Höfundur samningsins þarf hinsvegar ekkert að afsaka:

Mánudagur 23.11 2015 - 14:53

Furðulegt ósamræmi

Íslenskir dómar í kynferðisbrotamálum eru alltaf kolrangir. Íslenskir dómar í bankahrunsmálum eru alltaf hárréttir.

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur